Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Umfangsmikið jarðfall varð í gær-
morgun í þorpinu Ask í sveitarfélaginu
Gjerdrum, sem er 25 km norðaustur af
höfuðborg Noregs, Ósló. Ellefu var
enn saknað þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi. Um 700 manns
var bjargað af heimilum sínum sem
eru nærri áhrifasvæði jarðfallsins og
flutt á brott. Að minnsta kosti átta
manns slösuðust, að sögn lögreglu og
norskra fjölmiðla. Fjöldi húsa hrapaði
niður þegar jarðvegurinn undir þeim
hrundi. Þetta myndaði stórt gat sem
liggur í gegnum Ask, en þorpið er
þjónustumiðstöð sveitarfélagsins
Gjerdrum sem er með tæplega sjö
þúsund íbúa.
„Jarðfallið tók með sér nokkur íbúð-
arhús og eru björgunarsveitir ásamt
varðliðsmönnum og hermönnum að
flytja fólk úr aurflóðinu,“ sagði lögregl-
an í færslu á samfélagsvefnum Twitter
í gærmorgun. Upp úr hádegi að stað-
artíma í Noregi var 21 manns enn
saknað, að sögn fjölmiðla. Þeir sögðu
flatarmál áhrifasvæðisins hafa verið
210.000 fermetrar.
Myndbandsmyndir frá svæðinu
sýndu hvernig jarðvegurinn hafði
hrunið undan þorpiðnu Ask og malað
íbúðarhúsin og grafið brakið í dökkri
eðjunni.
Hríðarveður var allan morguninn á
svæðinu er björgunarsveitir fluttu
slasaða á brott og freistuðu þess að
tjóðra niður hús sem enn stóðu en voru
í hættu á að hrynja niður í skurðinn
djúpa.
Undir kvöld í gær sagði blaðið Aft-
enposten að jarðfallið hefði að minnsta
kosti tekið með sér hús með samtals 14
götunúmerum. Telur lögreglan að í
einhverjum þeirra geti verið að finna
fólk sem saknað er á svæðinu. Síðdegis
í gær runnu nokkur hús til.
„Eigi vitum við hvort fólkið er að
finna á slóðum jarðfallsins, hvort það
sé í burtu í fríi eða með öðrum hætti
ekki í aðstöðu til að geta sett sig í sam-
band við lögregluna,“ sagði lögreglan.
Tíu manns hefðu slasast, þar af hefði
einn verið fluttur alvarlega slasaður
undir læknishendur í Ósló. Fólk sem
varð að yfirgefa heimili sín var flutt á
hótel í grenndinni þar sem því var veitt
aðstoð. Er jarðvegurinn gaf sig rofn-
uðu raflínur sem séð höfðu 495 manns
fyrir ljósi og hita, að sögn NRK.
Hamfarasvæði
„Lögreglan hefur lýst vettvanginn
sem hamfarasvæði,“ sagði Roger Pet-
ersen, yfirstjórnandi aðgerða á vett-
vangi, við norska útvarpið, NRK.
Hann sagði fólk hafa hringt inn og til-
kynnt um að hús þeirra væru á ferð.
„Það berast inn dramatískar frásagnir
og staðan er mjög alvarleg,“ sagði Pet-
ersen.
Erna Solberg forsætisráðherra lýsti
samúð sinni með íbúum Gjerdrum í til-
kynningu á samfélagsmiðlum. „Það er
sársaukafullt að sjá hvernig kraftar
náttúrunnar hafa lagt Gjerdrum í rúst.
Hugur minn er hjá öllum sem eiga sárt
um að binda af völdum jarðfallsins,“
sagði Solberg.
Hélt hún síðdegis á vettvang og lýsti
skriðunni sem einni þeirra allra
stærstu í sögu Noregs. „Það er áhrifa-
mikið að standa hér og virða hamfar-
irnar fyrir sér. Sagðist hún sérlega
áhyggjufull vegna þeirra sem enn væri
saknað. „Ástandið á svæðinu er enn
svo óstöðugt í eðjunni að ekkert annað
er hægt að gera til björgunar en með
þyrlum,“ sagði Solberg.
Lögreglu bárust fyrstu tilkynningar
um jarðfallið klukkan fjögur að norsk-
um tíma í gærmorgun, klukkan þrjú að
íslenskum tíma í fyrrinótt. Féll þá
jarðvegurinn undan hluta Ask. Myndir
frá hluta svæðisins sýndu að minnsta
kosti átta hús sem eyðilögðust. Brugð-
ist var skjótt við ástandinu og um 40
sjúkrabílar sendir á vettvang meðan
leitað var fórnarlamba, en embættis-
menn sögðu hættu á frekari aurskrið-
um.
Að sögn Torild Hofshagen, svæðis-
stjóra Vatnsforða- og orkustofnunar
Noregs, er um að ræða svonefnda
„hraðleirsbunu“. Þorpið Ask stendur á
svæði þar sem mikið er um svonefndan
hraðleir sem breytt getur sér úr föstu
formi í fljótandi undir álagi. Hraðleir
er að finna í Noregi og Svíþjóð en
stofnunin sagði í tilkynningu að ólík-
legt væri að jarðvegur myndi gefa sig í
jafn miklu umfangi annars staðar á
svæðinu nú um stundir. Áður hefur
orðið jarðfall á svæðinu og jarðfræð-
ingar komu til Gjerdrum í gær til að
meta ástandið. Norska útvarpið,
NRK, sagði mikið hafa rignt í Suður-
Noregi síðustu daga sem gæti hafa ýtt
við hraðleirnum.
Aðstæður til björgunarstarfa í suð-
austurhluta Noregs voru afar krefj-
andi; myrkur og slæm birta vegna
snjókomu og vont veður. „Þessi helgi
átti að verða friðsamleg og lágstemmd,
þar sem við hefðum helst haft áhyggj-
ur af kórónuveirunni, en ekki hvort
einhverra væri saknað úr jarðskriðu.
Þetta eru náttúruhamfarir,“ sagði Sol-
berg forsætisráðherra
Hamfarir Að minnsta kosti 14 hús hrundu þegar jarðfall myndaðist í gærmorgun í Ask í Gjerdrum í Noregi, um 40 km norðaustur af höfuðborginni Ósló. Að minnsta kosti 12 er saknað.
AFP
11 íbúa Ask enn saknað
Jarðvegurinn hrundi undan að minnsta kosti 14 byggingum í norsku þorpi Talið er að einhverjir
hafi verið í húsum sínum er jarðfall varð Lögreglan lýsir stóru svæði sem hamfarasvæði
Nýtt bóluefni gegn kórónuveirufar-
aldrinum, bóluefni Oxford-AstraZe-
neca, hlaut leyfi til notkunar í Bret-
landi í gær. Ráðgert er að
bólusetning með því þar hefjist
mánudaginn 4. janúar nk.
Bresk stjórnvöld hafa pantað 100
milljónir skammta af bóluefninu, eða
sem dugar til að bólusetja 50 millj-
ónir manna. Það ásamt pöntunum í
bóluefni Pfizer-BioNTech mun duga
til að bólusetja alla bresku þjóðina,
að sögn Matt Hancock heilbrigðis-
ráðherra.
Bóluefnið öðlast leyfi á sama tíma
og búist er við að ströngustu mót-
aðgerðum við faraldrinum verði lýst
yfir í Englandi, en þær munu ná til
margra milljóna manna. Í fyrradag
komu í ljós 53.135 tilfelli nýsmits
sem er mesti fjöldi frá því mælingar
á smiti hófust.
„Stórsigur“
Boris Johnson forsætisráðherra
sagði leyfið til notkunar Oxford-
Astra Zenic-bóluefnisins „stórsigur“
fyrir breskt vísindastarf. „Við mun-
um nú vinda okkur í að bólusetja eins
marga eins fljótt og mögulega er
unnt,“ sagði hann.
Sérstakar miðstöðvar munu bjóða
fólki bólusetningu með Oxford-Astra
Zeneca elixírnum frá og með næstu
viku. Bóluefnið er auðvelt í meðför-
um, það má geyma í venjulegum ís-
skáp ólíkt Pfizer-BioNTech sem
verður að geyma í 70°C frosti.
Þá þykir víst að almenningur beri
meira traust til bresks bóluefnis en
þess sem flutt er inn frá Belgíu, þ.e.
Pfizer-BioNTech bóluefnið. Bundn-
ar eru vonir við að bólusetja megi um
tvær milljónir manna á viku og að
það muni ganga hraðar með tvö
bóluefni til brúks.
Leiðtogi bresku læknasamtak-
anna BMA, Richard Vautrey, sagði
það vera unnt ef nægar birgðir væru
alltaf fyrir hendi.
AstraZeneca/Oxford
bóluefnið samþykkt
Pantað bóluefni AstraZeneca og Pfizer-BioN-
Tech dugar til að bólusetja bresku þjóðina
AFP
Bólusetning Samþykktum bólu-
efnum gegn kórónaveirunni fjölgar.