Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 GLEÐILEG JÓL Lokað í dag! Opnum aftur á mánudaginn kl. 10 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10-18 á milli jóla og nýárs | www.forlagid.is og heitir Rólegur kúreki. Það er ekki jólalag, en af tuttugu vinsælustu lög- unum fyrir þessi jól eru 18 jólalög, að sögn Eiðs. Önnur vinsæl jólalög eru að sögn Eiðs: Jólin eru að koma með Í svört- um fötum, Snjókorn falla með Ladda, Það snjóar með Sigurði Guðmunds- syni og nýja jólalagið Jólin eru okkar með Baggalút. Weeknd vinsælastur Vinsælasta lag ársins á Spotify á Íslandi er Blinding Lights með kana- díska tónlistarmanninum The- Weeknd með um tvær milljónir spil- ana. Annað vinsælasta lagið er íslenskt, Esjan, eftir Bríeti og Pálma Ragnar með um 1,5 milljónir spilana. Þar á eftir koma tvö erlend lög, Roses með St. John og svo The Box með Roddie Rich. Fimmta vinsæl- asta lagið er svo íslenskt, Í kvöld er gigg með Ingó veðurguð, með um milljón hlustanir. Ekki bara Spotify Eiður segir að ekki megi alfarið horfa á Spotify þegar vinsældir tón- listar séu skoðaðar, en hann heldur utan um topplista sem spilaður er vikulega á útvarpsstöðinni K100 og nefnist Tónlistinn. Hann er einnig birtur á vefsvæðinu plotutidindi.is. Listinn er eini opinberi vinsældalisti á Íslandi. „Ég leyfi mér að kalla hann það því þar vigta ég saman vinsældir laga á Spotify og svo spilanir á fimm vinsælustu útvarpsstöðvunum,“ seg- ir Eiður, en hann notar forritið Radio Monitor til að fylgjast með útvarps- spilununum. „Rólegur kúreki eftir Bríeti og Pálma Ragnar var nú nýverið vinsæl- asta lagið á þeim lista í átta vikur samfleytt. Esjan, eftir sömu aðila, var vikum saman á toppnum fyrr á árinu. Bríet er klárlega stjarna árs- ins.“ Engar tekjur af Ef ég nenni Jól Flutningur Helga Björns á Ef ég nenni kemur fólki alltaf í jólagírinn og það gera Mariah Carey og Wham einnig.  Lagið er eitt af þremur vinsælustu jólalögum ársins  Helgi með gullplötu fyrir Það bera sig allir vel  Esjan vinsælasta íslenska lagið í ár  Ein króna greidd Hlustun » 2019 streymdu Íslendingar milljarði streyma á Spotify. » Meðalnotkun Spotify- áskrifenda 2019 var 13 sólar- hringar af stanslausri hlustun. » Áskrifendur (greiðandi) eru um 100 þúsund á landinu. » Heildarveltan sú sama 2019 og tekjur voru árið 2011. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Beinar tekjur Helga Björnssonar, flytjanda vinsælasta íslenska jólalags landsins samkvæmt Spotify, Ef ég nenni, eru engar. Ef ég nenni er eitt af þremur vinsælustu jólalögunum í ár, ásamt All I Want for Christmas Is You með Mariah Carey og Last Christmas með Wham, samkvæmt upplýsingum frá Eiði Arnarssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda. Ef ég nenni er eftir ítalska tón- skáldið Zucchero Fornaciari og heitir á frummálinu Cosi’ Celeste. Íslensk- ur texti er eftir Jónas Friðrik. Lagið er komið með nokkur hundruð þús- und spilanir hér á landi á þessu ári, en eins og sjá má á Spotify er lagið með nærri 6,7 milljónir spilana á heimsvísu á frummálinu. „Það eru greidd annarsvegar höf- undargjöld af lögum og hinsvegar flytjendagjöld sem flytjendur fá. Ég ætti að fá flytjendagjöldin, en málum er þannig háttað að þau gjöld eru inn- heimt af stéttarfélagi tónlistar- manna, FÍH, og renna í sjóði, sem síðan er ráðstafað úr, í staðinn fyrir að renna til flytjenda sjálfra,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið. Til háborinnar skammar Helgi segir að fyrirkomulagið sé til háborinnar skammar. „Þarna er ver- ið að hlutast til um eignarrétt við- komandi flytjenda. Þetta hefur verið baráttumál okkar lengi að fá þessu breytt,“ og bætir við að enn brýnna hafi orðið í seinni tíð að fá fram breyt- ingar á þessum málum þar sem tekjur af hljómplötuútgáfu séu nú orðnar hverfandi. Helgi fékk nýlega afhenta gull- plötu fyrir að hafa náð hálfri milljón spilana á lagið Það bera sig allir vel, sem kom út fyrr á árinu. Helgi samdi lagið sjálfur og flytur það, en textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason. Eiður Arnarsson segir að greiðslur Spotify fyrir tónlist hér á landi hafi hækkað að undanförnu, meðal ann- ars vegna gengisbreytinga, og séu nú komnar upp í um eina krónu fyrir hverja gilda spilun. „Útgefandi, höf- undur og flytjandi skipta þessari krónu á milli sín,“ segir Eiður. Vinsælasta lag haustsins og fjórða vinsælasta lagið nú fyrir jólin, með yfir milljón spilanir, er eftir Bríeti Ís- is Elfar og Pálma Ragnar Ágústsson 24. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.53 Sterlingspund 171.28 Kanadadalur 99.09 Dönsk króna 20.981 Norsk króna 14.74 Sænsk króna 15.43 Svissn. franki 144.05 Japanskt jen 1.2337 SDR 183.89 Evra 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6 Hrávöruverð Gull 1873.3 ($/únsa) Ál 1993.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.65 ($/fatið) Brent Eigendur þriggja herbergja íbúða á Akureyri og í Reykjavík hafa enn meira upp úr því að leigja þær út í gegnum Airbnb en lang- tímaleigu. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbanka Ís- lands. Samkvæmt gögnum sem bankinn hefur tekið saman námu langtímaleigutekjur af þriggja her- bergja íbúð á Akureyri 160 þúsund krónum á mánuði á þriðja ársfjórð- ungi. Samsvarandi eign í Reykjavík skilaði 208 þúsund kónum í leigu- tekjur. Tekjur af Airbnb-íbúðum á Akureyri voru hins vegar 340 þús- und krónur á mánuði eða ríflega tvö- falt hærri en tekjur af langtímaleigu og í Reykjavík voru tekjurnar 312 þúsund eða helmingi hærri en lang- tímatekjurnar. Annað upp á teningnum Í hagsjá Landsbankans er hins vegar bent á að svæðin tvö skeri sig úr. Þegar litið er til Kópavogs ann- ars vegar og hins vegar Hafnar- fjarðar, Álftaness og Garðabæjar blasir önnur staða við. Langtíma- leigutekjur í Kópavogi námu 214 þúsund krónum en tekjur af Airbnb- útleigu voru 131 þúsund krónur. Í síðarnefndu bæjarfélögunum skil- uðu langtímaleigutekjur 214 þúsund krónum en Airbnb-leigan 173 þús- und krónum. Airbnb gef- ur enn af sér betri tekjur Airbnb Vinsælt útleigukerfi.  Reykjavík og Ak- ureyri skera sig úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.