Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 44
44 STJÓRNMÁL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Við höfum varla upplifað annað eins ár. Farsóttinkom okkur algjörlega í opna skjöldu og þó að viðséum vön býsna miklum hagsveiflum þá eru efna-hagsleg áhrif hennar sannarlega fordæmalaus.
Sum okkar finna ekki fyrir kórónakreppunni en á stóra af-
markaða hópa samfélagsins leggst hún þungt og ekki öll
kurl komin til grafar með það. Náttúruöflin hér á landi
minntu líka óþyrmilega á sig þetta árið með ofsaveðri og
snjó- og ofanflóðum, nú síðast á Seyðisfirði. Þar gekk
kraftaverki næst að enginn mannskaði skyldi verða en eyði-
leggingin í bænum fagra er átakanleg og íbúar í áfalli. Tjón-
ið verður að bæta og úrbóta er þörf til að tryggja öryggi
fólks á Seyðisfirði og víðar.
Þessi áramótin hugsum við til samborgara okkar sem eiga
um sárt að binda og allra þeirra sem hafa orðið fyrir
barðinu á veirunni eða þurft að færa þungbærar fórnir
vegna sóttvarna. Við hugsum til ykkar.
En nú er sólin loksins að rísa og eins og skáldið sagði:
„það er maísólin okkar“. Betri tíð er vonandi í vændum.
Fyrsti skammturinn af bóluefni kom til landsins á mánudag
og við urðum vitni að fyrstu bólusetningunum hér á landi í
vikunni. Enn er margt óljóst um það hvernig bólusetningum
verður háttað en framundan er lokarimman í þessum langa
og leiðinlega slag við veiruna. Við getum á ný hafið upp-
byggingarstarfið. Og þá er nauðsynlegt að velta fyrir sér:
Hvaða valkostir standa okkur til boða? Hvernig viljum við
haga samfélagi okkar á næstu árum? Hvaða lærdóm höfum
við dregið af átökunum við veiruna?
Jafnaðarstefna fyrir allt Ísland
Samfylkingin býður fram klassíska norræna jafnaðar-
stefnu fyrir allt Ísland og alla Íslendinga. Við trúum því að
hin gömlu góðu gildi hennar, sem lögðu grunninn að fram-
úrskarandi samfélögum Norðurlanda, séu rétta leiðin fram á
við. En við höfum líka lært af reynslunni.
Framtíðarsýn jafnaðarmanna snýst um fulla atvinnu, fjöl-
breytt tækifæri óháð efnahag og sterkt almennt velferðar-
kerfi fyrir alla Íslendinga. Hún snýst í grunninn um bætt
kjör venjulegs fólks og að við deilum lífsskilyrðum í þessu
landi, óháð uppruna og þvert á alla þjóðfélagshópa. Við er-
um andsnúin misskiptingu á grundvelli auðs, valds, tæki-
færa og lífsgæða og viljum draga úr vaxandi bili milli borg-
ar og byggða. Síðast en ekki síst hefur Samfylkingin tekið
afgerandi forystu á sviði loftslagsmála með áherslu á græna
uppbyggingu um land allt og ítarlegri stefnumótun um
græna atvinnubyltingu. Það dugar ekkert minna.
Gróðahyggja ekki svarið
Æ fleirum verður ljóst að gróðahyggjan á engin svör.
Þegar kemur að stærstu áskorunum okkar daga – hvort
sem það er efnahagskreppa og ójöfnuður eða heimsfaraldur
og hamfarahlýnun – þá skila þau stjórnmálaöfl auðu sem
standa fyrir ofuráherslu á ískalda markaðshyggju.
En er það nema von að stjórnmálafólk sem trúir því að
markaðurinn leysi allt, eigi erfitt með að eiga við mesta og
alvarlegasta markaðsbrest heimssögunnar, sem er hamfara-
hlýnun af mannavöldum? Eða að hörðustu frjálshyggju-
menn, sem hreinlega trúa því ekki að samfélagslegar stofn-
anir geri gagn, reynist ráðþrota þegar þörf er á að beita afli
hins opinbera af festu til að takast á við efnahagslegar af-
leiðingar heimsfaraldurs og ójöfnuð í samfélaginu? Hug-
myndafræðilegur rétttrúnaður má ekki þvælast fyrir heil-
brigðri skynsemi.
Staðreyndin er líka sú að stjórnmálaöfl gróðahyggjunnar
eiga litla sem enga samleið með þeim gömlu góðu gildum
sem íslenskur almenningur aðhyllist upp til hópa: um sam-
stöðu, samábyrgð og samhjálp. Þetta hefur sýnt sig undan-
farna mánuði í viðureigninni við veiruna og efnahagsleg
áhrif hennar. Því í mótvindi kemur gjarnan í ljós úr hverju
stjórnmálafólk er gert, hvaða hagsmunir eru settir í forgang
og hvaða gildi ráða ferðinni í raun og veru.
Ábyrgðarleysi
Einn stjórnmálaflokkur hefur verið áberandi óábyrgari en
aðrir flokkar og úr takti við þjóðina þegar kemur að sótt-
varnamálum. Nær algjör og aðdáunarverð samstaða al-
mennings á Íslandi að undanförnu á sér eins skýra and-
stæðu og hugsast getur í fullkomnu ábyrgðarleysi Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefur leikið tveimur skjöldum og
hlaupist undan ráðstöfunum eigin ríkisstjórnar. Þingmenn
flokksins hafa hamast gegn settum sóttvarnareglum og ráð-
herraliðið gengið á undan með vondu fordæmi og þverbrotið
þær, ítrekað. Allt með tilheyrandi vandræðum fyrir sam-
starfsfélaga sína og þríeykið góða.
Eitt er að hlaupa á sig og gera mistök. En það er eitthvað
annað og alvarlegra að gera svona mikið, svona markvisst,
til að grafa undan trausti og tiltrú almennings á nauðsyn-
legum aðgerðum í þágu almannavarna. Ábyrgðartilfinningin
virðist lítil sem engin og lítið hugsað til þeirra sem leggja á
sig mikið í framlínustörfunum, þeirra sem misst hafa lífsvið-
urværið vegna sóttvarna, þeirra sem þurft hafa að sæta ein-
angrun og vera í sóttkví eða þeirra sem glíma við heilsu-
brest eða ástvinamissi.
Þetta eru ekki viðhorf sem við þurfum á að halda þegar
uppbygging samfélagsins hefst á ný. Þegar við ákveðum
hvernig við viljum haga okkar málum á næstu árum, hvern-
ig við ætlum að skapa sterkara og heilsteyptara samfélag á
Íslandi fyrir okkur sjálf, hvert annað og komandi kynslóðir.
Samhljómur með Samfylkingunni
Því miður var sama hugmyndafræðin uppi á teningnum
við stjórn efnahagsmála á árinu. Úreltar kennisetningar
réðu för þegar betur hefði farið á að beita almennri skyn-
semi. Í stað þess að létta undir með þeim sem lentu verst í
kórónukreppunni var ráðist í ómarkvissa lækkun fjármagns-
tekjuskatts og erfðafjárskatts, auk þess sem milljörðum var
ausið í uppsagnastyrki. Tugir þúsunda misstu vinnuna en
engin áætlun hefur enn verið sett fram af hálfu stjórnvalda
um fjölgun starfa. Bætur atvinnuleysistrygginga mátti ekki
hækka vegna hættu á „letjandi áhrifum“ og það var ekki
gert fyrr en seint og um síðir þegar þrýstingur Samfylking-
arinnar og samtaka launafólks reyndist ríkisstjórninni of-
viða.
Efnahagsáætlun okkar jafnaðarmanna til næsta árs, sem
birtist í Ábyrgu leiðinni – úr atvinnukreppu til grænnar
framtíðar, mæltist vel fyrir víða í samfélaginu og á eftir að
reynast gott leiðarljós. Lykilorðin þar eru vinna, velferð og
græn uppbygging um land allt. Grunnforsenda þess að hér
sé hægt að halda uppi sterku velferðarkerfi er hátt atvinnu-
stig. Yfir tuttugu þúsund manns vilja vinnu en fá ekki, með
tilheyrandi tekjufalli og erfiðleikum. Samt er Samfylkingin
eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur lagt fram heildstæða
áætlun hvernig á að ná niður atvinnuleysi og fjölga störfum.
Val almennings
Auðvitað skiptir það ekki mestu máli sem er búið og gert
heldur hljóta verkefnin framundan að eiga hug okkar allan.
Og þau eru ærin. Vinstri grænum og Framsóknarfólki er
vorkunn að standa frammi fyrir svo brýnum úrlausnarefnum
með óábyrgum samstarfsflokki í ríkisstjórn sem skilur ekki
gildi samstöðu, samábyrgðar og samhjálpar. Þá mættu þau
hafa hugfast að aðrir valkostir eru í boði við stjórn landsins.
Það vita kjósendur líka þegar að kosningum dregur á
nýju ári, hvort sem þær verða í haust eða þeim verður flýtt
fram á vor vegna vandræða í stjórnarsamstarfinu. Sólin rís
og smám saman blasa skýrir valkostir við okkur. Almenn-
ingur getur brátt valið um það hvort hér verði mynduð
græn félagshyggjustjórn sem reisir Ísland við úr veiru-
kreppunni á forsendum jafnaðarstefnunnar: þar sem við
byggjum á félagslegu réttlæti, ábyrgri hagstjórn og heil-
brigðum vinnumarkaði – og ráðumst um leið í græna upp-
byggingu um land allt. Forsendan fyrir slíkri stjórn er sterk
Samfylking.
Kæru landsmenn, gleðilegt nýtt ár!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Maísólin
Almenningur getur brátt valið um það hvort hér
verði mynduð græn félagshyggjustjórn sem
reisir Ísland við úr veirukreppunni á forsendum
jafnaðarstefnunnar: þar sem við byggjum á fé-
lagslegu réttlæti, ábyrgri hagstjórn og heil-
brigðum vinnumarkaði – og ráðumst um leið í
græna uppbyggingu um land allt.