Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki er að sjá að sú stefna Reykja- víkurborgar að minnka umfang olíu- birgðastöðvarinnar í Örfirisey um 50% á næstu fimm árum gangi upp, sé mið tekið af nýrri samþykkt stjórnar Faxaflóahafna. Á fundi borgarráðs 7. maí 2019 var samþykkt tillaga borgarstjóra þess efnis að herða á því markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Á grundvelli þeirrar að- ferðafræði og samningsmarkmiða sem lágu fyrir verði stefnt að því að það markmið náist fyrir árið 2025 en ekki árið 2030 eins og segir í að- gerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum. Samhliða verði teknar upp við- ræður um að umfang olíubirgða- stöðvarinnar í Örfirisey minnki með tímanum og markmiðið verði að um- fang hennar verði helmingi minna en nú er, eigi síðar en árið 2025. Stjórn Faxaflóahafna kom saman til fundar 26. nóvember 2020 til að fjalla um Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Í umsögn stjórnarinnar segir m.a. að Faxaflóahafnir geri ekki athugasemdir við að olíustöðin í Örfirisey verði lögð af fyrir lok gild- istíma aðalskipulags en bendi þó á að sú tímalína kunni að vera óraunhæf. „Spá Orkuspárnefndar (ágúst 2019) gerir ráð fyrir að notkun á kol- efnaeldsneyti minnki um 27% á ár- unum frá 2020 til 2040. Notkun á líf- eldsneyti hefur hins vegar aukist og er í dag um 8% af gegnumstreymi ol- íustöðvarinnar og fer vaxandi. Heild- armagn fer minnkandi en tegundum fer fjölgandi svo nettóáhrifin verða ekki veruleg og áframhaldandi þörf er á sama geymafjölda. Samkvæmt áhættumati ráðgjafastofunnar Cowi, árið 2007, var niðurstaðan sú að hag- stæðasti kosturinn væri sá að olíu- stöðin yrði áfram í Örfirisey,“ segir meðal annars í umsögninni. Þá bendir stjórnin á að lóðaleigu- samningur við Olíudreifingu sé í gildi til ársins 2036 og gera Faxaflóahafn- ir ráð fyrir að hann verði fram- lengdur. Hins vegar styðji Faxaflóa- hafnir við frumkvæði til að bregðast við þróun í loftslagsmálum og breyt- ingar sem mögulega þarf að gera þar að lútandi. Olíugeymarnir áfram í Örfirisey  Borgin vill minnka umfang olíubirgðastöðvar  Faxaflóahafnir telja að þörf sé á óbreyttum fjölda Morgunblaðið/Ómar Örfirisey Olíubirgðir hafa verið geymdar þarna allt frá árinu 1950 þegar Olíufélagið hóf að byggja olíugeyma á svæðinu. Olíuskipin leggjast að Eyjagarði, sem byggður var við stöðina í Örfirisey. „Í stað gleði og tilhlökkunar í að- draganda jóla þá er það einmitt þessi tími sem veldur hvað mestum kvíða, áhyggjum og einsemd hjá okkar viðkvæmasta hópi í samfélag- inu. Það er bæði mikilvægt og ánægjulegt að geta stutt ein- staklinga og fjölskyldur sem á þurfa að halda með þessum hætti,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, en í gær var tilkynnt að hann muni úthluta sam- tals 20 milljónum króna í styrki til hjálparsamtaka. Umrædd samtök styðja við viðkvæma hópa í sam- félaginu um land allt, einkum með matarúthlutunum og ráðgjöf. Það eru alls níu hjálparsamtök sem fá styrk til þess að geta stutt enn betur við sína skjólstæðinga; Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og Akranesi, Fjölskyldu- hjálp Íslands og Kaffistofa Sam- hjálpar. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum kórónuveirufaraldurs- ins og er beint sérstaklega að þeim sem búa við fátækt. Mikil aukning hefur orðið á beiðn- um um aðstoð í ár af völdum kórónu- veirunnar, ekki síst nú í aðdraganda jóla. Framlag Ásmundur Einar hefur út- hlutað 20 milljónum í hjálparstarf. 20 milljónir til hjálpar- samtaka  Ásmundur í jóla- skapi  Mikil þörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.