Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓ
með og án rafmagns lyftibún
Komið og
skoðið úrvalið
Óskum
landsmönnum
farsældar á
nýju ári
Búið er að fresta öllum áramóta-
brennum hér á landi í ár. Þrátt fyrir
það verða flugeldasýningar haldnar
víða um land í dag, en björgunar-
sveitir viðkomandi sveitarfélaga
standa fyrir því. Misjafnt er hvenær
sýningarnar hefjast, en upplýsingar
þess efnis er hægt að nálgast hjá
björgunarsveit í næsta nágrenni.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
Hjálparsveit skáta m.a. með flug-
eldasýningar í Garðabæ og Kópavogi
í dag. Í Kópavogi hefst sýningin
klukkan 21 og verður á öðru svæði en
venju samkvæmt. Er það sökum þess
að engin brenna verður í bænum, en
sýningin hefur yfirleitt verið í grennd
við áramótabrennuna. Skotið verður
frá ótilgreindu svæði í nágrenni
Lindahverfis, nákvæm staðsetning er
ekki gefin upp til að koma í veg fyrir
hópamyndun. Sýningin mun þó sjást
víða.
Heildarfjöldi flugeldasýninga í dag
er vel yfir þrjátíu. Listinn hér að ofan
er enn fremur ekki tæmandi. Á lands-
byggðinni verður víða hægt að fylgj-
ast með ljósadýrðinni. Til að mynda
verður flugeldum skotið upp í Hnífs-
dal, á Eskifirði og á Laugarvatni.
Spáð er blíðviðri á nýársnótt á höf-
uðborgarsvæðinu og því ættu flug-
eldasýningar að sjást mjög vel. Að
sama skapi má búast við talsverðri
svifryksmengun af völdum flugeld-
anna á nýársnótt og fram eftir fyrsta
degi ársins. Undanfarin ár hafa um
600 tonn af skoteldum verið flutt inn
árlega. Sökum þessa er fólk með und-
irliggjandi sjúkdóma hvatt til að vera
inni þegar mest gengur á í kringum
miðnætti.
Blakkur á Patreksfirði Sæbjörg á Flateyri
Björgunarfélag Árborgar á Selfossi Dagrenning á Hvolsvelli
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík
Hjálparsveit skáta Kópavogi Björgunarsveitin Hérað
Björgunarsveitin Gerpir Neskaupstað Tindar í Hnífsdal
Flugbjörgunarsveitin á Hellu Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði
Hjálparsveit skáta Garðabæ Björgunarsveitin dagrenning á Hólmavík
Björgunarsveitin Grettir á Hofsós og Hólum í Hjaltadal Björgunarfélagið Blanda
Björgunarsveitin Kópur á Bíldudal Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni
Skagfirðingasveit á Sauðárkróki Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi
Björgunarsveitin Týr með sýningu á Svalbarðseyri Víkverji í Vík
Björgunarfélag Ísafjarðar á Ísafirði og Súðavík Björg á Suðureyri
Björgunarsveitin Lífsbjörg á Breiðinni í Snæfellsbæ Björgunarsveitinn Strönd
HSSH í Hveragerði Björgunarfélag Vestmannaeyja
Björgunarsveitin Ernir Strákar á Siglufirði
Geisli Fáskrúðsfirði Við í Mývatnssveit
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga
Flugeldasýningar á gamlárskvöld
Fjöldi flugeldasýninga
Björgunarsveitir halda flugeldasýningar í dag Öllum
áramótabrennum hefur verið aflýst Yfir 30 sýningar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Útköll flugdeildar Landhelgisgæsl-
unnar voru aðeins 184 á árinu sem er
að líða, þar af voru 82 í hæsta for-
gangi. Útköll deildarinnar hafa ekki
verið færri frá árinu 2012. Um er að
ræða mikla lækkun frá fyrra ári er út-
köllin voru 220 en þá hafði þeim þegar
fækkað um 20%
frá árinu 2018
þegar útköll voru
278, en útköllum
hafði fjölgað stöð-
ugt frá 2014.
Ekki hefur ver-
ið framkvæmd
sérstök greining á
því hvers vegna
úköllum hefur
fækkað í ár en tal-
ið eð rekja megi stóran hluta skýr-
angarinnar til kórónuveirufaraldurs-
ins að sögn Ólafar Birnu Ólafsdóttur,
flugrekstrarstjóra Landhelgisgæsl-
unnar. „Það er minna af ferðamönn-
um og svo hefur heimsfaraldurinn
gert það að verkum að fólk er ekki
jafn mikið á faraldsfæti og áður.“
Hún segir faraldurinn hafa sett
svip sinn á rekstur flugdeildarinnar á
árinu. „Við höfum þurft að bæta í æf-
ingaflug til þess að reyna að tryggja
lágmarks flugtíma áhafna yfir árið.“
Vísar Ólöf Birna til þess að krafa sé
um að hver áhöfn sé með að lágmarki
200 flugtíma á ári til þess að viðhalda
þekkingu, hæfni og færni í útköllum,
ekki síst þar sem um er að ræða erf-
iðar aðstæður. Það hafi hins vegar
ekki verið einfalt að auka æfingaflug-
ið þar sem starfsfólk var aðgreint
vegna sóttvarnaráðstafana.
Misstu af ferðum í flughermi
„Við höfum samt sem áður ekki náð
að fljúga eins mikið og við hefðum
viljað,“ segir hún og bendir meðal
annars á ferðatakmarkanir og til-
heyrandi sóttvarnaaðgerðir hafa gert
það að verkum að áhafnir Landhelg-
isgæslunnar misstu af ferðum í flug-
herma erlendis. „Við höfum þurft að
bregðast við því með að hugsa aðeins
út fyrir kassann í sambandi við þjálf-
anir og stillt upp annars konar æf-
ingaflugum heldur en við höfum
venjulega gert. Þetta hefur gengið
mjög vel og þökk sé samheldni starfs-
manna flugdeildar fundum við ýmsar
leiðir til þess að bregðast við þessu
mjög svo óvenjulega ástandi.“
Spurð hvort áætlanir geri ráð fyrir
óbreyttu ástandi vel fram á næsta ár,
svarar Ólöf Birna: „Við munum eins
og aðiri á landinu búa við takmark-
anir fram á árið. Við erum í fjórða for-
gangshóp hvað varðar bólusetningar
og ef það er eitthvað sem maður er
búinn að læra af þessu ári þá er það að
búa sig undir það versta og gera plön
út frá því. Svo munum við breyta okk-
ar plönum í takt við aðstæður og þeg-
ar við teljum það öruggt fyrir starf-
semina.“
Útköllin ekki færri síðan 2012
Flugdeild Landhelgisgæslunnar varð að fjölga æfingaflugum til að ná lágmarksflugtíma áhafna
Flugrekstararstjóri kveðst gera ráð fyrir því versta en að gengið hafi vel að bregðast við faraldrinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flogið Sóttvarnaráðstafanir ná til áhafna, þar með talið grímunotkun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útkall Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Gró á flugi við Botnsúlur. Útköllum
flugdeildar hefur fækkað mikið milli ára og hefur æfingum fjölgað.
Útköll flugdeildar Landhelgisgæslunnar
Fjöldi útkalla 2009 til 2020*
300
250
200
150
100
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 He
im
ild
: L
a
n
d
h
e
lg
is
gæ
sl
a
n
*Það sem af er ári 2020
184
220
278
255
194
211
194
145
Ólöf Birna
Ólafsdóttir
Ungur karlmaður á réttargeðdeild
Landspítala svipti sig lífi á jóladag.
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfs-
vígshættu og var á svokallaðri sól-
arhringsvötkun, eins og aðrir vist-
menn á réttargeðdeildinni. Í því
felst að fylgst er með fólkinu á kort-
ersfresti.
Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir
geðlækninga á öryggis- og rétt-
ardeild Landspítala, sagði í samtali
við mbl.is í gær að málið sé til rann-
sóknar hjá lögreglu, sem taki
skýrslu af öllum hlutaðeigandi. Í
kjölfarið verði farið í innri athugun.
Rannsaka dauðsfall
á réttargeðdeild
Fram kom í umfjöllun um verð-
hækkanir í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag, að hækkun á móttöku-
gjaldi endurvinnslustöðva Sorpu
næmi í sumum tilvikum hátt í 300%,
til að mynda á steinefnum frá bygg-
ingariðnaði. Sorpa vill koma því á
framfæri, að gjaldskrá endur-
vinnslustöðva breytist um áramótin
og hækki um u.þ.b.1,5% fyrir flokk-
aðan úrgang og 1,8% fyrir óflokk-
aðan. Hækkun á móttökugjaldi á
urðunarstað Sorpu í Álfsnesi nemi
þó í sumum tilvikum hátt í 268%, til
að mynda á steinefnum frá bygg-
ingariðnaði.
Árétting