Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Hvað varðar slys á fólki hefur árið verið án stóráfalla í ís-
lenska fiskiskipaflotanum með einni undantekningu.
Umfangsmikil leit í Vopnafirði að 18 ára sjómanni síðari
hluta maímánaðar bar ekki árangur og er talið að hann
hafi fallið útbyrðis af fiskiskipinu Erlingi KE-140. Eftir
mikla leit á sjó og landi í vikutíma tilkynnti lögreglan á
Austurlandi 25. maí að skipulagðri leit væri hætt án þess
að skipverjinn hefði fundist.
Þrjú ár á undan, 2017-2019, varð ekki banaslys á lög-
skráðum sjómönnum í íslenska flotanum. Sömu sögu er
að segja um árin 2014, 2011 og árið 2008 þegar í fyrsta
skipti varð ekkert banaslys á sjó hér við land.
92 mál skráð hjá siglingasviði
Áberandi er þegar flett er í skýrslum siglingasviðs
Rannsóknanefndar samgönguslysa mikið tjón sem varð á
sex bátum á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Í þeim til-
vikum urðu ekki slys á fólki.
Á árinu hafa 92 mál verið skráð hjá siglingasviðinu og
eru það heldur færri mál en í meðalári, samkvæmt upp-
lýsingum Jóns Arilíusar Ingólfssonar rannsóknastjóra.
Skráningar eru þó ekki alveg sambærilegar á milli ára,
þar sem nýjar áherslur voru lagðar 2019 í skráningum til
rannsókna á vélarvana skipum og slysum á fólki. Skráð
atvik voru samtals 106 árið 2019, en voru 157 árið á undan
og 136 árið 2017.
Hjá nefndinni hafa í ár verið skráð 58 slys sem fólk
varð fyrir á sjó, en þau voru 57 í fyrra og 54 á árinu 2018.
Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hafa í ár verið skráð
152 slys á fólki en voru samtals 172 allt árið í fyrra. 2018
var Sjúkratryggingum tilkynnt um 204 slys á sjómönn-
um og 2017 voru þau 134 en það ár stóð verkfall sjómanna
í nokkrar vikur.
RNSA skoðar skýrslur um slys sem tilkynnt eru til SÍ
og metur hvort þau gefa tilefni til frekari rannsóknar.
aij@mbl.is
Færri mál verið til rann-
sóknar en í meðalári
Skipverjinn sem féll útbyrðis í Vopnafirði hefur ekki fundist
Ljósmynd/Önundur Hafsteinn Pálsson.
Skemmdir Mikið tjón varð á sex bátum á Flateyri í snjóflóðunum sem féllu þar í janúarmánuði.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Áætlað er að umfangsmikill loðnu-
leiðangur hefjist strax eftir áramót,
þ.e. mánudaginn 4. janúar. Skip
Hafrannsóknastofnunar, Árni Frið-
riksson og Bjarni Sæmundsson, og
veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson
frá Hornafirði, Aðalsteinn Jónsson
frá Eskifirði og grænlenska skipið
Polar Amaroq verða við leit í um
vikutíma. Það er mun skemmri tími
heldur en áður hefur farið í hefð-
bundinn loðnuleiðangur í janúar.
Miðað er við að fara í annan loðnu-
leiðangur í byrjun febrúar.
Tvöföld yfirferð
Áætlað er að yfirferðarsvæðið í
næstu viku verði heldur stærra en
það sem var farið yfir í desember,
en mikið veltur á veðri. Hafsvæðið
sem um er að ræða er mjög stórt
eða um 100 þúsund ferkílómetrar að
stærð, sem er svipað og flatarmál
Íslands.
Reiknað er með tvöfaldri yfirferð
og fær hvert skipanna fimm úthlut-
aðar leiðarlínur. Um 12-35 kílómetr-
ar eru á milli þessara lína, en alls má
áætla að skipin sigli vel yfir 10 þús-
und kílómetra ef tvöföld yfirferð
næst. Skipunum verður dreift á
svæðið með áherslu á að samfella sé
í mælingunni í tíma og rúmi en
undanfarin misseri hefur verið auk-
in áhersla á að ná mælingu með
mörgum skipum á stuttum tíma.
Í leiðangri í haust og aftur í byrj-
un desember hamlaði hafís leit, en
vonast er til að nú verði hægt að ná
yfir svæðið úti af Vestfjörðum sem
var að hluta hulið hafís í desem-
bermælingunni. Haustið 2019 var
gefinn út upphafskvóti fyrir vertíð-
ina 2021 upp á 170 þúsund tonn, en
hann var dreginn til baka í haust. Í
kjölfar desemberleiðangursins var
gefinn út kvóti upp á 22 þúsund,
sem er ekki mikið í sögulegu sam-
hengi, og kemur hann í hlut norskra,
grænlenskra og færeyskra skipa
samkvæmt samningum. Upplýs-
ingar um göngur loðnunnar berast
væntanlega frá skipum þessara
þjóða þegar þau hefja veiðar.
Engar loðnuveiðar hafa verið við
landið á þessu ári og því síðasta, en
árin þar á undan voru veidd hátt í
300 þúsund tonn. Eins og sjá má á
meðfylgjandi korti hafa miklar
sveiflur verið í 40 ára sögu loðnu-
veiða, en aldrei áður hefur verið
loðnubrestur tvö ár í röð.
Miklir hagsmunir í húfi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
fjármögnuðu leiðangurinn fyrr í
þessum mánuði. Við upphaf hans
kom fram í tilkynningu frá SFS að
góð loðnuvertíð gæti að líkindum
aukið útflutningstekjur um 30 millj-
arða króna „og margföldunaráhrif í
hagkerfinu öllu eru að líkindum tvö-
föld eða þreföld, líkt og með auknum
tekjum starfsmanna sjávarútvegs-
fyrirtækja, sveitarfélaga og þjón-
ustuaðila sjávarútvegs“.
Leiðangursstjóri í leiðangrinum í
næstu viku verður Birkir Bárðarson
og stýrir hann verkefninu úr landi
að þessu sinni. Þrír sérfræðingar frá
Hafrannsóknastofnun verða um
borð í hverju veiðiskipi. Loðnuleið-
angrar í janúar og febrúar eru fjár-
magnaðir með 120 milljóna króna
aukaframlagi sem samþykkt var við
þriðju umræðu um fjárlög.
Leitarsvæðið á við flatarmál Íslands
Áætlað yfi rferðasvæði loðnumælinga Heimild: Hafró
Heildarloðnuafl i fi skveiðiárin 1980/81 til 2019/20
80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 19/20
Þús. tonn
1.000
1.250
750
500
250
0
Júní-september Október-desember Janúar-mars Heimild: Hafrannsóknastofnun
Engar loðnuveiðar voru stundaðar
fi skveiðiárið '18/'19 og '19/'20
Umfangsmikil loðnuleit á vikutíma Þéttar leiðarlínur fimm skipa Vona að hafís trufli ekki
Nú eru 35 starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunar með doktorspróf. Þá
er 21 nemi í meistara- og doktors-
námi sem tengist stofnuninni en það
mun tryggja betur nýliðun meðal
sérfræðinga hennar, segir Sigurður
Guðjónsson forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar meðal annars í pistli á
heimasíðu stofnunarinnar. Þar
starfa nú um 180 manns, þar af tæp-
lega 40 í áhöfnum skipa.
Rekstur ársins 2020 er í jafnvægi,
velta stofnunarinnar í ár er um 4,2
milljarðar króna og sértekjur 1,2
milljarðar. „Rekstrarfé stofnunar-
innar fer að mestu í að mæla stofn-
stærð nytjastofna og veita ráðgjöf
um nýtingu þeirra. Þessar rann-
sóknir hafa orðið meira krefjandi
vegna umhverfisbreytinga. Mikil-
vægt er að efla rannsóknir á hafinu
og auðlindum þess og nýta til þess
vel áratug hafsins,“ skrifar Sigurður
og minnir á að Sameinuðu þjóðirnar
hafi lýst því yfir að árin 2021-2030
verði áratugur hafs og hafrann-
sókna.
Hafrannsóknastofnun er nú þátt-
takandi í 11 Evrópuverkefnum úr
Horizon 2020-áætluninni. Heildar-
styrkupphæð þessara verkefna er
433 milljónir króna sem eykur rann-
sóknarstyrk stofnunarinnar mikið,
að því er fram kemur í pistli forstjór-
ans.
35 doktor-
ar starfa
hjá Hafró
Bergmálsmælingar hafa verið
notaðar á Hafrannsóknastofn-
un til þess að meta stofnstærð
á síld frá 1973 og á loðnu frá
1978. Eins og felst í orðunum
þá er með bergmálsmælingum
hægt að meta fiskmergð með
því að mæla það endurvarp
sem kemur af fiskinum inn á
dýptarmæli skipsins.
Bergmálstæki (dýptarmælar
og fisksjár) geta sýnt end-
urvarp fisks bæði lóðrétt í
sjónum og lárétt út frá skipinu.
Hins vegar byggist magnbund-
ið mat einkum á lóðréttum
mælingum þar sem það er
vandkvæðum bundið að berg-
málsmæla fiskmergð í láréttu
plani.
Ekki er hægt að mæla fisk
með bergmálsaðferðinni nema
því aðeins að hann sé það laus
frá botni að hægt sé að greina
hann frá botnendurvarpinu svo
óyggjandi sé.
Þá eru bergmálsmælingar á
makríl ýmsum vandkvæðum
háðar. Í fyrsta lagi er fiskurinn
ekki með sundmaga, en við
bergmálsmælingar á fiskum
með sundmaga koma um 95%
af endurvarpi hljóðsins frá lofti
sundmagans. Þá er makríll
mjög ofarlega í sjónum og yfir
sumarmánuðina er hann oft of-
ar en botnstykki skipanna.
Mæla end-
urvarp af
fiskinum
BERGMÁLSMÆLINGAR VIÐ
MAT Á STOFNSTÆRÐ
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum