Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 einhver er hræddur við fatlaða þarf að fá fram af hverju það er og hvern- ig við getum lifað saman. Ég hef haldið fyrirlestra fyrir ungt fólk um hvernig er að lifa lífinu, á hátt sem þeim finnst ómögulegt. Af því það er talið ómögulegt, er það mögulegt. Það er lífsmottó mitt,“ segir hún. Hún er nýlega komin frá New York og hefur verið boðið að halda fyrirlestur í Perú þegar um hægist. Allt þetta fer hún ein. Hún nefnir sem dæmi að ef henni er sagt að ómögulegt sé að ferðast til Íslands, þá fari hún þangað. Reyni að gera allt mögulegt. Hún segist tilbú- in að koma aftur hingað til lands síð- ar til að halda fyrirlestur eða bara hitta áhugasamt fólk. Hún segist hafa mikla ánægju af því að ræða við fólk, allt verði svo miklu auðveldara eftir það. Vonast hún til þess að geta komið aftur í vor til að sjá aðra hluta landsins. Á hjólastól til Grundarfjarðar Marie-Caroline gerði ýmislegt á Snæfellsnesi, upplifði eitthvað nýtt á hverjum degi. Hún ók til dæmis ein á rafmagnshjólastólnum til Grundar- fjarðar, um átta kílómetra leið. Fyrsti kaflinn frá Þórdísarstöðum er á malarslitlagi. Hún sagði að það hafi ekki komið að sök og heldur ekki kuldinn, hún hafi notið þess að vera ein úti í náttúrunni. Hún fór með Sebastien og Anne í sundlaugina í Stykkishólmi og í Þjóðgarðinn Snæ- fellsjökul. Svo segist hún njóta þess að horfa á Kirkjufell við Grundar- fjörð sem blasið við úr smáhýsi henn- ar á Þórdísarstöðum. „Ég elska snjó enda fer ég á skíði á hverju ári. Og kuldinn er í lagi ef ég er vel klædd. Það getur vissulega tekið tíma að klæða mig í margar peysur. Og ég nýt þess að öskra á vindinn,“ segir Marie-Caroline. Spurð um aðgengi að þjónustustofn- unum segir hún að það megi vissu- lega bæta í litlum bæjum eins og eru á Snæfellsnesi. Til dæmis sé ekki hægt að komast á rafmagnshjólastól inn í verslanir í Stykkishólmi. Ekki þurfi mikið að gera til að bæta úr því, litlir rampar úr tré geti bjargað miklu. Talið er að aðeins um 60 mann- eskjur í heiminum séu með þann ólæknandi erfðasjúkdóm (e. juvenile hyaline fibromatosis) sem hrjáir Marie-Caroline. Hún segist þekkja tvo þeirra og hefur áhuga á að frétta af öðrum og tengja hópinn saman. Þannig geti þau aðstoðað hvert ann- að. „Það getur verið erfitt að vera einn. Lífið er kraftaverk og ég vil engan tíma missa. Mig langar að hjálpa öðrum og geri það með fyr- irlestrum og viðræðum við fólk,“ seg- ir Marie-Caroline. Segir að lífið sé kraftaverk  Ég vil ekki að kórónuveiran hafi af mér ferðafrelsið segir Marie-Caroline Schürr, frönsk kona sem lætur ekki fötlun sína eða veiruna stöðva sig  Hún segir að hindranirnar séu til að sigrast á þeim „Marie-Caroline er yndisleg stúlka. Hún hefur þurft að berj- ast fyrir ferðafrelsi sínu og raunar berjast fyrir öllum hlut- um. Hún er vinkona mín og hef- ur einnig sýnt mér verðmæti lífsins,“ segir Anne Desse sem kynnti Snæfellsnes fyrir vin- konu sinni. Segir hún að Marie- Caroline hafi ákveðið snemma að lífið væri afar mikilvægt, jafnvel þótt hún væri hreyfi- hömluð og jafnvel enn frekar vegna þess. Anne og Sebastien Defer, maður hennar, kynntust Marie- Caroline þegar þau ráku hótel fyrir fatlaða í kantónunni Jura í norðurhluta Sviss þar sem hún var gestur. Barist fyrir ferðafrelsi VINKONA Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á Þórdísarstöðum Marie-Caroline Schürr nýtur þess að vera úti í náttúrunni og reynir að ferðast sem mest. Snæfellsnes Marie-Caroline fór talsvert um Snæfellsnes. Hér er hún á vinsælum útsýnisstað þar sem Kirkjufell við Grundarfjörð blasir við. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Af því það er talið ómögulegt, er það mögulegt. Það er lífsmottó mitt,“ segir franska konan Marie-Caroline Schürr. Hún er nú komin heim til Frakklands eftir að hafa dvalið um tíma hjá ferðaþjónustunni á Þórdís- arstöðum í Eyrarsveit á Snæfells- nesi. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað hún kom hingað í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru og er háð aðstoð við allar athafnir daglegs lífs vegna fötlunar. Hún hefur skrifað bók um líf sitt og heldur fyrirlestra víða um heim. „Ég sækist eftir ævintýrum og vil vera frjáls. Kórónuveiran hindraði mig í að ferðast en ég vil ekki að hún hafi af mér ferðafrelsið. Ég er í fríi og vildi koma til Íslands til að heim- sækja vini mína,“ segir Marie- Caroline. Vinir hennar, Anne Desse og Se- bastien Defer, starfa við ferðaþjón- ustuna á Þórdísarstöðum. Anne var stjórnandi í ferðaþjónustufyrirtæki í París og þau Sebastien kynntust Marie-Caroline þegar þau ráku hótel fyrir fatlaða í Sviss. Það er eina sér- hæfða hótelið fyrir fatlaða í Evrópu. Anne og Sebastien komu til Íslands í haust og réðu sig til árs. Fyrirlestrar um allan heim Marie-Caroline er 35 ára gömul. Hún er með afar sjaldgæfan erfða- sjúkdóm og hefur verið mikið hreyfi- hömluð frá því hún var barn og fer um á rafmagnshjólastól. Þrátt fyrir mikla fötlun lætur Marie-Caroline fátt stoppa sig. Hún lauk háskóla- námi og kenndi ensku í framhalds- skóla í Versölum. Ekki voru aðrir nemendur eða kennarar í skóla hennar í hjólastól. Hún hætti nýlega kennslu og heldur nú fyrirlestra víða um Evrópu og um allan heim ef því er að skipta. Kjarninn í þeim er úr bók sem hún gaf út fyrir nokkrum árum um líf sitt og lífsviðhorf, Út fyr- ir kassann – gleði á hjólum. Bókin var gefin út á frönsku og hefur einnig verið þýdd á spænsku og segist Mar- ie-Caroline vera að leita að þýðanda til að geta gefið hana út á ensku. Marie-Caroline hefur mikla ánægju af ferðalögum og grípur hvert tækifæri sem gefst til að ferðast. Segist hafa heimsótt yfir tuttugu lönd, um allan heim. „Mér hefur verið boðið að halda fyrirlestra víða og um ýmsa þætti, til dæmis um líf fatlaðra, samskipti og sambúð. Ef Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningar- málaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til raf- íþrótta teljast m.a. skipulagðar keppnir í ýmis- konar tölvuleikjum. Færst hefur í vöxt að tölvuleikir séu spilaðir á tengdum forsendum og iðkun íþrótta, þ.e. að þátttakendur keppi sín á milli í liðum, stundi markviss- ar æfingar og hugi að samspili lík- amlegrar og andlegrar heilsu til að ná betri árangri. „Tölvuleikir eru margskonar og þróun þeirra geysilega hröð. Ég tel brýnt að við skoðum það umhverfi sem þegar hefur mótast um æfing- ar og mót í tölvuleikjum og mótum stefnu um næstu skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir m.a. í tilkynningu. Mótar stefnu um eflingu rafíþrótta Lilja Alfreðsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.