Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Á árinu 2020, sem nú er að renna sitt skeið, hefur heimurinn tekið meiri breytingum en dæmi eru um á síðari tímum. Kórónuveiru- faraldurinn, sem fyrst fréttist af í byrjun árs- ins, hefur yfirskyggt allt og af hans völdum hefur efnahagur ríkja hrunið, alþjóðlegar sam- göngur nánast lagst af, milljarðar manna hafa neyðst til að einangra sig á heimilum sínum og hundruð milljóna hafa misst atvinnu sína. Á árinu hafa að minnsta kosti 78 milljónir manna fengið sjúkdóminn Covid-19, sem kórónu- veiran veldur, og yfir 1,7 milljónir hafa látist af völdum hans. Þótt kórónuveirufaraldurinn sé ekki sá mannskæðasti sem gengið hefur yfir heiminn hefur hann haft áhrif á líf nánast allra jarðarbúa. Nú er hafin bólusetning gegn veirunni og vonir standa til að á næsta ári takist að vinna bug á faraldrinum þótt sérfræðingar vari raunar við, að það kunni að taka langan tíma að byggja upp hjarðónæmi. Þá ríkir óvissa um hvernig ganga muni að endurreisa efnahag ríkja, hvenær almenningur taki á ný að ferðast og hvenær raunhæft verði að halda fjölmennar samkomur, íþrótta- eða listviðburði. Það er að minnsta kosti líklegt, að faraldurinn hafi var- anleg áhrif á lifnaðarhætti fólks, alþjóðleg við- skipti og valdajafnvægi. En ýmislegt annað hefur gerst í heiminum á árinu sem er að líða. Hér að ofan er með aðstoð AFP-fréttastofunnar stiklað á stóru um mál, sem komust í heimsfréttirnar. gummi@mbl.is Heimildir: AFP Photos/Armenska varnarmálaráðuneytið/Instagram-reikningur @navalny / Brunavarnir Queensland/NASA TV 2020 KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR BREXITValdarání Malí Eitrað fyrir Navalní Stjórnmálakreppa í Hvíta-Rússlandi EÞ�: Á  T � BIDEN SIGRAR Í BANDARÍSKU FORSETAKOSNINGUNUM Stiklað á stóru SAF, Barein, Súdan, Marokkó taka upp stjórnmála- samband við Ísrael SPACEX FLYTUR GEIMFARA FYRIR NASA Gróðureldar Stríðsátök í Nagornó-Karabak L    � � �  H K MARADONA LÉST EÞÍÓPÍA 11. janúar tilkynntu Kínverjar um fyrsta dauðsfallið af völdum nýrrar kórónuveiru. 11 mars lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin yfir heimsfaraldri en þá hafði veiran breiðst út til flestra landa heims með gífurlegum heilsufarslegum og efnahagslegum afleiðingum Dansha, 25. nóvember Í nóvember sakaði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, TPLF, Frelsisflokk Tigray, um að hafa ráðist á herstöðvar ríkishersins. Því hefur TPLF neitað. Stjórn- völd í Addis Ababa hófu í kjölfarið hernaðaraðgerðir í Tigray HVÍTA-RÚSSLAND Minsk, 27. september Víðtæk og stöðug mótmæli hafa verið í Hvíta-Rússlandi síðan því var lýst yfir í ágúst, að Alexander Lukashenkó hefði verð endurkjörinn forseti landsins og yrði forseti sjötta kjörtímabilið í röð BANDARÍKIN Alþjóðlega geimstöðin, 31. maí MALÍ Bamako, 21. ágúst HONG KONG Hong Kong, 23. nóvember BANDARÍKIN/HEIMURINN SpaceX varð í lok apríl fyrsta einkafyrirtækið sem flutti geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Eftir margra mánaða ókyrrð í Malí frömdu herforingjar valdarán 18. ágúst og steyptu Ibrahim Boubacar Keita forseta af stóli. Bráðabirgðastjórn var mynduð og er hlutverk hennar að endurreisa lýðræði í landinu. Eftir söguleg mótmæli settu stjórnvöld í Peking víðtæk öryggislög í borginni. Þrír ungir og þekktir leiðtogar lýðræðis- sinna voru fangelsaðir í desember fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum BREXIT London, 24. nóvember Aðlögunartímabili vegna útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu lýkur 31. desember en Bretland yfirgaf sambandið formlega 1. febrúar á þessu ári George Floyd, svartur Bandaríkja- maður, lést í Minneapolis 25. maí eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyds í nærri níu mínútur. Dauði Floyds varð kveikjan að mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víða um heim undir slagorðinu Black Lives Matter BANDARÍKIN Mynd:Wilmington, 7. nóvember Fjórum dögum eftir forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum varð ljóst að Joe Biden hefði tryggt sér nægilega marga kjörmenn til sigurs. Donald Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi verið stundað og hann hefur ekki enn viðurkennt ósigur NAGORNÓ-KARABAK Nagorno-Karabak, 28. september Átök brutust út 27. september milli hers Aserbaídjans og armenskra aðskilnaðarsinna í héraðinu Nagornó-Karabak. Eftir sex vikna hernað þar sem yfir fjögur þúsund týndu lífi náðist samkomulag um vopnahlé þar sem Armenar afsöluðu sér tilkalli til þriggja lykilsvæða RÚSSLAND-ÞÝSKALAND Berlín, sjúkrahús 15. september LÍBANON Beirút, höfnin 4. ágúst SAF-BAREIN-SÚDAN- MAROKKÓ-ÍSRAEL Hvíta húsið, 15. september BANDARÍKIN Kalifornía, 9. september ARGENTÍNA Alexei Navalní, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Rússlandi, var lagður inn á sjúkrahús 20. ágúst og síðan fluttur til Þýskalands þar sem læknar sögðu að eitrað hefði verið fyrir honummeð taugaeitrinu novistjok. Navalní sakaði Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa fyrirskipað árásina Tvær miklar sprengingar urðu í höfninni í Beirút í Líbanon þegar mikið magn af ammoníum nítrati sprakk. Yfir 200 létu lífið og þúsundir slösuðust Sameinuðu arabísku fursta- dæmin og Barein skrifuðu undir samkomulag, sem Bandaríkja- stjórn hafði milligöngu um að taka upp eðlilegt stjórnmála- samband við Ísrael. Palestínu- menn líktu samkomulaginu við hnífsstungu í bakið. Súdan og Marokkó áforma einnig að taka upp samskipti við Ísrael Gróðureldar geisuðu í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna í september. Hitamet féll þegar hiti mældist 54,4°C í Dauðadal í Kaliforníu ummiðjan ágúst Argentínski knattspyrnu- maðurinn Diego Maradona lést 25. nóvember af völdum hjartaáfalls, sextugur að aldri. Hann var jarðsettur daginn eftir í útjaðri Buenos Aires Buenos Aires, 25. nóvember HEIMURINN Sprengingar í Beirút Árið 2020 stefnir í að vera eitt af þremur heitustu árum sem sögur fara af samkvæmt skráningu Veðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna Gróðureldar á Fraser-eyju í Ástralíu 29. nóvember HEIMURINN AFGANISTAN-BANDARÍKIN Bandaríkin og Afganistan skrifuðu undir sögulegan friðarsamning 29. febrúar í Doha og sköpuðu með því grundvöll til að flytja bandarískt herlið heim frá Afganistan eftir nærri tveggja áratuga hernað Doha, 29. febrúar Friðarsamkomulag Bandaríkjanna og Afganistans Hitamet Myndir: Wuhan (Kína) 31. janúar; NewYork (Bandaríkjunum) 17. maí; Rio de Janeiro (Brasilíu) 13. júní D� G   F   Minneapolis, 5. júní Nýjustu tölur: +78 milljónir tilfella, +1,7 milljónir dauðsfalla Ár kórónuveirunnar er að renna sitt skeið á enda Samningamenn Breta og Evrópu- sambandsins voru komnir á fremsta hlunn með að semja um fiskveiði- og samkeppnismál vegna útgöngu Breta úr ESB þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Um áramót lýkur aðlögunartíma- bili Breta sem ákveðið var í lok jan- úar á þessu ári að myndi gilda til 31. des nk. Ef samningar verða gerðir fyrir þann tíma tekst samningsaðilum að koma í veg fyrir efnahagslegar af- leiðingar sem fyrirséðar voru ef að- lögunartímabilinu lyki án sam- komulags, samkvæmt frétt AFP. Embættismaður Evrópusam- bandsins sagði við BBC að of snemmt væri að tala um samning en nú væri komið að úrslitastund. Þessi tíðindi höfðu áhrif á gengi sterlingspundsins sem hækkaði um tæplega eitt og hálft prósent gagn- vart dollar. Úrslitastund í brexit-viðræðum BRETLAND OG ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.