Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - föstudaga 11-18:30 Helgar 12-18 Gledilega- hátíd- afgreiðslutími 50% Sparadu- af jólavörum Í DESEMBER SIRIUS LIVA Hjarta, hvítt. 80 LED ljós. Ø64 cm. 7.995 kr. NÚ 3.998 kr. aðfangadagur - Lokað Jóladagur - lokað Annar í jólum - lokað 27. des. sunnudagur - 12-18 Mán. - mið. 11-18:30 gamlársdagur - lokað Nýársdagur - Lokað Lau. og sun. - 12-18 Virkir dagar - 11-18:30 vefverslun - ávallt opin Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður sjónvarpað á RÚV og útvarpað á Rás 1 í dag, aðfangadag, kl. 13.25 og endursýndir á morgun, jóladag, kl. 13.15. Meðal gesta sem koma fram með hljómsveitinni eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Valgerður Guðnadóttir, Kolbrún Völkudóttir og Már Gunnarsson ásamt barnakórum og hljóðfærahópum. Hljómsveitar- stjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og kynnir er trúðurinn Barbara en tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli. Jólatónleikar Sinfóníunnar í dag FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 359. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Mesta stressið var í upphitun þeg- ar ég horfði yfir völlinn og sá leik- menn eins og Mikkel Hansen og Nikola Karabatic og ég spurði sjálf- an mig hvað ég væri að gera hérna,“ segir handboltamaðurinn Kristján Örn Kristjánsson sem skor- aði sjö mörk gegn stórliði PSG í sín- um fyrsta leik með Aix í Frakklandi og hefur síð- an verið á mikilli sigl- ingu með liðinu. »54 Spurði sjálfan mig hvað ég væri að gera ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín Sigfúsdóttir stofnaði Prjóna- hópinn Furugerði 1 í Reykjavík fyrir rúmlega tveimur árum og síðan hafa konurnar prjónað saman tvisvar í viku og gefið bágstöddum flíkur tvisvar á ári. Auk þess hafa þær safn- að peningum til að kaupa jólamat handa barnafjölskyldum. „Þetta hafa verið frjáls framlög á laugardögum,“ segir Kristín um fjárstuðninginn. „Ég er þannig gerð að ég hlusta mikið eftir því hvar hægt er að gera gagn og hjálpa,“ segir Kristín um framtakið. Í september 2018 hafi mikil umræða verið um að klæðnað vantaði fyrir fátæka, jafnt börn sem fullorðna, og fólki, sem leitaði skjóls í bílnum hjá Frú Ragnheiði, væri kalt. „Ég hugsaði með mér: „Það hljóta að vera margar konur hérna sem kunna að prjóna.“ Ég útbjó auglýsingu þar sem fram kom að mig vantaði marg- ar hendur til þess að prjóna alls kon- ar flíkur handa þeim sem þyrftu á að halda.“ 20 konur mættu á tilteknum tíma og eftir að klúbburinn var stofn- aður var önnur auglýsing gerð og stofnunin tilkynnt. „Við óskuðum jafnframt eftir garni, sem hætt væri að nota og fólk væri í vandræðum með. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, okkur bárust heilir og hálfir pokar af dásamlegu garni og lopa.“ Konurnar hittast á miðvikudögum og laugardögum frá klukkan tvö til fjögur. „Okkur finnst svo skemmti- legt og notalegt að hittast að við mætum oft upp úr klukkan hálftvö og byrjum að prjóna.“ Á miðviku- dögum fá þær sér kaffisopa og frjálst er að mæta með meðlæti en á laugardögum skiptast þær á að koma með eitthvað gott með kaffinu. „Þá vanda allar sig sérstaklega og dýrindistertur eða pönnukökur eru á borðum.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað skipulaginu en ekki komið í veg fyrir prjónaskapinn. „Enginn óviðkomandi hefur mátt koma, við þurfum að gæta að því að hafa hæfi- lega fjarlægð á milli okkar og við snertum bara okkar eigin áhöld. Við reynum að passa okkur eins vel og við mögulega getum.“ Tók lykkjuna snemma Móðir Kristínar kenndi henni snemma að prjóna. „Hún lét mig mjög fljótt læra að taka lykkjuna, eins og hún sagði, en ég byrjaði ekki að prjóna af alvöru fyrr en ég var átján ára.“ Þá hafi hún verið komin með eiginmann, sem hafi verið sjó- maður og þurft mikið af ullar- sokkum og -vettlingum. Auk þess hafi hún prjónað og saumað á öll níu börnin sín. Kristín, sem er úr Mývatnssveit, leggur áherslu á að þær fái gjafir, bæði garn og fatnað, alls staðar að af landinu. Þær prjóni allar stærðir af sokkum, vettlingum, húfum, treflum og peysum. Tvisvar á ári afhendi þær Hjálparstofnun kirkjunnar, Kvennaathvarfinu, Frú Ragnheiði og Rauða krossinum afraksturinn og samtökin sjái síðan um að deila út flíkunum. „Við höfum aldrei sent frá okkur færri en 100 stykki og núna í desember fórum við með 214 stykki. Auk þess afhentum við Hjálpar- stofnun kirkjunnar um 60 þúsund krónur til styrktar barnafjölskyld- um vegna jólamatar í fyrra og núna var upphæðin 82 þúsund.“ Þegar klúbburinn var stofnaður var samþykkt að tala aldrei illa um nokkurn mann og við það hefur verið staðið. „Skilyrðið er að tala fallega um fólk og svo erum við svo heppnar að það er píanó í prjónastofunni. Ég get spilað dægurlög, geri það oftast, og þá syngur allur hópurinn um leið og hann prjónar. Þetta er yndislegur vinahópur.“ Prjónahópurinn Furugerði 1 Frá vinstri: Stína, Kristín, Birna, Ingibjörg G., Gísli starfsmaður, Ásthildur, Elena starfsstúlka, Jóhanna, Ragnheiður, Unnur, Ingibjörg A. og Guðrún. Á borðinu er sýnishorn af handverki þeirra. Kærleikurinn ofar öllu  Prjóna fyrir bágstadda og gefa fjölskyldum jólamat Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 28. desember. Öflug fréttaþjónusta verður á mbl.is yfir jólin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar- deildar er opið í dag, að- fangadag, frá kl. 8-12. Lokað er á jóladag og annan dag jóla. Þjónustuverið verður opnað aftur 28. des. kl. 7. Netfang þjónustuvers er askrift@mbl.is. Auglýsingadeild er lokuð til 28. desember. Netfang hennar er augl@mbl.is. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.