Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 38

Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 38
38 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Ég kom heim úr vinnu einn daginn og brotnaði niðurog gat ekki hætt að gráta.“ Þetta sagði Anna Sigríð-ur Sigurðardóttir í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrirjólin. Í viðtalinu lýsir hún því þegar snjóflóð féll á húsið hennar á Flateyri í janúar síðastliðnum. Dóttir Önnu Sig- ríðar bjargaðist giftusamlega úr flóðinu sem fyllti herbergið hennar. Í viðtölum strax eftir þetta áfall vakti það athygli hversu yfirvegaðar þær voru. En áfallið kom síðar, af öllu afli. Við þekkjum þetta flest, hvernig hugurinn vinnur úr áföllum, hvernig hann hjálpar okkur að komast í gegnum erfiðar að- stæður. Og við vitum það líka að það er mikilvægt að vera með- vitaður um hvaða áhrif áföll hafa á okkur og takast á við þau af auðmýkt fyrir lífinu sjálfu. Það verkefni hafa þær mæðgur einnig tekist á við af æðruleysi. Vil ég óska þeim góðs gengis í sínu ferðalagi og þakka þeim fyrir að veita okkur innsýn í verk- efni sín. Við mótumst öll af þeim áföllum sem við verðum fyrir á lífs- leiðinni og það á líka við um samfélög. Viðbrögð ríkisstjórnar- innar við þeirri miklu vá sem heimsfaraldurinn er hafa annars vegar miðað að því að standa vörð um líf og heilsu fólks og hins vegar að því að tryggja eftir fremsta megni lífsafkomu þeirra sem misst hafa vinnuna. Góð staða þjóðarbúsins sem byggð hafði verið upp af skynsemi síðustu árin var notuð til þess að standa vörð um störf og skapa störf með umfangsmiklum fram- kvæmdum ríkisins. Verkefni næstu ára verður fyrst og fremst að skapa atvinnu til að vinna aftur þau miklu lífsgæði sem við höfum notið síðustu ár hér á landi. Atvinnan er grundvöllur lífs- gæða. Af þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í hefur hlutabóta- leiðin að öllum líkindum verið mikilvægust ásamt framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Einnig hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda þá hópa sem veikast standa í sam- félaginu með stuðningi við barnafjölskyldur með lágar tekjur, eingreiðslum til barnafjölskyldna, hækkun atvinnuleysisbóta, hækkun örorkubóta og svo mætti áfram telja. Verkefnið Nám er tækifæri er einnig mikilvægur þáttur í því að veita atvinnu- leitendum færi á að mennta sig og standa sterkar að vígi á at- vinnumarkaði þegar faraldrinum lýkur. Verkefnin hafa verið mörg og brýn og sem betur fer hafa stór umbótamál sem ekki tengjast faraldrinum náð fram að ganga á árinu 2020. Alþingi samþykkti á vormánuðum frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um byltingu á námslána- kerfinu með stofnun menntasjóðs sem tryggir ungum náms- mönnum betri kjör, stóraukinn stuðning við barnafólk og 30% niðurfærslu á höfuðstól lána sé námi lokið innan ákveðins tíma. Þetta skref er stórt og jafnar enn tækifæri til náms á Íslandi. Annað stórt umbótaverkefni var lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði. Með því heldur Framsókn áfram baráttu sinni fyrir auknum lífsgæðum fjölskyldna á Íslandi en 20 ár eru liðin frá því stórmerk lög Páls heitins Péturssonar um fæðingarorlof voru samþykkt á Alþingi sem tryggðu feðrum sérstakan rétt á orlofi. Þau lög sem félags- og barnamálaráðherra hefur unnið að allt kjörtímabilið eru stórkostlegt umbótamál sem tryggir barni samvistir við báða foreldra á fyrstu mánuðum lífsins og er risaskref í átt til aukins jafnréttis. Húsnæðismál voru eitt af stóru málunum í baráttu Fram- sóknar fyrir kosningarnar 2017 og bar sú barátta ríkulegan ávöxt þegar mál félags- og barnamálaráðherra um hlutdeild- arlán varð að lögum. Það felur í sér magnaðar umbætur fyrir efnaminna fólk og felur í sér að fleiri geta keypt sér þak yfir höfuðið og komist af óhagstæðum leigumarkaði í eigið húsnæði. Í samgöngunum varð eitt af stefnumálum Framsóknar að veruleika þegar Loftbrúin var tekin í gagnið í september síðast- liðnum. Í Loftbrú felst að íbúar fjarri höfuðborgasvæðinu fá 40% afslátt af ákveðnum fjölda flugferða á ári. Loftbrúin er stórt skref í því að jafna aðstöðumun byggðanna og gerir fólki til dæmis auðveldara að sækja sér læknisþjónustu og afþrey- ingu í höfuðborginni. Stórsókn er hafin í uppbyggingu á vega- kerfinu, höfnum og flugvöllum um allt land og má þar sérstak- lega nefna nýja flugstöð á Akureyri sem veitir tækifæri til að opna nýja gátt í flugi til landsins. Ísland er gott og sterkt samfélag. Það sýndi sig á þessu umbrotaári. Samstaða mikils meirihluta almennings í sótt- vörnum og umhyggja fyrir þeim hópum sem veikastir eru fyrir sýndi það svo ekki verður um villst. Íslendingar nýttu líka þá uppstyttu í faraldrinum sem ríkti í sumar til að ferðast um fallega landið sitt og upplifa náttúruna og kynnast þeirri mögn- uðu uppbyggingu sem orðið hefur í ferðaþjónustu um landið allt. Þau kynni fólks af landinu sínu og löndum sínum hringinn um landið hafa aukið skilning og virðingu okkar hvers fyrir öðru. Sú reynsla verður mikilvægur hluti af viðspyrnunni þegar hún hefst af fullum krafti. Þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni hefur sýnt hvað þekk- ing vísindanna og samtakamátturinn getur skilað mannkyninu í baráttu við vágesti. Af hraðri þróun þess getum við lært margt, ekki síst hvað samvinnan getur skilað okkur langt. Það hugar- far sem einkenndi viðbrögð heimsins á að vera okkur fyrirmynd þegar kemur að baráttu okkar gegn loftslagsbreytingum. Hnignun popúlískra afla um allan heim vekur með manni von um að lönd heimsins geti sameinast um aðgerðir til að bjarga heiminum. Það verður ekki gert með trúarlegum refsivendi heldur með því að nýta afl vísindanna og kraft samtakamáttar- ins til að finna leiðir til að viðhalda lífsgæðum án þess að ganga á náttúruna. Eyðingarmáttur náttúrunnar, hvort sem er í líki veiru eða náttúruhamfara, vekur líka með okkur sköpunarkraft til að mæta þeim verkefnum sem fram undan eru í loftslags- málum. Sá kraftur sem ungt fólk, öðrum fremur, hefur sýnt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum er okkur öllum inn- blástur. Með vorinu mun aftur færast líf í ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúran og menningin verða áfram mikið aðdráttarafl fyrir erlenda gesti og þeir innviðir sem byggðir hafa verið upp bíða þess að komast aftur í fulla notkun. Síðast en ekki síst bíður fólk með mikla þekkingu og orku eftir því að nýta hæfileika sína í ferðaþjónustunni. Atvinnugreinar eins og fiskeldi, kvikmynda- gerð og skapandi greinar hafa gríðarleg tækifæri til að stækka og byggja undir lífsgæði framtíðarinnar í góðu samspili við sjávarútveg og landbúnað. Framtíðin er björt ef okkur tekst að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast. Já, viðspyrnan er handan við hornið, nú þegar sól hækkar á lofti og bólusetningar eru hafnar. Ríkið hefur ráðist í viða- miklar framkvæmdir, ekki síst á sviði samgangna og nýsköp- unar. Samgöngur eru lífæð landsins, stór þáttur í lífsgæðum fólks og styrkir byggðir og samfélög. Nýsköpun á öllum svið- um, hvort sem það eru stafrænar lausnir í stjórnsýslu eða stuðningur við frjóa sprota í atvinnulífinu. Næstu mánuði og ár verður það verkefni stjórnmálanna að vinna úr þeim áföllum sem gengu yfir okkur árið 2020. Þar er efst á blaði að skapa atvinnu til að standa undir frekari lífs- gæðasókn fyrir Ísland. Líkt og áfall Önnu Sigríðar og dóttur hennar þá mun árið 2020 vera verkefni sem við vinnum úr sam- an eftir því sem mánuðirnir og árin líða. Höggið sem ríkissjóður hefur tekið á sig vegna faraldursins má ekki leiða til þess að samheldni þjóðarinnar gliðni og veikari hópar samfélagins verði skildir eftir þegar viðspyrnan hefst af fullum krafti. Hug- sjón Framsóknar um gott samfélag þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra í þeim stóru verkefnum sem eru fram undan mun skipta lykilmáli. Við munum leggja allan okkar kraft og alla okkar reynslu í að skapa nýja framsókn fyrir íslenskt sam- félag, nýja framsókn fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, nýja fram- sókn fyrir landið allt. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt ár og ný framsókn fyrir landið allt Við munum leggja allan okkar kraft og alla okkar reynslu í að skapa nýja framsókn fyrir íslenskt samfélag, nýja framsókn fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, nýja framsókn fyrir landið allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.