Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 30
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Stöðugur vöxtur hefur verið í sölu á
Wellington-steikum um jól og ára-
mót hjá Kjötkompaní síðustu árin.
Aðrar verslanir finna einnig fyrir
mikilli söluaukningu. Lauslegir út-
reikningar Morgunblaðsins gera ráð
fyrir að sölutekjur af Wellington um
jól og áramót geti numið nálægt
eitthundrað milljónum króna.
Jón Örn Stefánsson,
framkvæmdastjóri og eigandi Kjöt-
kompanís, segir að salan hlaupi á
þremur til fjórum tonnum þessi jól-
in. „Við vorum einir þeir fyrstu sem
byrjuðu að bjóða steikina til sölu
fyrir ellefu árum síðan. Á þeim tíma
vorum við ánægðir með að selja 15-
20 stykki, en nú seljum við í tonn-
avís,“ segir Jón Örn í samtali við
Morgunblaðið.
Jón Örn segir að steikin sé sann-
kallaður veislumatur, og einfalt sé
að elda hana. „Þetta er bara penslað
með eggjum og sett í ofn í 30 mín-
útur, og þá er dýrindissteik tilbúin.“
Þurftu að loka fyrir pantanir
Viktor Örn Andrésson eigandi
Sælkerabúðarinnar segir aðspurður
að spurnin eftir Wellington-steikinni
hafi verið svo mikil fyrir jólin, að
loka hafi þurft fyrir pantanir. Nú er
hins vegar opið fyrir pantanir fyrir
áramótin. „Við erum örugglega
komin upp í þrjú tonn. Það er mjög
mikið að gera, eiginlega allt of mik-
ið,“ segir Viktor Örn.
Pétur Alan Guðmundsson kaup-
maður í Melabúðinni er einnig at-
kvæðamikill í sölu á Wellington-
steikum, bæði nautasteikum og veg-
an. „Vegan steikurnar innihalda
sætar kartöflur, rauðrófur og pec-
anhnetusteik,“ segir Pétur.
Aðspurður segir Pétur að um 200
stykki af Wellington, heilum, hálf-
um, vegan og nautakjöts, seljist hjá
þeim um hátíðirnar.
Spurður um breytingar á neyslu-
hegðun vegna faraldursins, segist
Pétur ekki verða mikið var við það,
nema að kalkúnarnir séu minni.
Fólk gerir líka sjálft
Sigríður Björnsdóttir í Kjöthöll-
inni býst við að selja um fjögur
hundruð kíló af Wellington-steik
samtals um jól og áramót. Einnig
selst talsvert af nautalundum, og
telur Sigríður að margir útbúi Well-
ington-steikur sjálfir heima. „Við
seljum stórar smjördeigsplötur fyrir
fólk sem vill gera þetta sjálft, og
birtum uppskriftir að fyllingum á
heimasíðunni okkar.“
Geir Rúnar Birgisson eigandi
Kjötbúðarinnar segir að salan í
Wellington-steikum hafi verið gríð-
arlega góð um hátíðirnar. „Þetta los-
ar sjálfsagt tonnið samtals,“ segir
Geir.
Líkt og í Kjöthöllinni selst líka
mikið af nautalundum, jafnvel enn
meira en af Wellington-steikunum.
„Wellington-steikur og nauta-
lundir eru um það bil 70% af sölunni
hér um hátíðirnar.“
100 mkr. eytt í Welling-
ton-steikur um hátíðirnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sælkeramatur Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson með ljúffengar Wellington-steikur tilbúnar í ofninn.
Hátíðarmatur
» Nautalundir í Wellington
steik eru látnar hanga í 25
daga áður en þær eru for-
steiktar og gerðar klárar. Dag-
inn fyrir afhendingu er steikin
vafin í smjördeig.
» Kalkúnaskip, Ribeye-
nautakjöt, úrbeinað ferskt og
fyllt lambakjöt og Sashi-
nautalundir einnig vinsælt.
» Einfaldleiki við eldun eykur
vinsældir Wellington.
Vinsældirnar stöðugt vaxandi Margir vilja einnig ferskt lambakjöt eða kalkún
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
31. desember 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.5
Sterlingspund 172.03
Kanadadalur 99.48
Dönsk króna 21.013
Norsk króna 14.823
Sænsk króna 15.5
Svissn. franki 143.9
Japanskt jen 1.2285
SDR 183.98
Evra 156.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.0215
Hrávöruverð
Gull 1873.9 ($/únsa)
Ál 2000.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.02 ($/fatið) Brent
● Eignir íslenskra
verðbréfa-, fjár-
festingar- og fag-
fjárfestasjóða
námu 989,4 millj-
örðum króna í lok
nóvember að því
er fram kemur í
nýbirtum tölum
Seðlabanka Ís-
lands. Þar kemur fram að eignir þeirra
hafi aukist um rúma 79 milljarða á
árinu. Verulegur hluti eignanna er
bundinn í hlutabréfum og hlutdeild-
arskírteinum eða 358,2 milljarðar
króna. Þá eru markaðsskuldabréf og
víxlar metnir á 386,4 milljarða. Innlán
voru 135,7 milljarðar í lok nóvember
og afleiðu- og skiptasamningar 9,2
milljarðar króna. Aðrar eignir voru
metnaðar á 104 milljarða, þar af lána-
kröfur upp á 83,8 milljarða.
Sjóðirnir seldu hlutdeildarskírteini
fyrir 42 milljarða í nóvember sem var
nokkru minna en í október þegar sal-
an nam 59,8 milljörðum króna.
Samkvæmt gögnum Seðlabankans
fækkaði sjóðum um tvo í nóvember
frá fyrra mánuði. Einn nýr bættist í
hópinn og þrír hættu starfsemi. Fjöldi
sjóða er nú 210, 37 verðréfasjóðir, 60
fjárfestingarsjóðir og 113 fagfjárfesta-
sjóðir.
Nær eitt þúsund millj-
arða króna eignir sjóða
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 2.550 félagsmenn í Samtökum
starfsmanna fjármálafyrirtækja
(SSF) störfuðu hjá viðskiptabönkun-
um í nóvember.
Hafði þeim þá
fækkað um 50 frá
júlí.
Friðbert
Traustason, fram-
kvæmdastjóri
SSF, segir lang-
flesta starfsmenn
viðskiptabank-
anna vera fé-
lagsmenn í SSF.
Undantekningin
sé einhver í starfsliði Kviku.
Fluttu lánin til bankanna
Friðbert segir mikla eftirspurn eft-
ir endurfjármögnun lána hafa skapað
annríki hjá bönkunum. Margir lán-
takar hafi flutt íbúðalán sín frá ÍLS og
lífeyrissjóðum til banka vegna betri
vaxtakjara. Þessar annir eigi sinn
þátt í að tekist hafi að verja störf í
greininni. Þá sé stöðugt verið að efla
upplýsingatæknina hjá bönkunum en
um 700 sérfræðingar sinni henni nú.
Bankarnir séu sífellt að bæta að-
gengi viðskiptavina að rafrænum
lausnum og efla eftirlit og áhættu-
stjórnun á öllum sviðum.
Þrátt fyrir þennan varnarsigur er
viðvarandi fækkun starfsfólks hjá við-
skiptabönkunum. Til dæmis störfuðu
3.300 félagsmenn SSF hjá þeim 2014,
eða um 750 fleiri en nú.
Friðbert segir að nokkur hluti fé-
lagsmanna nálgist eftirlaunaaldur á
næstu árum. Með því fækki starfs-
fólki bankanna að óbreyttu enn frek-
ar.
4.650
3.300
2.550
Fjöldi starfsmanna hjá
viðskiptabönkunum
Starfsmenn
Fjöldi útibúa
Heimild: SSF
2007 2014 2020
157
95
73
Nóv. 2020
Hægir á fækkun
starfa í bönkum
Annríki vegna
nýrra lána vann
gegn þróuninni
Friðbert
Traustason
hafðu það notalegt á nýju ári
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum