Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 54
FRAKKLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Það er búið að vera draumatímabil hjá mér þetta fyrsta atvinnumanna- tímabil,“ sagði Kristján Örn Krist- jánsson, oftast kallaður Donni, í samtali við Morgunblaðið. Kristján, sem fagnar 23 ára afmælinu sínu á morgun, jóladag, hefur leikið afar vel með Pays d’Aix í efstu deild Frakklands í handbolta á leiktíðinni, en hann kom til félagsins fyrir tíma- bilið frá ÍBV. Fjölnismaðurinn er markahæstur hjá sínu liði með 45 mörk í 10 leikjum í frönsku deild- inni. Hann átti ekki erfitt með að að- lagast því að spila í einni sterkustu deild Evrópu. „Nei, svo sem ekki. Það var eigin- lega erfiðara að aðlagast æfingunum sem eru erfiðari og fleiri en maður vanur. Það er æft mun oftar og leng- ur en á Íslandi. Þegar maður fer í leiki gerir maður það sem maður kann og það hefur gengið svona ljómandi vel,“ sagði Donni. Hann viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart á köflum á leiktíðinni, en hann skoraði sjö mörk strax í fyrsta leik á móti Paris SG, sem hefur ver- ið með mikla yfirburði í frönskum handbolta síðustu ár. „Ég átti aldrei von á að ég myndi skora sjö mörk á móti PSG þar sem ég var að spila á móti gæjum sem spiluðu með Frökkum þegar Ísland fékk silfrið á Ólympíuleikunum og ég hef lengi lit- ið upp til. Mesta stressið var í upp- hitun þegar ég horfði yfir völlinn og sá leikmenn eins og Mikkel Hansen og Nikola Karabatic og ég spurði sjálfan mig hvað ég væri að gera hérna. Um leið og leikurinn byrjaði fór þetta og maður gleymir sér í leiknum. Við töpuðum leiknum en áttum séns á að vinna þá. Þetta var mikil reynsla.“ Donni, sem er uppalinn hjá Fjölni, telur sig hafa bætt sig á þeim örfáu mánuðum sem hann hefur spilað sem atvinnumaður. „Maður er alltaf að takast á við nýjar áskoranir og það var stór áskorun að fara í deild sem er að mínu mati önnur af tveimur sterk- ustu deildum Evrópu ásamt þeirri þýsku. Það gekk vel að aðlagast hraðanum og styrknum sem er í þessari deild og það dregur mann áfram og bætir mann,“ sagði hann. Níu sigurleikir í röð Eftir tapið á móti PSG í fyrsta leik hefur Aix farið í magnaða sig- urgöngu og unnið alla níu leiki sína. Fyrir vikið er liðið í þriðja sæti með 18 stig, eins og Montpellier en með leik til góða. PSG hefur leikið þrem- ur leikjum meira en Aix og er í topp- sætinu með 26 stig, fullt hús stiga. Fjölnismaðurinn viðurkennir að fáir hjá Aix hafi átt von á jafn góðu gengi, en hann hrósaði markverð- inum Wesley Pardin og þjálfaranum Thierry Anti sérstaklega. „Við áttum aldrei von á þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið nær svona góðum árangri. Aix hefur mest unnið fimm leiki í röð. Við er- um með sex nýja leikmenn og allt annað lið. Helmingur leikmannanna sem spiluðu á síðustu leiktíð er far- inn og þetta var ekki eitthvað sem við bjuggumst við. Við erum með frábæran markvörð sem er ekki hægt að líta fram hjá. Hann er búinn að vera langbesti markvörður deild- arinnar. Þjálfarinn er líka rosalega góður, hann Thierry Anti, hann kemur með mikla fagmennsku í þetta og kann allt saman upp á 100. Hann er búinn að vera fljótur að setja saman nýtt lið og hann er góð- ur í að nýta bekkinn. Þetta eru ekki bara sjö leikmenn, heldur allur leik- mannahópurinn sem er í þessu sam- an. Ég er sjálfur búinn að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu. Ég var ekki byrjunarliðsmaður alveg fyrst en ég er búinn að sanna fyrir þjálf- aranum að ég ráði við að byrja leik- ina. Ég hef verið í byrjunarliðinu síðustu vikur,“ sagði Kristján. Nýt borgarinnar á næsta ári Aix er falleg borg í Suður- Frakklandi, en því miður fyrir Kristján hefur hann lítið getað notið hennar vegna heimsfaraldurs. „Því miður er þetta Covid-ástand og því hef ég ekki séð borgina af neinu viti. Ég er hérna með kærustunni og við erum búin að búa hérna saman í fimm mánuði. Þetta er rosalega fal- leg borg og ég er mjög ánægður með staðsetninguna. Það er stutt í sjóinn og stutt í Marseille en út af Covid hef ég lítið farið annað en út í matarbúðina. Það kom smá lægð í faraldrinum snemma á tímabilinu og þá gat maður aðeins fengið að skoða en ég er spenntur að fá að njóta borgarinnar í botn á næsta ári von- andi,“ sagði Donni. Eyjar skref til atvinnumennsku Skyttan er uppalin hjá Fjölni en Kristján lék í tvö ár með ÍBV áður en hann hélt í atvinnumennsku. Hann segir tímann í Vestmanna- eyjum hafa hjálpað sér að aðlagast lífinu fljótt í ókunnugu landi. „Að vera í Vestmannaeyjum hjálpaði mér að verða tilbúinn í at- vinnumennskuna. Ég tók það skref til að prófa að flytja út frá foreldr- unum, búa einn og spila handbolta. Þótt ég hafi líka klárað stúdentinn þar og unnið, þá undirbjó það mig vel undir að fara í atvinnumennsku. Þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér, þar sem ég upplifði þetta að ein- hverju leyti í Vestmannaeyjum.“ Missti af leik vegna mistaka Kristján Örn var valinn í lands- liðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í undankeppni HM í byrjun síðasta mánaðar. Hann komst hins vegar ekki til landsins þar sem hann þurfti að fara í sóttkví í Frakklandi. Það reyndist síðan enn meira svekkjandi síðar meir, þar sem um mistök var að ræða. „Ég átti að vera í hópnum en svo fékk ég fréttir um að markvörðurinn okkar væri smit- aður. Ég hafði æft með honum og mátti því ekki fara í hópinn þar sem ég þurfti að fara í sóttkví. Mánuði seinna fékk ég að vita að þetta hefði verið ranglega greint smit, en við misstum báðir af landsleikjum vegna þessa, það var leiðinlegt,“ sagði hann. Bjartsýnn fyrir HM Donni er í 21 manns landsliðshópi Íslands fyrir HM í Egyptalandi, en aðeins 20 leikmenn verða í loka- hópnum. Hann er bjartsýnn á að fara á sitt fyrsta stórmót í byrjun næsta árs. „Ég myndi segja það. Mér finnst ég hafa tekið rétt skref í átt að því að eiga skilið að vera í þessum hóp. Það virðast allar hægri skyttur Íslands vera að toppa á sama tíma svo þetta verður áhuga- vert. Við eigum allir skilið að vera í þessum hópi og ég öfunda Guðmund alls ekki að þurfa að velja,“ sagði Kristján Örn. Auk Kristjáns munu Alexander Petersson, Viggó Krist- jánsson og Ómar Ingi Magnússon berjast um skyttustöðuna hægra megin, en Viggó er markahæsti leik- maður þýsku 1. deildarinnar og Óm- ar Ingi í 5. sæti yfir markahæstu menn í sömu deild. Spurði sjálfan mig hvað ég væri að gera hérna  Kristján Örn Kristjánsson hefur fengið óskabyrjun með Aix í Frakklandi Ljósmynd/paysdaixhandball Aix Kristján Örn Kristjánsson hefur farið mjög vel af stað í atvinnumennskunni í Frakklandi. Hann er í sextánda sæti yfir markahæstu menn deildarinnar og Aix hefur komið skemmtilega á óvart og unnið níu leiki í röð. 54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Everton – Manchester United ............. (0:0)  Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton.  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport. Stoke – Tottenham................................... 1:3  Brentford og Manchester City höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Ítalía C-deild: Padova – Modena..................................... 0:1  Emil Hallfreðsson lék fyrri hálfleikinn með Padova sem er efst í sínum riðli deild- arinnar. Holland AZ Alkmaar – Vitesse............................. 3:1  Albert Guðmundsson var ónotaður vara- maður hjá AZ Alkmaar. Katar Al-Kharitiyath – Al-Arabi ...................... 1:3  Aron Einar Gunnarsson skoraði þriðja mark Al-Arabi af eigin vallarhelmingi og Heimir Hallgrímsson skipti honum af velli á 90. mínútu.  Þýskaland Kiel – RN Löwen ................................. 32:23  Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað. Hannover-Burgdorf – Lemgo............ 31:23  Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk fyr- ir Lemgo. Bergischer – Essen ............................. 35:29  Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhanns- son skoraði ekki. Nordhorn – Balingen.......................... 29:27  Oddur Gretarsson skoraði átta mörk fyr- ir Balingen. Staða efstu liða: Flensburg 23, Kiel 23, Rhein-Neckar Löw- en 21, Füchse Berlín 19, Magdeburg 17, Leipzig 17, Göppingen 15, Stuttgart 15. B-deild: Bietigheim – Rimpar........................... 25:24  Aron Rafn Eðvarðsson varði níu skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Aue – Fürstenfeldbrück ..................... 26:27  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði sex skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. Sviss Pfadi Winterthur – Kadetten............. 32:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadet- ten Schaffhausen.  Efstu lið: Pfadi Winterthur 26, Kriens 25, Kadetten 24, St. Gallen 24.   LeBron James fór meiddur af velli átta mínútum fyrir leikslok þegar meistarar LA Lakers biðu lægri hlut fyrir grönnum sínum í LA Clip- pers, 109:116, á fyrsta leikdegi NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. James var stigahæstur hjá Lakers með 22 stig og sagði eft- ir leik að hann reiknaði með að ná næsta leik sem er gegn Dallas ann- að kvöld. Paul George skoraði 33 stig fyrir Clippers. Þá skoraði Ky- rie Irving 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann Golden State 125:99 í hinum leik næturinnar. Sá besti strax meiddur af velli AFP NBA LeBron James skorar fyrir Lakers gegn Clippers í fyrsta leik. Knattspyrnukonan Sólveig Jóhann- esdóttir Larsen er gengin til liðs við Val frá Breiðabliki og hefur samið við Hlíðarendafélagið til tveggja ára. Sólveig er tvítug að aldri, leik- ur sem kantmaður og á að baki 44 leiki í efstu deild, þar af 35 með Breiðabliki, en hina með Fylki og HK/Víkingi. Hún var á láni hjá Fylki síðasta sumar og spilaði að- eins fyrstu fjóra leiki liðsins vegna náms erlendis og skoraði eitt mark, gegn Val í jafnteflisleik liðanna á Hlíðarenda. Þá á Sólveig að baki 32 leiki með yngri landsliðum Íslands. Sólveig komin á Hlíðarenda Ljósmynd/Valur Valur Sólveig Jóhannesdóttir Larsen samdi til tveggja ára.  Knattspyrnumennirnir Thiago, James Milner og Xherdan Shaqiri voru allir mættir á æfingu Englands- meistara Liverpool í gærmorgun en þeir hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur. Thiago lék síðast með Liverpool um miðjan október og Mil- ner og Shaqiri hafa verið frá síðan í nóvember. Þetta eru góðar fréttir fyrir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðs- ins, en Liverpool mætir WBA 27. des- ember, Newcastle 30. desember og loks Southampton 4. janúar í jóla- og nýárstörn ensku úrvalsdeildarinnar.  Knattspyrnukonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur framlengt samn- ing sinn við Breiðablik til næstu þriggja ára en Hafrún lék alla fimmtán leiki Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir að keppni var hætt í lok október. Hafrún, sem er átján ára gömul, gekk til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil en hún á að baki 15 leiki í efstu deild og alls 65 leiki í meistaraflokki þar sem hún hefur skorað 14 mörk. Eitt ogannað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.