Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Suðurlandsbraut 52 Sími 533 6050 www.hofdi.is Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Starfsfólk Höfða fasteignasölu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur fengið leyfi Umhverfisstofnunar til að gera heimildamynd um íslenska refinn í friðlandinu á Hornströndum. Einkum verður myndað í Hornvík og Hornbjargi af landi og með drón- um. Leyfi er veitt gegn ákveðnum skilyrðum, en gert er ráð fyrir fimm manna teymi. Í því verður dr. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravist- fræðingur á Náttúrufræðistofnun, sem annast vísindalega leiðsögn. Ester Rut segir að stöðugur áhugi erlends kvikmyndagerðarfólks hafi verið á melrakkanum síðustu ár og fari hann vaxandi. Ráðgert er að heimildamynd BBC verði tekin tekin upp í þremur áföngum og byrjað með tveggja vikna tímabili frá 12. mars til 12. apríl, síðan yfir hásumarið og tökum á að ljúka í september. Byrjað verði á tökum yfir mökunartímann og fylgst með lífsbaráttu refsins, fæðu- öflun og hvort fæðan hafi breyst samfara loftslagsbreytingum. Næst verður fylgst með yrðlingunum þeg- ar þeir fara á kreik og loks um haustið þegar þeir fara að bera sig að við fæðuöflun og undirbúa vet- urinn. Drónamyndir verða teknar áður en fuglinn sest upp í björgunum og eftir að hann fer. Um er að ræða þáttaröð um rándýr á Norður- slóðum. Allir vilja fá nýja sögu Ester segir að hún hafi undan- farna mánuði verið með á sínu borði umsóknir og fyrirspurnir frá fjórum fyrirtækjum sem vilji kvikmynda refinn og náttúrulífið á Horn- ströndum. Nú sé útlit fyrir að tvö þeirra fái leyfi til að mynda refinn í sumar, en koma verði í ljós hvort kórónufaraldurinn setji strik í reikn- inginn. Ester segir að síðasta áratuginn hafi á annan tug heimildamynda og þátta verið gerðar um líf íslenska refsins á Hornströndum. Flestar þeirra séu vandaðar, hafi verið sýnd- ar víða og vakið athygli. Undanfarið hafi verið sýndir þættir undir heit- inu „Stormborn“ m.a. í Skotlandi og Noregi og þar sé þáttur íslenska refsins mjög sterkur. Ester Rut segir að erlenda kvik- myndafólkið spyrji gjarnan sömu spurninganna og allir vilji fá nýja sögu, sem ekki hafi verið notuð áður. Það geti verið snúið, en hins vegar fari refurinn oft út fyrir handritið og vanir kvikmyndagerðarmenn séu þá fljótir að nýta sér þá þræði. Flestar myndanna byggi á því að fylgjast með lífsbaráttu refsins í eitt ár við oft óvægin skilyrði á Hornströndum. Fylgst með Ester frá 2009 Sjálf hefur Ester Rut nokkuð ver- ið í sviðsljósinu. Þannig hefur þýsk- ur kvikmyndagerðarmaður líka beint myndavélinni að því fólki sem umgengst og rannsakar tilteknar tegundir. Hann hafi m.a. fylgst með vinnu Esterar með refnum frá 2009 og safnað efni sem hún reiknar með að verði tilbúið fljótlega. Á annan tug þátta um refinn  Vaxandi áhugi á að mynda náttúrulífið á Hornströndum  Vísindamaðurinn fær líka athygli  BBC með leyfi til að vinna efni í heimildarmynd á þessu ári Ljósmynd/Ester Rut Heimskautarefir Fallegir og forvitnir yrðlingar, nánast samlitir urðinni skammt frá greninu í Hornvík. Á Hornströndum Ester Rut hefur verið tíður gestur í friðlandinu síðustu ár, ýmist til að rannsaka refinn eða með erlendu kvikmyndagerðarfólki. Ljósmynd/Cristian Gallo Á sama tíma og stofnvísitala þorsks er á niðurleið berast jákvæð tíðindi af yngstu árgöngum þorsksins. Þannig mældist árgangurinn frá 2019 vel yfir meðalstærð í haustralli og fyrsta mæling á yngsta árgangi þorsksins er sú hæsta frá upphafi mælinga 1996. Guðmundur Þórðar- son, sviðsstjóri botnsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, segir að þess- ar niðurstöðu gefi góðar vonir. Hafa verði þó í huga að brugðið geti til beggja vona og mjög oft minnki ár- gangar frá fyrstu mælingu. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur stofnvísitala þorsks lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haustmælingarinnar og er nú svipuð því sem hún var árin 2008-2009. Guð- mundur segir að lækkun í vorralli 2020 hafi þótt óeðlilega mikil. Lækk- unin í nýafstöðnu haustralli sé ekki eins mikil, en samt sé um lækkun að ræða. Fæða þorsks að hausti er fjöl- breytt og mismunandi milli stærðar- flokka. Á árunum 1996-2002 var loðna mikilvægasta fæðutegundin hjá 26-85 sentimetra þorski en hlut- deild hennar hefur minnkað mikið á síðari árum. Í ár var hlutdeild loðnu í fæðu 26-85 sm þorsks þó hærri en árin 2012-2019. Í ár fannst loðna einkum í mögum þorsks djúpt norð- vestur og norður af landinu. Hlutdeild rækju í fæðu var lítil en hún hefur verið mikilvæg fæða sér- staklega hjá 26-85 sm þorski. Hjá 56- 85 sm þorski hefur ísrækja oft verið algeng fæða en lítið var af henni í þorskmögum í ár. Uppistaða fæðu þorsks stærri en 85 sm er fiskbráð eins og síld og kolmunni. Af annarri fæðu þorsks má helst nefna ljósátu, kambhveljur, síli og ýsu. Þorskur er yfirleitt innan við 1% af fæðu 26-85 sm þorsks í október en er aftur á móti að meðaltali 4,6% af fæðu 86-115 sm þorsks. Í ár var þetta hlutfall 9,2% sem er yfir meðal- tali. aij@mbl.is Yngstu árgangar gefa góðar vonir  Fæða þorsks fjölbreytt og mismunandi Farið verður í öfluga loðnuleit og mælingar á stofninum strax upp úr áramótum. Bæði hafrannsóknaskip- in, Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson, fara í verkefnið en einnig veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, grænlenska skipið Polar Amaroq og Aðalsteinn Jónsson SU, en það skip er vel búið tækjum til bergmáls- mælinga og greiningar á gögnum. Ráðgert er að fara út strax 4. jan- úar, en það ræðst af veðri. Byrjað verður að mæla samtímis úti fyrir Vestfjörðum, út af Héraðsdýpi og einnig um miðbik leitarsvæðisins. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsókna- stofnun, segir að miðað sé við að gera tvöfalda mælingu, þ.e. að skipin fari tvisvar yfir leitarsvæðið. Verkefnið taki þá 7-8 daga, en umfangið verði metið í ljósi veðurs. Hann segir að vonandi verði hægt að komast yfir allt svæðið úti fyrir Vestfjörðum þar sem hafís hamlaði mælingum í leið- angri fyrr í mánuðinum. Þá munu skip á leið frá Austfjarða- höfnum á kolmunnaveiðar suður af Færeyjum eða vestur af Bretlands- eyjum svipast um eftir loðnu við land- grunnskantinn austur af landinu. Annar leiðangur í febrúar Guðmundur segir miðað við að fara í annan loðnuleiðangur í byrjun febr- úar. Hann verði skipulagður er nær dregur, m.a. í ljósi niðurstaðna úr fyrri leiðangrinum og einnig upplýs- ingum frá t.d. norskum veiðiskipum. Þau verða þá væntanlega byrjuð að veiða úr 22 þúsund tonna loðnukvóta sem gefinn hefur verið út. Loðnuleiðangrarnir eru skipulagð- ir af Hafrannsóknastofnun og verða þrír sérfræðingar frá stofnuninni um borð í hverju veiðiskipi. Verkefnin eru fjármögnuð með 120 milljóna króna aukaframlagi sem sjávar- útvegsráðherra greindi frá í síðustu viku og var samþykkt við þriðju um- ræðu um fjárlög. aij@mbl.is Öflug leit að loðnu í ársbyrjun  Tvö rannsóknaskip og þrjú veiðiskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.