Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Við gleymum því oft í sókn okkar eftir auði og öryggi hvernig við getum lifað í gleði frá degi til dags. Gerðu þitt besta í stöðunni og láttu það fréttast að þú sért tilbúinn í hvað sem er. 20. apríl - 20. maí  Naut Geta þín til þess að einbeita þér og nema er með mesta móti. Hvatvísar gjörð- ir eru þér ekki í hag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt samvinna með öðrum sé ekki alltaf auðveld ertu tilneyddur til að halda það út. Fyrr eða síðar kemur þinn tími, það er bara að bíða þolinmóður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að ráða sérfræðing til að hjálpa þér á þeim sviðum sem þú veist lít- ið um. Umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig og þér mun því líða betur þegar allt er í röð og reglu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst erfitt að skipta tímanum á milli heimilis og vinnu en þarft engu að kvíða því þú hefur nóg þrek. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri góð hugmynd að slípa til vinnuaðferðir þínar. Endurskoðaðu mál- flutning þinn og æfðu þig svo á góðum vini. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt koma öðrum á óvart í dag og sýna ákveðni og festu eins og þér er ein- um lagið. Ekki tefla á tæpasta vað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér. Vertu þolinmóður og gefðu hverjum og einum þann tíma sem hann þarf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ætlar á annað borð að eiga við vandamál að stríða, hafðu það þá áhugavert. 22. des. - 19. janúar Steingeit Svo virðist sem ákveðinn per- sóna eigi erfitt með að þiggja aðstoð þína og þakka fyrir sig. Auðveldasta leiðin til að fá fólk til að gera það sem þú vilt, er að skilja fyrst hvað það vill. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að gera það sem maður þarf svo maður geti gert það sem maður vill er algengt viðkvæði. Erfiðisvinna er til einsk- is ef hún stuðlar ekki að betri lífsgæðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þig fram um að nota fjár- muni þína og vina þinna og skipulagshæfi- leika þína í þágu fólksins í kringum þig. 30 ára Þuríður Sóley ólst upp fyrstu níu ár- in á Húsavík en síðan í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er markaðs- fulltrúi og verk- efnastjóri hjá Klifur- húsinu og er að ljúka meistaranámi í ritlist núna í vor. Helstu áhugamálin eru klifur, útivist, elda- mennska og bókmenntir. Maki: Hilmir Þór Sifjarson, f. 1988, raf- eindavirki. Bónusdóttir: Þórunn Hilmisdóttir, f. 2008. Foreldrar: Sigurður Gunnar Sigurðsson, frá Húsavík, f. 1963, bifvélavirki og Halla B. Þorkelsson, f. 1962, frá Akureyri, heimavinnandi. Þau búa í Reykjavík. Þuríður Sóley Sigurðardóttir 30 ára Anton, sem er alltaf kallaður Toni, er rafvirki og ólst upp í Njarðvík og býr í hjáleig- unni. Helstu áhuga- málin eru íþróttir, fjöl- skylda og vinir. Ætli afmælið hafi týnst í jóla- stússinu? „Stundum fékk ég eina stóra gjöf eða margar litlar á aðfangadag, en oft fékk ég afmælisgjöfina um morguninn.“ Maki: Selma Rut Orberg, f. 1993, vinnur hjá DHL. Börn: Emma Líf, f. 2014 og Sonja Sól, f. 2020. Foreldrar: Védís Hlín Guðmundsdóttir, f. 1972, aðstoðarverslunarstjóri á Subway, og Páll Antonsson, f. 1969, rekur Mount- ain Explorer. Anton Hafþór Pálsson Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Alhliða Ræsting Öflugt gæðaeftirlit og góð þjónusta ar 2006, og hún varð alveg gífurlega vinsæl og er núna árlegur viðburður. Frá 2008 hefur Grillhúsið selt ham- borgarann Kraftaklerk, sem er bara seldur þennan eina dag á ári og kost- ar um 2.000 krónur. Bifhjólasam- tökin Sniglarnir leggja 2.000 kr. með hverjum borgara svo 4.000 kr. fara beint til Grensásdeildinnar fyrir hvern seldan borgara.“ Mótorhjólamessan hefur hlotið at- hygli í Bandaríkjunum. „Ég var með prestsefni frá Bandaríkjunum og þau gegnir því embætti enn. Sóknin var sameinuð Hjallaprestakalli núna í nóvember og sinna nú fjórir prestar þessu sameinaða prestakalli. Gunnar er þekktur fyrir að vera sérstakur og skemmtilegur karakter og litríkari en margir kollegar hans í stéttinni. Hann stundar lyftingar af kappi, keyrir um á mótorhjóli og kú- rekahatturinn er sjaldnast langt undan. „Ég bauð upp á fyrstu mótor- hjólamessuna í Digraneskirkju árið G unnar Sigurjónsson fæddist í Reykjavík á aðfangadag jóla árið 1960. „Ég var skírður í höfuðið á móðurafa mínum, sem var verkstjóri hjá Hita- veitunni, og hef alltaf verið mjög stoltur af því enda alnafnar. For- eldrar mínir voru mjög ungir og ég var mikið hjá afa og ömmu. Þegar afi var að kynna mig sagði hann: „Þetta er Gunnar Sigurjónsson, sonur minn,“ og sleppti bara úr heilli kyn- slóð.“ Gunnar fór í MR í eðlisfræðideild og útskrifaðist 1981. Þá ætlaði hann að fara í rafeindavirkjun og var ekk- ert á leiðinni í guðfræði. „Ég ólst upp við trú, en pabbi er einlægur trúmað- ur og hann kenndi mér bænirnar og talaði um trúna við mig sem barn.“ Þegar áfall varð í fjölskyldunni gerði Gunnar samning við guð og lofaði að fara í guðfræðideildina. „Guð stóð við sinn hluta svo mér var ekki til set- unnar boðið að fara í deildina. En svo bara heillaðist ég af guðfræðinni og útskrifaðist sem cand.theol. 1988.“ Gunnar kynntist eiginkonu sinni, Þóru, á háskólaárunum og þau giftu sig 1986. „Konan var í landfræði og lauk BS-prófi með jarðfræði sem aukagrein. Leiðin lá svo í við- skiptafræði, síðar í MBA í HÍ og University of Dubuque. Hún er eins og Bjarnfreðarson, með fimm há- skólagráður.“ Gunnar var vígður til prests strax sumarið eftir útskrift og ungu hjónin fóru um haustið til Skeggjastaða á Bakkafirði, en þá voru um 130 manns í sókninni. Hann var prestur á Skeggjastöðum frá 1988 til 1995. Gunnar leysti af á Vopnafirði í tvö ár og var stundum á Þórshöfn líka. „Þessi söfnuður tók alveg afskaplega vel á móti okkur og þarna á ég vini til lífstíðar. Okkur leið alveg afskaplega vel þarna og börnin verða til á Bakkafirði. Útiveran og útivistin gjörsamlega heilluðu mig og fyrir borgarbarn að fara á vélsleða inn á heiðar að veiða var alveg magnað. Alltaf ef ég hugsa um veiðar er ég kominn austur í huganum.“ Í ágúst 1995 var Gunnar skipaður sóknarprestur í Digranessókn og fóru að segja frá þessu heima og svo var mér boðið að koma til að setja upp mótorhjólamessu í Pennsylvaníu, sem sló alveg í gegn og þeir reyndu að fá mig til að vera í ár til að setja upp messur víðar, en ég er að þjóna hér í Digranesinu svo það varð ekki úr. En sem dæmi um vinsældirnar er mótor- hjólaklúbburinn The Least of Saints búinn að stofna kirkju í kringum þetta. Þetta er í raun arfleifð sem enginn á Íslandi veit af.“ Auk tengsla við áhugasamar kirkjur um mótorhjólamessurnar flytur Gunnar reglulega fyrirlestra í Bandaríkj- unum og hefur farið allmargar aka- demíuferðir með guðfræðinga og leik- menn á ráðstefnu í Wartburg Seminary í Dubuque í Iowa, þar sem hann var í framhaldsnámi 2006. „Ég kem þangað að segja má einu sinni á ári.“ Gunnar er mjög handlaginn og ger- ir við sína bíla og hjól sjálfur. „Ég er mikill áhugamaður um veiðar, mót- orhjól, fornbíla og kraftlyftingar. „Ég tók titilinn sterkasti prestur heims árið 2004 og varði þann titil 2008. Þetta byrjaði þannig að ég heyrði af presti í Bosníu sem hafði tekið þennan titil og félagar mínir hvöttu mig til að skora á hann, sem ég gerði og keppnin var haldin í íþrótta- húsinu í Digranesi af Nautilus og lög- Gunnar Sigurjónsson prestur í Digranesi – 60 ára Kenýa Hér er Gunnar með séra Edwin, presti í Kenýa, en Gunnar stóð fyrir söfnun fyrir mótorhjóli svo presturinn gæti farið og þjónað sóknarbörnunum. Kraftaklerkur á mótorhjóli Fjölskyldan Uppáklædd fyrir afmæli. Tengdasonurinn, Jón, er úr Brave- heart í skotapilsi, Anna Margrét er Lara Croft, Þóra er klædd upp eins og Miranda í The Devil Wears Prada og Gunnar eins og Rooster í True Grit. Stolt augnablik Hér er Gunnar við vígslu séra Helgu Kolbeinsdóttur í Skálholti 2019, en hún byrjaði sem æskulýðsfulltrúi í Digranesi. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Leó Snær Olsen fæddist 13. febrúar 2020 kl. 0.20. Hann vó 13 merkur og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Friðrik Snær Karvelsson og Bryndís María Olsen. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.