Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Þjóðgarður Fallegt var um að litast á Þingvöllum um hátíðirnar og nokkrir gestir sáust þar á ferli framhjá Þingvallabænum og kirkjunni. Steinar Garðarsson Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aur- skriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stór- kostlegu eigna- tjóni og má það kallast mildi að ekki varð mann- tjón. Samkvæmt skýrslu á vef Stjórnarráðsins um hnattrænar loftslags- breytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kem- ur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn auk- ist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildar- úrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Ís- landi: „Langtímamælingar virðast gefa til kynna að úr- koma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyn- inu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hita- met eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smá- virkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugs- anlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þess- ari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hætt- an stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kort- lagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyð- isfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er und- irstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Eftir Erlu Björk Þor- geirsdóttur » Geta smávirkj- anir komið í veg fyrir skriðuföll? Erla Björk Þorgeirsdóttir Höfundur er fram- kvæmdastjóri verkfræðistof- unnar Afls og orku. Skriðuföll og smávirkjanir Okkur hefur sennilega sjald- an verið það jafnljóst og á þessu erfiða ári 2020, sem við getum vart beð- ið eftir að kveðja, að ekk- ert er í veröld- inni víst. Ársins verður helst minnst í sögubókum fyrir baráttu mannkyns við skæð- an heimsfaraldur, þann versta í meira en öld, og fyr- ir upphaf dýpstu efnahags- kreppu síðari tíma sem beina afleiðingu af heimsfar- aldrinum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu ástandi þar sem hrikt hefur í grunnstoðum efna- hagslífsins og tilveran hefur, að því er virðist, staldrað ör- lítið við. Við erum hins veg- ar orðin vön því að takast á við áföll og breytingar og þjóðin hefur síðustu mán- uðina sýnt einstaka aðlög- unarhæfni og samstöðu sem ber vott um heilbrigða þjóð- arsál. Erfið staða í árslok Í ljósi þess að faraldurinn hefur verið erfiðari við að eiga og varað lengur en reiknað var með hafa efna- hagsspár þróast til neikvæð- ari vegar. Samdráttur hefur verið meiri í ár en útlit var fyrir á vormánuðum og bú- ast má við hægari efnahags- bata á næsta ári en vonir höfðu staðið til. Flestir geir- ar atvinnulífs- ins hafa fundið verulega fyrir áhrifum af sam- drættinum, sem hefur verið um- talsverður í út- flutningi, sér- staklega ferðaþjónustu en einnig í orkusæknum iðnaði. Vel heppnaðar að- gerðir í hag- stjórn, sem haldið hafa uppi fjárfestingarstiginu í hag- kerfinu, hafa þó dregið úr áhrifum samdráttar í fram- leiðsluiðnaði og bygging- ariðnaði, sem verður engu að síður að teljast verulegur. Störfum hefur fækkað mjög og atvinnuleysi er nú í sögu- legum hæðum. Þá eru ótalin þau beinu og óbeinu áhrif sem faraldurinn hefur haft á heilsu og hag landsmanna. Staðan hefur því sjaldan verið svartari, en hvað boðar nýárs blessuð sól? Jákvæð teikn á lofti Jákvæðu fréttirnar eru þær að farsóttir eru tíma- bundið ástand og samfélög og hagkerfi rísa jafnan upp að loknu slíku tímabili með kröftugum hætti. Hið litla og fremur einsleita íslenska hagkerfi er viðkvæmara en flest önnur fyrir þeim miklu áföllum sem átt hafa sér stað á árinu. Af sömu rótum getum við vænst þess að við- spyrnan kunni af þessum sökum að verða hraðari á Ís- landi en víða annars staðar þegar veiran gefur eftir og við náum aftur vopnum okk- ar. Þá eru bólusetningar til varnar veirunni að hefjast sem gefa góð fyrirheit um framhaldið. Þótt það glitti í ljósið við enda ganganna skulum við engu að síður stilla væntingum í hóf um skjót umskipti. Allt hefur sinn tíma, þótt öll séum við orðin óþreyjufull og lang- þreytt á stöðunni. En teikn- in eru sannarlega jákvæð, höldum áfram einbeiting- unni og þá mun okkur farn- ast vel. Bylgja nýsköpunar Gleymum því heldur ekki að áföll í efnahagslífi leiða gjarnan af sér bylgjur ný- sköpunar, sem hefur sann- arlega fengið aukna og verð- skuldaða athygli á árinu. Hugverkaiðnaður – fjórða stoðin – sem er nú þegar orðin öflug stoð í gjaldeyr- isöflun þjóðarbúsins, er grunnur að auknum stöð- ugleika og hagvexti til fram- tíðar. Ekki þarf að fjölyrða um að við munum áfram byggja á sterkum en sveiflu- kenndum stoðum sjávar- útvegs, orkusækins iðnaðar og ferðaþjónustu, en nú sem aldrei fyrr þurfum við að leggjast á eitt við að skapa nýjar útflutningsgreinar og aukin verðmæti með ný- sköpun sem byggist á ótak- mörkuðum auðlindum, hvort sem það er af nýjum rótum eða í rótgrónum greinum. Fjórða stoðin mun skapa verðmæt störf sem við þurf- um svo nauðsynlega á að halda. Þrátt fyrir erfiða stöðu er jarðvegur nýsköp- unar frjór og uppskeran kann að verða ríkuleg ef rétt er á spilum haldið. Tími endurreisnar Senn kemur sá tíma- punktur að við hefjum end- urreisnina og snúum saman vörn í sókn. Telja má ljóst að hagkerfið sem kemur út úr faraldrinum verði annað en það sem var fyrir. Þróun sem þegar var hafin hefur orðið mun hraðari vegna faraldursins og tæknilausnir hafa gert okkur kleift að halda úti eins hefðbundnu samfélagi og unnt er í ljósi aðstæðna. Höfum það í huga þegar við hefjumst handa við að reisa við efnahaginn. Þegar við nú kveðjum árið þar sem væntumþykja var helst sýnd með því að halda sig fjarri eða í gegnum staf- ræna miðla í stað hefðbund- inna vinafunda eða faðmlaga skulum við taka með okkur í veganesti fyrir nýja árið samstöðuna, framfarirnar og þær góðu hugmyndir sem urðu til á þessum for- dæmalausu tímum. Sá lær- dómur mun nýtast okkur vel í þeim mikilvægu verkefnum sem við ætlum að takast á við og leysa. Eftir Árna Sigurjónsson » Senn kemur sá tímapunktur að við hefjum endur- reisnina og snúum saman vörn í sókn. Árni Sigurjónsson Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Koma tímar, koma ráð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.