Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA Íslendingar leituðu langmest að orð-um varðandi heimsfaraldur kórónu-
veiru á Google í ár. Í fyrra var 15.140
sinnum leitað að orðum er tengdust
faraldri en aukningin milli ára er
458%.
Í ár voru leitirnar 84.480 talsins, en
meðal vinsælustu leitarorðanna voru:
grímur, sóttvarnalæknir, Kári Stef-
ánsson og Víðir Reynisson. Leitirnar
náðu hámarki í marsmánuði skömmu
eftir að fyrsta tilfelli veirunnar
greindist hér á landi. Þetta kemur
fram í samantekt stafrænu auglýs-
ingastofunnar Sahara.
Davíð Lúther Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri Sahara, segir að í sam-
antektinni kenni ýmissa grasa. Þar sé
enn fremur sérstaklega áhugavert að
skoða leitarorð er tengjast fram-
kvæmdum.
„Ljóst er að leitir er tengjast fram-
kvæmdum heima fara greinilega upp.
Það nær frá marsmánuði til nóv-
ember,“ segir Davíð. Á umræddu
tímabili fjölgaði leitarorðum er tengj-
ast framkvæmdum heima um 55%
frá sama tímabili í fyrra. Meðal þess
sem horft var til voru leitarorðin: eld-
húsinnrétting, málning, flísar og
framkvæmdir. Samtals voru leitirnar
62.910 talsins í ár en þær voru 40.580
í fyrra. Þannig var aukningin milli
ára 55% eins og fyrr segir.
Í samantekt Sahara var enn frem-
ur skoðað hversu oft Íslendingar
flettu upp frasanum „ferðast innan-
lands“. Ekki var hægt að bera það
saman við síðasta ár enda var verk-
efnið sett á laggirnar í kjölfar farald-
ursins.
Að því er fram kemur í samantekt-
inni leitaði fólk töluvert að umrædd-
um frasa í sumar eða um 300 sinnum
á mánuði. Fjöldinn datt þó niður í
fimmtíu þegar önnur bylgjan var far-
in af stað í haust.
aronthordur@mbl.is
Flestir flettu
faraldrinum upp
Framkvæmdir mjög vinsælt leitarorð
Reuters
Leitarvél Íslendingar voru duglegir
að fletta uppi orðum á Google.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Þetta eru ákveðin tímamót í barátt-
unni gegn veirunni,“ segir Bjarni
Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á
Akureyri, en í gærmorgun var hafist
handa við að bólusetja starfsfólk
sjúkrahússins. Pálmi Óskarsson, for-
stöðulæknir á bráðamóttöku, fékk
fyrstu sprautuna en hann veitir
Covid deild sjúkrahússins einnig for-
stöðu. Sjúkrahúsið á Akureyri
gegndi mikilvægu hlutverki þegar
kórónuveiran var hvað skæðust
norðan heiða, bæði á vormánuðum
og eins blossaði veikin upp af krafti á
haustdögum. Starfsfólk SAk setti
upp Covid-deildir á undraskömmum
tíma, bæði var komið upp Covid-
legudeild og eins göngudeild þar
sem fjölmargir fengu þjónustu.
16 voru lagðir inn á
Sjúkrahúsið á Akureyri
Alls voru 16 sjúklingar lagðir inn á
Covid-legudeild Sjúkrahússins á
Akureyri, 9 í fyrstu bylgju og 7 í
þeirri þriðju. Fjórir voru um tíma á
gjörgæslu og tveir voru í öndunar-
vél, báðir í fyrstu bylgju faraldurs-
ins. Þá nutu 52 Covid-smitaðir þjón-
ustu göngudeildar SAk, 17 í fyrstu
bylgju og 35 í þriðju bylgju.
„Það gekk sem betur fer allt vel
hér og fyrir það þökkum við,“ segir
Bjarni. Starfsemi liggur niðri á þess-
um deildum nú enda ekki komið upp
smit á Norðurlandi undanfarnar vik-
ur. Hann segir að hægt sé að opna
deildir með skömmum fyrirvara ger-
ist þess þörf.
Þó svo smitum hafi fækkað segir
Bjarni að menn verði að halda vöku
sinni og gæta að sóttvörnum.
„Þetta er ekki búið fyrr en það er
búið,“ segir hann.
Áfangi í baráttunni hafi náðst í
gær þegar Sjúkrahúsið á Akureyri
fékk 130 skammta af bóluefni gegn
kórónuveiruni fyrir starfsfólk sitt.
Tæplega 700 manns starfa við
sjúkrahúsið. Skammturinn kláraðist
í gær en þeir sem fyrstir voru
sprautaðir var stafsfólk á bráðamót-
töku, gjörgæslu- og Covid-deildum
sem og nokkrir sjúklingar. Bjarni
segir óljóst hvenær næsta sending
berist norður. „Vonandi verður það
sem fyrst,“ bætti hann við.
Tímamót í baráttu gegn veirunni
Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 130 skammta af bóluefni í gær Engin smit á Norðurlandi undanfarið
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Pálmi Óskarsson forstöðulæknir fékk fyrstu sprautuna með bólu-
efni í gær. Anna Rósa Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur sá um sprautuna.
Í júlí á þessu ári voru í fyrsta sinn á lífi 60 Íslendingar hundrað
ára og eldri. Nú í árslok er fjöldinn kominn niður í 46, karlarnir
eru 7 og konurnar eru 39. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu um
langlífi, sem Jónas Ragnarsson ritstjóri hefur umsjón með.
Á næsta ári geta 29 bæst við, fæddir 1921. Síðan koma mjög
sterkir árgangar, fæddir frá 1922 til 1925, og þá munu tölurnar
fara hækkandi á ný. Hagstofan hefur spáð því að árið 2026 verði
hundrað ára og eldri orðnir um 100, segir Jónas.
Sérstaka athygli veki að nú séu rúmlega sextíu á lífi fæddir
1922 og eru því 98 ára. Síðustu ár hefur sambærilegur fjöldi
verið um fjörutíu. Karlar eru um 40% af þessum hópi en hafa
áður verið 20-30%.
Dóra Ólafsdóttir í Reykjavík er elst núlifandi Íslendinga, hún
varð 108 ára í júlí. Hún fékk bóluefni gegn kórónuveirunni í
gær, eins og fram kemur hér til hliðar.
Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er næstelst, hún varð 104
ára í maí. Stefán Þorleifsson í Neskaupstað er sá þriðji elsti og
elstur karla, hann varð 104 ára í ágúst.
Elstu tvíburarnir eru Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörns-
dætur úr Bárðardal en báðar búsettar í Reykjavík. Þær urðu 98
ára í október en engir aðrir íslenskir tvíburar hafa náð svo
háum aldri.
Gunnar Ólafsson og Dýrleif Hallgríms í Reykjavík höfðu í
júní verið gift í 76 ár og slógu hjónabandsmetið í nóvember.
Hann er 99 ára, hún 97 ára. sisi@mbl.is
Margir gætu
bæst í 100 ára
klúbbinn 2021
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elsti Íslendingurinn bólusettur
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, 108 ára, var bólusett gegn kórónuveirunni í gær. Hún býr á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Hún er í hópi nærri 5 þúsund Íslendinga sem fengið hafa fyrri skammt af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech.