Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í fyrstu sendingunni af bóluefninu frá BioN- Tech og Pfizer voru 9.750 skammtar og hægt að bólusetja 4.875 manns. Helming- urinn er geymdur til seinni bólusetningar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningarinnar. Hann sagði að Sóttvarnastofnun Evrópu og fleiri hafi lagt upp verklag varðandi forgangsröðun bólu- setninga gegn kórónuveirunni. „Áhrifaríkasta leiðin, á meðan við höfum ekki mikið bóluefni, er í fyrsta lagi að bólu- setja heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mestri hættu á að geta fengið Covid-19,“ sagði Þór- ólfur. Það á við um þá sem vinna á gjör- gæslu og Covid-deildum sjúkrahúsanna. Al- mennt er talið áhrifaríkt að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn til að vernda þá og forða því að þeir beri smit inn á stofnanir. Á meðan framboð af bóluefni er takmark- að verður einnig lögð áhersla á að bólusetja elsta fólkið sem fer hvað verst út úr Co- vid-19. Í lok mars á að vera komið bóluefni frá Pfizer fyrir 21.000 manns. Lögð verður áhersla á að bólusetja 70 ára og eldri. Í þeim hópi er rúmlega 71.000. Líklega verður byrj- að á þeim elstu og svo eftir lækkandi aldri. Í samningum sem gerðir hafa verið við framleiðendur bóluefna er kveðið á um heildarmagn sem Ísland fær. Þórólfur sagði að framleiðendur muni ekki leggja fram dreifingaráætlanir fyrr en að fengnu mark- aðsleyfi. Hann sagði að reynslan frá 2009 varðandi bóluefni gegn svínaflensu hafi sýnt að margt geti raskað afhendingaráætlunum. Forgangsröðin ákveðin Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti 27. nóvember reglugerð um for- gangsröðun við bólusetningu vegna Co- vid-19. Heimilt er að víkja frá henni. Um 1.000 manns í forgangshópi 1 voru bólusettir. Í honum eru framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu m.a. þeir sem starfa á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum Land- spítala (LSH) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Auk þeirra voru bólusettir um 600 úr forgangshópi 2. Í honum eru heilbrigð- isstarfsmenn sem starfa á Covid-19- göngudeild og legudeild LSH og sambæri- legum deildum SAK, þeir sem taka sýni vegna gruns um Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Einnig voru bólusettir 2.949 heimilismenn á hjúkrunar- og dvalarheimilum í forgangs- hópi 3. Af þeim voru 1.704 á höfuðborg- arsvæðinu og 1.245 úti á landi. Að auki aldr- aðir sem eru í sérstökum úrræðum tengdum hjúkrunarheimilum. Í forgangshópi 4 eru sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, starfsmenn Landhelg- isgæslunnar, slökkviliðsmenn, fangaverðir og lögreglumenn sem sinna útköllum. Í hópi 5 eru aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti og í hópi 6 eru einstaklingar 60 ára og eldri. Fólk með undirliggjandi langvinna sjúk- dóma sem er í áhættuhópi vegna Covid-19 er í 7. hópi. Í hópi 8 eru starfsmenn í leik-, grunn- og framhaldsskólum og starfsmenn í félags- og velferðarþjónustu sem eru í bein- um samskiptum við notendur. Í hópi 9 eru þeir sem eru í viðkvæmri stöðu vegna fé- lagslegra- og efnahagslegra aðstæðna og í hópi 10 allir aðrir sem óska eftir bólusetn- ingu. Bóluefni fyrir 539.000 manns Samið var í gær við Pfizer um 80.000 bólu- efnaskammta til viðbótar við þá 170.000 sem þegar var samið um. Alls mun það duga fyr- ir 125.000 manns. Ísland samdi einnig við Moderna um bóluefni fyrir 64.000 manns. Áætlað er að afhending geti hafist á fyrsta ársfjórðungi 2021. Þá hefur verið samið um kaup á bóluefni frá AstraZeneca-Oxford fyr- ir 115.000 manns. Það fékk markaðsleyfi í Bretlandi í gær og er stefnt að því að hefja afhendingu í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2021. Bóluefni Janssen er í III. fasa prófana og hefur Ísland samið um efni fyrir 235.000 manns. Áætlað er að hefja afhendingu á þriðja ársfjórðungi 2021. CureVac er á leið í fasa III prófanir og er gert ráð fyrir að bóluefni Sanofi fari í fasa III annan árs- fjórðung 2021. Samningar um kaup á þeim eru í undirbúningi. Heilbrigðisstarfsfólk og aldraðir fyrst  Þrír fremstu hóparnir bólusettir  Breyta má forgangsröðun bólusetningar ef nauðsyn krefur  Aldur mun ráða röð eldri en 70 ára  Dreifingaráætlanir lagðar fram að fengnu markaðsleyfi Þróun Covid-19 á Íslandi Fjöldi daglegra smita Fjöldi staðfestra smita, sjö daga meðaltal febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember H ei m ild : C ov id .is 16. MARS Samkomubann sett á til 13. apríl. Miðað við 100 manns og tveggja metra regluna. 17. MARS ESB setur á ferðabann á ferðamenn utan Schengen-svæðisins. 24. MARS Hert samkomubann tekur gildi. Fer úr 100 niður í 20 manns. Samkomustöðum lokað. 106 ný smit voru staðfest 24. MARS sem er mesti fjöldi á einum degi. 4.875 einstaklingar hafa verið bólusettir. 3. APRÍL Samkomubannið framlengt til 3. maí. 4. MAÍ Samkomubann rýmkað í 50 manns, hárgreiðslustofur, tannlæknar mega hafa opið. Ferðir einstaklinga til landsins leyfðar 18. MAÍ Sundlaugar og lík- amsræktarstöðvar opnaðar aftur. 25. MAÍ Samkomubann rýmkað. 200 mann mega koma saman. Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 23. 15. JÚNÍ Samkomubann rýmkað, 500 manns fá að koma saman 1. JÚLÍ Ferðabann úr gildi innan ESB 6. JÚLÍ 500 manna samkomubann framlengt til 26. júlí. Engar fjöldatak- markanir lengur á sundstöðum og líkamsræktar- stöðvum. 26. júlí er samkomubannið framlengt til 3. ágúst 30. JÚLÍ Samkomubann hert í 100 manns. 2-metra regla skylda, grímur á al- mannafæri þar sem 2-metra reglu verður ekki komið við 14. ÁGÚST Allir farþegar til landsins þurfa að fara í tvöfalda skimun við komuna og vera í sóttkví þar til nei- kvæð niðurstaða er fengin í síðara sinn. 19. ÁGÚST Sóttkví milli tveggja skimana á landamærum. 7. SEPTEMBER Eins metra regla í stað tveggja metra reglu. 18. SEPTEMBER Skemmtistöðum og krám á höfuð- borgarsvæðinu lokað. 5.754 staðfest smit frá 28. febrúar. 435.367 sýni höfðu alls verið tekin 29. desember. Þar af í landamæraskimun 195.575 sýni, samanlagt í skimun 1 og 2. 232 eru í sóttkví. 147 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun. 23 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu. 18. NÓVEMBER Íþróttastarf heimilt á ný. 1. DESEMBER Sýnataka á landamærum gjaldfrjáls til 31. janúar. 10. DESEMBER Örlitlar tilslakanir á aðgerðum, m.a. á skóla- starfi og sund leyft á ný. 28. DESEMBER Bóluefni frá Pfi zer berst til landsins. 29. DESEMBER Bólusetning hefst. 5. OKTÓBER Hertar sóttvarnaað- gerðir, m.v. 20 manna samkomubann. 7. OKTÓBER Aðgerðir á höfuðborgar- svæðinu hertar enn frekar, m.a. 2ja metra regla á ný, grímuskylda í verslunum, sundlaugum og líkamsræktarstöðvum lokað. 20. OKTÓBER Aðgerðir hertar á lands- byggðinni, m.a. 2ja metra regla og grímuskylda. 31. OKTÓBER Hertar aðgerðir um allt land, m.a. 10 manna samkomubann, allt íþróttastarf bannað sem og sviðslistir, takmörkun á skólastarfi . 1.541 einstaklingar eru í skimunarsóttkví. 29 einstaklingar eru látnir. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.