Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Og hvað svo? Kvennafriið olli sannarlega vit- undarvakningu og sýndi samtaka- mátt kvenna. Um 90% íslenskra kvenna um allt land lögðu niður vinnu og skópu viðburð sem vakti heimsathygli og skipar nú sess í er- lendum yfirlitsritum um kvenna- sögu. Aftur á móti fannst sum- um baráttu- konum sem lítið hefði breyst. Eftir kvenna- frídaginn reynd- ist ekki vera jarð- vegur fyrir áframhaldandi þverpólitískri samvinnu þeirra kvennahreyfinga sem höfðu undirbúið og skipulagt viðburðinn og var samstarfinu því formlega slitið. Árið 1978 hélt Vil- borg Dagbjartsdóttir því fram að kvennafridagurinn hefði verið „geld- ing fyrir hreyfingarnar“ og í sama viðtali sagði önnur rauðsokka að hann hefði snúist „uppí hátíðarhöld og húllumhæ“, konur „fóru bara nið- ur í bæ með krakkana sína eins og þetta væri 17. júní. Það varð aldrei nein barátta úr þessu.“ En Vilborg hélt því fram að þótt dagurinn hefði verið „ómarkviss, máttlaus og eigin- lega bara skemmtiatriði“ hefði hann verið mikilvægur því hann hefði opn- að augu margra kvenna sem aldrei höfðu tekið þátt í félagslegri aðgerð, og það runnið upp fyrir þeim „að þær voru afl, þær voru margar, þær voru sterkar. Þær fundu að þær gátu staðið saman.“ Árið 1980 spurði Morgunblaðið nokkra einstaklinga hvað þeir hefðu gert á kvennafrídaginn og hvað hefði áunnist. Þar má sjá hvernig nokkrar „venjulegar“ konur upplifðu daginn og það sem á eftir kom. Sigríður Vil- hjálmsdóttir félagsfræðingur taldi kvennafríið hafa verið mikilvæga stundarvakningu, bæði fyrir ein- staka konur og kvenþjóðina í heild. Langtímaáhrifin hefðu þó látið á sér standa. Til marks um það hefði eng- in breyting orðið á hlut kvenna í tvennum alþingiskosningum sem fram fóru á þeim fimm árum sem lið- in voru. Þá væri verkaskipting kynjanna innan og utan heimilis að mestu óbreytt. Hún var þeirrar skoðunar að konur gætu ekki lengur firrt sig ábyrgð á mótun samfélag- ins. Þar taldi hún stjórnmálaflokk- ana mikilvægan vettvang og að hið þverpólitíska Kvenréttindafélag gæti þjónað sem lyftistöng. Unnur S. Ágústsdóttir, formaður Banda- lags kvenna í Reykjavík, sem fór á fundinn og bjóst ekki við neinni „opinberun“ orðaði upplifun sína með þessum hætti: Það kom rót á hug minn og margar kynslóðir formæðra minna vöknuðu í huga mínum. Hún móðir mín hafði ekki kosningarétt þegar hun eignaðist elstu börnin sín og ömmur mínar og langömmur … Við höfum hlotið jafn- rétti lögum samkvæmt og fögnum því, en aðeins í orði, ekki á borði … Látum nú reyna á hvort hugur fylgdi máli og komum fleiri – mörgum konum inná Alþingi og í sveitarstjórnir. Deilt hefur verið um þá ákvörðun að tala um kvennafrí frekar en kvennaverkfall og hvaða áhrif það hafði. Flestum ber saman um að þátttakan hefði aldrei orðið jafn víð- tæk ef talað hefði verið um „verk- fall“. Því hefur hins vegar verið haldið fram að með því að tala um „kvennafrí“ hafi broddurinn að ein- hverju leyti verið dreginn úr and- ófinu og viðburðinum breytt úr „femíniskri aðgerð í kvennaaðgerð.“ Þá vekur það athygli að fimm árum síðar töluðu lykilmanneskjur eins og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og El- ísabet Gunnarsdóttir, sem báðar áttu sæti í undirbúningshóp kvennafrídagsins, kinnroðalaust um „kvennaverkfall“ en ekki „kvennafrí“. Eitt af því sem kvennaár og kvennafrí leiddi af sér voru fyrstu íslensku jafnréttislögin, sem jafn- framt voru fyrstu jafnréttislögin á Norðurlöndum. Þau byggðu á lög- um um Jafnlaunaráð frá 1973. Til- gangur þeirra var að stuðla að jafn- rétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þýðingarmesta skref- ið í þá átt var að tryggja jafna mögu- leika kvenna og karla til atvinnu og menntunar og að kynin fengju sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Þá var kveðið á um að í skólum skyldi veita fræðslu um jafnrétti kvenna og karla. Lagt var bann við auglýs- ingum sem gáfu tilkynna mismun kynjanna, eða voru konum eða körl- um til lítilsvirðingar. Loks var kveð- ið á um tilurð og hlutverk Jafnréttis- ráðs, en það var formlega skipað í júlí 1976. Fyrstu jafnréttislögin voru kynhlutlaus og þau innihéldu ekki ákvæði sem heimiluðu jákvæða mismunun, ólíkt því sem varð á hin- um Norðurlöndunum þegar sam- bærileg lög voru sett. Varðandi langtímaáhrif kvenna- frídagsins hefur einnig verið bent á forsetaframboð og kjör Vigdísar Finnbogadóttur fimm árum seinna sem skilgetið afkvæmi þeirrar vit- undarvakningar og samstöðu sem þá skapaðist. Sko mömmu, hún hreinsaði til Áttundi áratugurinn var tími mik- illa breytinga – ekki síst í vitund kvenna um stöðu sína og réttindi og þær margvíslegu hindranir sem við blöstu á þeirri leið að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar. Í baráttunni fyrir þeirri vitundarvakningu var Rauð- sokkahreyfingin áberandi og ögr- andi í málflutningi sinum. Hún var hluti af nýju kvennahreyfingunni, alþjóðlegri réttindabaráttu kvenna sem spratt fram á sjöunda áratugi aldarinnar og var í mikilli sveiflu á þeim áttunda. Meginmarkmið Rauðsokkahreyfingarinnar var að vinna að fullkomnu jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum þjóð- félagsins. Til að svo mætti verða hvatti hún konur til að notfæra sér þau réttindi sem þær höfðu og vera virkari þátttakendur í þjóðfélaginu. Það hafði kvennahreyfingin í landinu raunar gert frá því um alda- mótin 1900, einkum þó frá og með stofnun Kvenréttindafélags Íslands árið 1907. Á það minnti Anna Sigurðardóttir eftirminnilega á fundi Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 þegar hún sagði ekkert nýtt koma þar fram nema hávaði og rauðir sokkar! Þó hafði Anna sjálf fáeinum árum fyrr hvatt ungar kon- ur í Kvenréttindafélaginu til dáða og meiri róttækni, Úurnar, sem nefnd- ar voru í síðasta kafla. Umræður um stöðu og hlutverk kvenna, uppeldi barna og hlut feðra í uppeldi og heimilishaldi fór sem fyrr fram á síðum kvennatímaritanna, ekki að- eins Forvitinnar rauðrar, heldur einnig 19. júní og Húsfreyjunnar. Þar var málflutningurinn tempraðri enda skoðanir kvenna skiptar. Hið pólitíska landslag breyttist þó hægt. Í fernum alþingiskosningum sem fram fóru á áttunda áratugnum voru ávallt einungis þrjár konur kjörnar. Þrátt fyrir kvennafæð á Al- þingi náðust í gegn nokkur mikil- væg mál sem tengdust stöðu kvenna. Ber þar að nefna lög um Jafnlaunaráð frá 1973, lög um fóstureyðingar frá 1975 og lög um jafnrétti og jafna stöðu kvenna og karla frá 1976, og stofnun Jafn- réttisráðs í kjölfarið. Þá varð mikil aukning í menntun og atvinnuþátttöku kvenna þótt launakjör þeirra og réttindi sætu á hakanum í skugga gamalla hug- mynda um karlkyns fyrirvinnur og konur sem íhlaupavinnukraft, sem voru kallaðar út þegar bjarga þurfti verðmætum en sendar heim þegar samdráttur varð. Mikilvægi áttunda áratugarins fólst í vitundarvakningunni sem rauðsokkur lögðu áherslu á. Þær unnu ekki innan kerfisins á sama hátt og kvennaframboðin gerðu síð- ar – en voru áhrifamiklar þegar kom að því að breyta umræðunni, breyta hugarfari, yta fram nýjum hug- myndum um fyrirkomulag hlutanna. Sonur einnar rauðsokkunnar dró þetta ágætlega saman: „Meðan við róttæklingarnir þóttumst vera að breyta heiminum þá gerðu mömmur okkar það án þess að við tækjum eftir því.“ (Tilvísunum er sleppt.) Kvennafrí – og hvað svo? Bókarkafli | Í bókinni Konur sem kjósa: Aldarsaga fjalla Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Titillinn vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélagið allt. Kvennafrí Eftir kvennafrídaginn 24 nóvember 1985 spunnust umræður um það meðal baráttukvenna hvort dagurinn hefði skilað einhverju áþreifanlegu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.