Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 22

Morgunblaðið - 24.12.2020, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2020 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Gefðu dekurgj öf um jóli n Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki er að sjá að sú stefna Reykja- víkurborgar að minnka umfang olíu- birgðastöðvarinnar í Örfirisey um 50% á næstu fimm árum gangi upp, sé mið tekið af nýrri samþykkt stjórnar Faxaflóahafna. Á fundi borgarráðs 7. maí 2019 var samþykkt tillaga borgarstjóra þess efnis að herða á því markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Á grundvelli þeirrar að- ferðafræði og samningsmarkmiða sem lágu fyrir verði stefnt að því að það markmið náist fyrir árið 2025 en ekki árið 2030 eins og segir í að- gerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum. Samhliða verði teknar upp við- ræður um að umfang olíubirgða- stöðvarinnar í Örfirisey minnki með tímanum og markmiðið verði að um- fang hennar verði helmingi minna en nú er, eigi síðar en árið 2025. Stjórn Faxaflóahafna kom saman til fundar 26. nóvember 2020 til að fjalla um Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Í umsögn stjórnarinnar segir m.a. að Faxaflóahafnir geri ekki athugasemdir við að olíustöðin í Örfirisey verði lögð af fyrir lok gild- istíma aðalskipulags en bendi þó á að sú tímalína kunni að vera óraunhæf. „Spá Orkuspárnefndar (ágúst 2019) gerir ráð fyrir að notkun á kol- efnaeldsneyti minnki um 27% á ár- unum frá 2020 til 2040. Notkun á líf- eldsneyti hefur hins vegar aukist og er í dag um 8% af gegnumstreymi ol- íustöðvarinnar og fer vaxandi. Heild- armagn fer minnkandi en tegundum fer fjölgandi svo nettóáhrifin verða ekki veruleg og áframhaldandi þörf er á sama geymafjölda. Samkvæmt áhættumati ráðgjafastofunnar Cowi, árið 2007, var niðurstaðan sú að hag- stæðasti kosturinn væri sá að olíu- stöðin yrði áfram í Örfirisey,“ segir meðal annars í umsögninni. Þá bendir stjórnin á að lóðaleigu- samningur við Olíudreifingu sé í gildi til ársins 2036 og gera Faxaflóahafn- ir ráð fyrir að hann verði fram- lengdur. Hins vegar styðji Faxaflóa- hafnir við frumkvæði til að bregðast við þróun í loftslagsmálum og breyt- ingar sem mögulega þarf að gera þar að lútandi. Olíugeymarnir áfram í Örfirisey  Borgin vill minnka umfang olíubirgðastöðvar  Faxaflóahafnir telja að þörf sé á óbreyttum fjölda Morgunblaðið/Ómar Örfirisey Olíubirgðir hafa verið geymdar þarna allt frá árinu 1950 þegar Olíufélagið hóf að byggja olíugeyma á svæðinu. Olíuskipin leggjast að Eyjagarði, sem byggður var við stöðina í Örfirisey. „Í stað gleði og tilhlökkunar í að- draganda jóla þá er það einmitt þessi tími sem veldur hvað mestum kvíða, áhyggjum og einsemd hjá okkar viðkvæmasta hópi í samfélag- inu. Það er bæði mikilvægt og ánægjulegt að geta stutt ein- staklinga og fjölskyldur sem á þurfa að halda með þessum hætti,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, en í gær var tilkynnt að hann muni úthluta sam- tals 20 milljónum króna í styrki til hjálparsamtaka. Umrædd samtök styðja við viðkvæma hópa í sam- félaginu um land allt, einkum með matarúthlutunum og ráðgjöf. Það eru alls níu hjálparsamtök sem fá styrk til þess að geta stutt enn betur við sína skjólstæðinga; Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og Akranesi, Fjölskyldu- hjálp Íslands og Kaffistofa Sam- hjálpar. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum kórónuveirufaraldurs- ins og er beint sérstaklega að þeim sem búa við fátækt. Mikil aukning hefur orðið á beiðn- um um aðstoð í ár af völdum kórónu- veirunnar, ekki síst nú í aðdraganda jóla. Framlag Ásmundur Einar hefur út- hlutað 20 milljónum í hjálparstarf. 20 milljónir til hjálpar- samtaka  Ásmundur í jóla- skapi  Mikil þörf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.