Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 50
Elsku Steingeitin mín, stundum er allt sem þarf til í lífinu að bara vera, en þú ásælist meiri kraft til að vera og það er svo sannarlega það sem þú munt gera þetta ár. En þú skalt skoða það vel að þú þarft ekki að vera ofur stillt Steingeit, heldur að vera tilbúin að prófa lífsins lystisemdir og skilja það að eina sambúðin sem þarf í raun að ganga upp er sambúðin við sjálfa þig. Þú getur skilið við allt annað í lífinu en þú þarft að vakna og sofna með sjálfri þér og þarft að hanga með þér hverja mínútu. Þess vegna skaltu aldrei bíða eftir annarra manna hrósi heldur klappa sjálfri þér á bakið, bera virðingu fyrir þér, standa með og elska hina einstöku þig skilyrðislaust. Það er mikill kraftur sem felst í fyrstu mánuðum ársins og með hverri hugmynd fæðist líf og það munu svo sannarlega verða skreytingar í lífi þínu næstu mánuði því þú hefur allt að vinna. Þetta ár tengir þig við töluna sex sem færir þér ást þar sem þú vilt elska, gefur þér öryggi svo þú getir verið frjáls og sýnir þér maka sem þú getur haft til fram- búðar ef þú kærir þig um. En þú verður að vera tilbúin að opna faðminn fyrir ástinni og stinga þér í djúpu laugina. Það er farsælast fyrir allar Steingeitur að leysa vandamál í öllum sínum fjöl- skyldum án þess að til uppgjörs komi. Þetta er það ár sem gefur sameiningu og fyrirgefningu og leiðir þig áfram rétta veginn. Þú skalt temja þér þá hæfni að tala ekki illa um aðra, því hafirðu ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja, í því felst ljósið sem á eftir að lýsa þér veginn. Þú ert búin að fá margt upp í hendurnar sem þú hefur óskað þér og það er svo mikilvægt hjartagull að þó þú hafir að svo mörgu leyti allt sem þú þarft máttu alls ekki missa sjónar á þeim parti af lífi þínu sem er svo góður. Þetta ár gefur þér ennfremur að þú átt eftir að hrinda svo mörgu í framkvæmd og átt eftir að bæta við þig hvort sem það er í námi eða vinnu. Þetta getur tekið lengri tíma en þú óskar, en ekki vera óþolimóð því allt gerist á hárréttum tíma. Júní er þinn mánuður, því það verður eitthvað sem gerist þá eða í kringum þann mánuð sem fær hjarta þitt til að slá örar, þú finnur spennuna magnast og þér líður vel. Annars verður sum- arið átakalaust að mestu leyti, en mest spennandi tíminn hjá þér verður síðustu fjóra mánuði árs- ins. Þetta er bæði tengt hinu veraldlega og lífinu almennt. Ár framkvæmda og krafts STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vatnsberinn minn, nú er öld Vatnsberans gengin í garð og þú verður svo hoppandi kátur þetta árið. Þú tengir þig við móður Jörð af öllu hjarta og finnur hippann sem í þér býr. Þú átt eftir að aðhyllast allskyns kenningar sem tengjast friðn- um og þannig finna ljósið skína svo skært í kringum þig, svona eins og vinkona okkar Yoko Ono lét gera í Viðey. Þú sérð svo skýrt hvað er rétt og hvað er rangt og lærir með tilþrifum að fara milliveginn. Þú semur þér í hag í sambandi við ólíklegustu hluti. Og ef þú ert að skoða það að skipta um heimili þá finnurðu himneskan stað, ef þú hefur ekki nú þegar fundið hann. Þú leyfir þér kæruleysi, því þú átt það skilið. Þú þarft svo mikið frelsi, litli hippinn minn, og þar af leiðandi má enginn ráða yfir þér eða stjórna eins og þú værir bara peð í taflinu. Þetta gerist líka hvort sem þú ert að vinna hjá sjálfum þér, ert í námi eða hvað sem er, að þú átt eftir að fá meira frelsi til að gera meira við tíma þinn sem gleður þig. Sumarið verður þægilegt og það er það besta sem þú getur hugsað þér, alveg eins og vatnið í ánni flýtur áreynslulaust út í sjó, svo bjart og fagurt verður sumarið þitt. Þú lítur öðrum augun á lífið og tilgang þess og uppfyllir þínar þrár og langanir. Ástin er með þér í för, leyfðu henni að vera þér sam- ferða. Leitaðu eftir því að horfa ekki á einhuverja litla galla hjá þeim sem þú elskar eða verður ást- fanginn af, heldur er það stóra myndin sem skiptir máli. Síðustu sex mánuðir á árinu verða enn betri en fyrstu sex, svo leyfðu þér að hlakka til, því það er ekki útkoman sem skiptir öllu, heldur ferðalag- ið að útkomunni sjálfri. Þessi andlega orka sem þú færð í ómældu magni nýtist þér til að fá hvern þann sem þú vilt með þér í þennan leiðangur. Þú kemur sjálfum þér á óvart þegar þú sérð þær breytingar sem eiga sér stað, bæði innra með þér og í kringum þig. Öll erum við mannleg, kannski því miður og þú þarft ekki að skammast þín fyrir neitt og alls, alls ekki breyta þér fyrir aðra. Því þú ert eins fullkominn og hægt er, en stundum er það bara ein setn- ing sem einhver sagði við þig sem festist í frumunum þínum og dregur þig niður. Það gefur þér engar undirtektir ef þú kvartar og kveinar og þó þú hafir gengið í gegnum erfiða tíma, því þetta kallast bara lífið sjálft. Þú hefur ekki tapað neinu þó þér finnist það og ert á tíma frelsis, hugrekkis og heilsusamlegs lífs. Ástin er með í för VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Árið 2021 Elsku Fiskurinn minn, árið þitt byrjar eins og glitský á himni, eitthvað svo óraunverulegt og eitthvað svo fallegt og gefandi. Ég fór hreinlega að gráta þegar ég sá glitskýin sem vermdu flestalla landshluta síðustu daga ársins. Þau tákna að eitthvað svo óraunverulega gott sé í aðsigi. Þú vinnur þig út úr allri sorg og sút sem hefur lamið þig og þú lætur ekkert minna en regnbogann duga. Þú verður mjög spenntur fyrir tilverunni þessa næstu mánuði sem heilsa þér og þar af leiðandi færðu spennandi tíma. Ef þú hefur áhyggjur af fjármálunum þínum, þá leysast þau um leið og þú horfist í augu við þau, því möguleikarnir eru allt um kring. Þú átt eftir að finna hversu orðhepp- inn og næmur þú ert, og þar sem þið Fiskarnir eruð tengdir vatnsorkunni gefur þessi öld Vatns- berans þér svo mikla fyllingu í hjarta og trú á að þú getir, að það er fátt sem getur haldið þér niðri. Það eru spennandi tímar að mæta þér fram á vorið og þú lætur orðin tala og hugmyndir gerast. Hvort sem þú ert í vinnu eða skóla, þá verður útkoman góð á vormánuðum. Ef þér finnst að þú þurfir einhverja hjálp, leitaðu þá aðstoðar núna, því enginn annar tími er réttur til þess. Þú þarft að vilja af öllu hjarta og án nokkurra fordóma að láta þér líða vel og þú átt að gera allt til þess að hamingjan flæði í huga þínum. Það sem þú ert að gera næstu sex mánuði byggir upp sterkar stoðir í kringum þig fyrir allt árið. Þegar þú ert búinn að skoða fjármálin sérðu að þú getur fjárfest í einhverju merkilegu og þá er það eitthvað sem þér þykir merkilegt. Það eru peningar þarna, náðu í þá, en þú þarft að vera þolinmóður alveg eins og þú sért að veiða fisk, setja rétta beitu á og bíða. Þá verður útkoman eins og flæði af fersku vatni. Það er hætta á hvatvísi í ástinni en á sama tíma er líka hætta á þú umfaðmir ekki ástina nóg og gefir henni ekki nógu mikið til að hún sé, skoðaðu þetta vel. Þetta er tíminn sem þú byggir, breyt- ir og bætir allt sem þú vilt láta vaxa í kringum þig. Gerðu engan reiðan, því þú nennir ekki slags- málum og það er svo satt að fiskurinn á að sigla milli skers og báru eins gamalt máltæki segir. Og þó þú haldir áfram á fullri ferð, lokaðu ekki á það sem tengist fortíðinni of fast, því það getur vel verið að þú viljir hleypa einhverjum parti af henni inn aftur. Svo hafðu alla möguleika opna eins og framsóknarmenn. Þú munt efla mátt, en á sömu stundu sýna sátt og með því leysist krossgáta ársins 2021, ÞÚ ERT BESTUR. Trú og fylling í hjarta FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku, Hrúturinn minn, þú ert búinn að ganga í gegnum merkilegt ár sem hef- ur haft allskonar áhrif á tilfinningar þínar og þroska. Þegar þetta ár er að byrja, geturðu að mörgu leyti verið þakklátur fyrir það sem yfir þig dundi. Þú ert harðákveðinn í því að skipta um gír í þessum merkilega janúarmánuði sem þú ert að fara inn í. Og þó þú leyfir þér dag og dag að vera í hlutlausum gír, skaltu bara gera það með gleði. Þú ert að líta í kringum þig til að skoða margar áskoranir sem þú vilt færa þér og takast á við. Ein áskorun í einu er alveg nóg, því annars getur blaðran sprungið. Þetta tilfinningamikla og einlæga ár er sérstaklega að klappa fyrir þér þegar mars kemur. Þá finnurðu í öllum frumunum í blóði þínu að þú ert sá sem þú vilt vera. Á þessu tímabili eflast tengingar við fjölskyldu, gamla og nýja vini og ým- islegt fólk sem auðgar anda þinn. Þú ert tilbúinn með faðminn útbreiddan og knúsar og gefur fólki styrk af innlifun. Eitt barna- barnið mitt sagði við mig þegar ég hélt í höndina á henni og var að hugga hana: Amma, ég finn að höndin á mér hitnar alveg upp í höfuðið þar sem hugsanirnar mínar eru, þá byrja þær að verða fal- legri og betri. Ég fékk sting í hjartað því börnin eru á þessari jörð til að kenna okkur hinum. Talan níu trónir yfir þér á þessu ári og hún hjálpar þér við það að skilja hvað þú átt ekki að vera með í eft- irdragi og gefur þér einnig að þú ert að byrja á nýju og öðruvísi tímabili til 10 ára þegar þessu bless- aða ári 2021 lýkur. Þú færð meiri áhuga á hinu andlega en hinu veraldlega þegar líður tekur á þetta ár, en samt er þetta vinnuárið mikla og þú átt ekki eftir að skafa af því. Þú færð mikla umbun eða verðlaun í vor, í hvaða formi skal ég ósagt látið, en þetta er samt eitt- hvað sem þú ert búinn að bíða eftir í langan tíma. Þú þroskast eins hratt og íslensku blómin vaxa að vori, en það er mjög mikilvægt fyrir þig að skoða hvaða blóm þú vilt vera. Viltu vera litríkt blóm, eða blóm sem enginn sér? Þú ræður þessu nefnilega, svo taktu ákvörðun og sjáðu fyrir þér hvernig þú vilt að blóm þitt springi út. Sumarið gefur þér frið og vellíðan og verður eitt það streitulausasta tímabil sem þú hefur mætt. Þú skipuleggur þig svo ógnarvel fyrir haustið að allt sem þú planar fell- ur í rétta röð. Mörg ykkar stefna á lærdóm eða að bæta við sig í námskeiðum eða þvíumlíku. Þú gef- ur þér svo sannarlega tíma til þess og tíminn er það eina sem þú átt. Ástin er í góðum gróðurvegi á þessu ári, réttu fram hönd og önnur hönd grípur í þína. Með faðminn útbreiddan HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Nautið mitt, þú ert pínulítið ringlaður á þessum tímamótum sem eru núna. Þú ert að safna saman orkunni sem þú misstir og ert eins og að vakna. Og þegar þú vaknar þá velurðu þér daginn, þú ákveður hvort þú ætlir að gera hann góðan eða ætlir að blóta öllu í sand og ösku. Þegar þú ert búinn að taka til í kringum þig skaltu bjóða hamingjunni inn í þetta ár. Og vera tilbúinn að skapa meira, gera listrænt í kringum þig og sprengja búbbluna sem þú hefur getað fest þig í og sérstaklega ef hún er ferköntuð. Þegar seinniparturinn í janúar heilsar þér líður þér eins og þegar beljunum er hleypt út að vori, þú ræður þér ekki fyrir kæti og gleði og það er besta blandan til að vera hamingjusamur. Það eru fiðrildi í maganum á þér og eftirvænting og þú ert svo opinn fyrir ástinni, hvort sem hún er hjá þér núna eða langar til að heimsækja þig. Þessi tilfinning verður hjá þér allavega fram á vorið og með þessu margfaldarðu líðan þína til hins betra. Þú ert á tölunni einn eða upphafi á þessu ári, það er svo margt að setjast hjá þér eða er að koma til þín sem sýnir þér svo sannarlega að þú ert í yndis- legum startholum fyrir næstu níu ár. Gamlar óskir sem voru í brjósti þínu þegar þú varst ungur eða yngri framkallast á þessu ári og í þeim felst þekking og viska. Settu ást eða gló í augu þín til allra, þá virkar þú sjálfur og orka þín bjartari. Ákveddu að setja betri hljóm í röddina þína, það má alltaf bæta tóninn því hún er söngur sálarinnar og þá eru 90% meiri líkur á því þú fáir það sem þú vilt. Það er til fólk sem er orðljótt og blótar og bölvar öllu í kringum sig, hatar ríkisstjórnina, bölvar landinu sínu með því til dæmis að segja að þetta sé bara skítakrummaskuð og engin leið að láta sér líða vel þar. Við þá vil ég árétta að skuð er pjallan á krummanum og þar er sko fjörið. Svo líttu í kringum þig og þakkaðu fyrir, takk, takk og aftur takk er mantran þín á þessu ári. Þrjóskan mun koma þér langt, en lyk- illinn að velsæld er alls ekki að geðjast öllum, því það er lykillinn til að misheppnast. Svo sópaðu þér bara saman og styrktu allt sem tengist þér, að vera sjálfselskur er fallegt orð því það þýðir að elska sjálfan sig, því ef þú gerir það ekki geturðu ekkert gefið. Sumarið er ekki nákvæmlega eins og planaðir og þó þú verðir í smástund súr yfir því þá borgar það sig ekki, því það verður miklu betra, innilegra og ástfangn- ara en var í plönunum þínum. Svo óvæntar ferðir og nýir áfangastaðir eru það sem sumarið gefur þér. Haustið og veturinn verða tímabil mikilla verkefna og þú virðist vera að vinna fyrir marga og sigurinn felst í því. Gamlar óskir koma fram NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í glymjandi skemmtilegt ár sem þú byrjar að taka með trompi upp úr miðjum janúar. Það eina sem getur stoppað þig aðeins er að ef þú ert með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni þá piss- arðu á nútíðina. En nútíðin er og verður alltaf eina stundin sem þú átt í raun. Það leysast upp gömul sárindi og fyrirgefning og friður tindra í kringum þig fyrstu mánuði ársins. Þú ert svo tilbúinn að gefa þig allan í ástina, sem þú hefur kannski ekki verið alveg 100% viss um þú ættir að gera. Júpíter er svo yndislega ferskur og vinalegur og hjálpar þér í staðfestunni og gleðinni á sama tíma. Þú þarft að skoða það vel að hamingjan er ekki fólgin í skynseminni, heldur ímyndunaraflinu og þegar þú bætir ímyndunaraflinu við kátínu þá sérðu stjörnurnar skýrar. Vormánuðir kalla þig í nýja og athyglisverða vinnu eða efla hag þinn í þeirri vinnu eða námi sem þú ert í. Þetta er að öllu leyti betra ár en í fyrra, en þá kláraðirðu líka svo margt og sást betur hvað þú vilt í raun og veru. Svo í huga þínum sé ég að þú þakkar fyrir síðasta ár og munt svo sannarlega bjóða þetta velkomið sem 20 sinnum betri tíð en þú hafðir þorað að vona. Að vísu byrjar allt með voninni, svo þú skalt treysta á að það sem þú vonar verði, því að þú skapar líf þitt í raun jafnóðum með hverri hugsun sem fæðist. Svo slökktu á erfiðum hugsunum, sem er líkt og að slökkva á sjónvarpinu, og kveiktu svo aftur og skiptu um rás. Þú ert með töluna 11 sem er jafnt og tveir og það er masterstala samkvæmt indverskri form- úlu. Talan 11 er tákn tveggja sverða, sem standa beint upp í loftið eins og hlið að heimili. Þetta skap- ar rísandi hugrekki og fær þig til að líða eins og þú sért besti herforinginn á svæðinu. Það eina sem getur hindrað er að annað sverðið reyni að stinga í hitt. En það ert bara þú sjálfur sem lemur þig nið- ur fyrir einhverja vitleysu sem skiptir alls engu máli þegar upp er staðið. Sumarið er sveipað ástríðu og það sem lætur þig finna ástríðuna í sjálfum þér og mun koma til þín á silfurbakka upp úr miðjum maí. Þetta er ár greddunnar en það að vera graður í eitthvað sem maður vill þýðir einfaldlega að óska einhvers virkilega, standa svo upp og sækja það án þess að hika. Fjölskyldu- meðlimir verða ekki alltaf sammála þeim skrefum sem þú tekur þegar líða tekur á árið, en þetta eru þín skref og ÞÍNAR ákvarðanir, svo láttu þessar athugasemdir þér í léttu rúmi liggja. Það er ekkert ömur- legt að gerast hjá þér á þessu ári, gullið mitt, og ekkert helvíti í raun til nema það sem þú skapar í þínum eigin huga. Og þar sem masterstalan 11 fylgir þér geturðu hreinsað allt rugl út og hafið nýja gleðiorrustu. Gymjandi skemmtilegt ár TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ 50 STJÖRNUSPÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.