Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 51

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 51
Elsku Bogmaðurinn minn, þú kveður gamla árið með stæl og byrjar nýja árið með hrifningu. Þú ert á svo hárri tíðni á þessu guðsblessaða ári að allt gerist svo ofurhratt. Þér fannst síðasta ár ekki nógu skemmtilegt, en núna ertu með töluna átta sem tengir þig og hún er tákn eilífðarinnar. Hún er líka tákn mikils hraða þar sem þú þarft að ákveða hvað þú vilt á augabragði, annars er eitthvað nýtt komið. Þetta er eins og Gettu betur í sjónvarpinu, þú þarft að vera tilbúinn undir hvað sem er. Allskyns viðskipti og brask, flutningar og vinna; allt er ein- hvern veginn að koma sterkar til þín og ég vil heyra þig segja: Ég er tilbúinn! Þú ert með réttu töl- urnar í lífsins bingói, svo passaðu upp á miðann þinn. Þú þarft að hafa öll skjöl og undirskriftir á hreinu og búa þig undir skemmtilegt ferðalag. Þetta á við um allt árið 2021, því litirnir skiptast svo hratt í kringum þig. Ástin er líka á hárri tíðni, það getur valdið veseni og misskilningi, svo vertu skýr í skila- boðunum. Sumarið hjá þér er gæfuríkt, en í því er líka fólgið að þú ert þinnar eigin gæfu smiður. Þú eflist líkamlega á næstu mánuðum og lítur svo vel út, bæði að eigin og annarra áliti og þetta er ekki út af því þú farir í megrun, megrun er alltaf ávísun á það að fitna. Því veröldin heldur að ef þú ferð í megrun og setur allan fókusinn á það, þá fiti hún þig bara aftur til þess þú getir farið í aðra megrun, því veröldin heldur að það sé það sem þú viljir. En þú verður bara fitt og flottur af orkunni, hraðanum og súrefninu sem þú velur að anda að þér. Þú þarft að aðstoða marga þegar líða tekur á haustið og þú getur það svo sannarlega. Ef eitthvað eða ekkert hefur gerst af viti í ástinni í einhvern tíma er það út af tilfinningalegu niðurbroti eða þú ert að hugsa um einhvern sem á ekki heima í hjarta þínu. Vertu bara feginn að geta hent því út, því þá hittirðu þinn eina sanna sálufélaga. Kærleikurinn er lítillátur, en er mikilvægastur, svo mundu á hverjum degi að gefa öðrum þann kær- leika sem þú sjálfur vildir sjá. Þú munt tengja þig svo mikið við lögmálið að elska og ég myndi nýta mér það til að hugsa eða segja það upphátt hvað eða hvern þú elskar. Ég elska vinnuna mína, ég elska heim- ili mitt, ég elska fólk, því eftir því sem þú notar þetta orð meira fyrir dásemdir lífsins dregurðu það nær þér, það er bara lögmál lífsins. Ef einhver veikindi hafa hrellt Bogmanninn minn, þá gefðu þeim bara minni athygli, talaðu ekki mikið um þau og vorkenndu þér ei, því allt sem þú veitir athygli vex. Og orðið athygli þýðir ljós, eitthvað sem þú lætur skína á. Þá heldur uppsprettan eða veröldin að þú viljir meira af því. Kraftaverk eru falin alls staðar í kringum þig á þessu ári og þú finnur þær lausnir sem þig vantar. Kraftaverk allt um kring BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, janúar fer rólega af stað og þú munt svo sannarlega elska það að hafa bara rómantík og kertaljós, horfa á góðar myndir og slaka á ef þú mögulega getur. Það er ekkert sem snarsnýr veröldinni þinni í upphafi árs 2021 en gef- ur þér samt svo mikla möguleika á að líma það saman sem hefur brotnað á síðasta ári. Þér tengist hin fal- lega heilaga tala sjö og það sem hún gefur þér er andlegur styrkur og betri heilsa. Hún færir þér einnig tækifæri til að taka þig á í þeim þáttum sem þú vilt vinna í, sem eru náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú þú sjálfur. Það eru svo sannarlega góðir mánuðir að birtast þér og til þess að þú sjáir það verður þú að skilja og vita hvað í raun og veru er mikilvægt. Þú getur pirrað þig á vinnu eða veröldinni og ef þér finnst að eitthvað sé að gera þér grikk, þá er það í raun og veru ekki satt heldur bara þín eigin hugsun og þitt egó. Allt í lífi okkar eru venjur; þú setur öryggisbeltið á þig, sem er venja, burstar tennurnar hálfsofandi, það er venja, og þú gerir margoft hluti sem þú vilt ekki, því þú venur þig á það. Þú ert að brjótast út úr þeim vana sem þér hefur fundist vera hindrun þín og þetta getur skapað kvíða. Kvíði skapar stress sem er ávís- un á frestunarorku sem skapar svo þunga lund. Ekkert af þessu tengist aga, heldur ertu að brjótast út úr viðjum vanans og tilvera þín næstu mánuði hjálpar þér til þess að sjá hvaða tækni þú ætlar að nota. Óger- legt er orð sem ekki ætti að vera til fyrir þig, og heldur ekki sögnin að reyna. Taktu einn dag í einu og lifðu í dagþéttri veröld, þá flýgurðu upp úr eldinum eins og fuglinn Fönix. Þú átt eftir að einsetja þér á þessu tímabili að hlusta með einlægum áhuga á aðra og það er í raun og veru það sem maður vill að aðrir geri fyrir sig. Með því snertirðu hjörtu annarra og í því er hinn mikli tilgangur fólginn, því í hvert skipti sem þú snertir annars manns hjarta stækkar þitt eigið. Þú þarft líka alveg að sleppa því að hafa móral yfir því sem í raun og veru þér og öðrum er sama um. Það er ekki skammarlegt að detta í lífinu, það er miklu skammarlegra að standa ekki upp aftur. Þú stendur svo sannarlega upp aftur, stendur upp fyrir þínu, límir saman og lagar glerbrotin í skónum þínum sem áttu alls ekki að vera þar. Þú finnur að þú trúir á máttinn þegar líða tekur á sumarið og í þeim anda koma til þín ótrúlegustu manneskjur til að fá ráð eða klapp á bakið. Mátturinn mun auka stolt þitt og þú mátt líka vera miklu meira stoltur af sjálfum þér, því mont og stolt eru jú systur. Þegar seinni hluti ársins heilsar þér blasa við þér út frá þessari sjálfsrækt ferskir og skemmtilegir atburðir sem tengja þig við hamingjuna. Fyrir þig að vera svo blessaður að hafa þessa tölu á þessari Vatnsberaöld er það jákvæðasta í lífinu sem þú hefur séð hingað til. Orðið ógerlegt er ekki til SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Vogin mín, þótt þér hafi fundist titringur í hjarta þínu og í kringum þig er það bara jarðskjálfti hamingjunnar. Satúrnus færir þér kraft til að vinna í þínum starfsframa og þú ferð aftur til fortíðar og sækir gömlu þig og það sem þú varst að gera þá. Hversu mörg ár til baka veit ég ekki, en það er eins og þú sért að byrja upp á nýtt eða nýtt líf. Þú gerir hlutina sjálf eða öðruvísi og verður ánægðari með hverju einstaka tímabili sem skreytir þetta ár. Júpíter er sterkt yfir þér líka og gefur þér gjafir, hjálpar við gamlar óskir sem rætast og þetta eru jafnvel óskir sem þú varst næstum búin að gleyma þangað til þær birtast. Þú verður hissa aftur og aft- ur; „hvernig er þetta hægt?“ áttu oft eftir að segja við sjálfa þig. Þú verður svo sterk í því að tengja sjálfið þitt við Alheiminn og bíður þar af leiðandi ekki lengi eftir svari. Janúar er ekki skrifaður alveg eins í skýin eins og þú vildir, en það er svo sannarlega allt í lagi því allt er eins og það á að vera. Febrúar og mars færa þér orku á fullu flæði inn í hverja einustu frumu þína og þér finnst eins og þú snertir ekki jörðina þótt þú sért á fullri ferð. Talan sex er tengdust þér á þessu ári og táknar hún ást, trygglyndi, vináttu og leiki. Við erum fædd á þessa jörð til að leika okkur, svo ef þú gerir vinnuna eða það sem þú ert að fást við að leik sérðu tilganginn. Á þessari tölu borgar sig ekki að hafa nein leyndarmál sem ekki mega sjá dags- ljósið. Vertu frekar einlæg og segðu hlutina eins og þeir eru og láttu líka vita hvernig þú vilt hafa samskiptin við þitt fólk. Talan sex færir líka óvenjulega heppni og er góð til að fjárfesta í húsnæði sem þarf þó að hafa tilgang; það er að segja húsnæðið sjálft, því tilgangurinn helgar meðalið. Fyrripartinn á árinu skaltu hafa huga þinn staðfastan á verkefnunum og gera allt sjálf því þú þarft enga lögfræðinga eða aðra fræðinga en sjálfa þig til þess að fá það sem þú vilt. Sumarið líður hratt eins og ör- skot, því þú hefur líka svo mikið fyrir stafni þá. Og þegar maður hefur mikið að gera hefur maður ekki tíma til að hafa velta sér upp úr eigin veseni. Svo þú dregur hausinn úr rassinum á þér og hættir gjörsam- lega að hafa áhyggur, því áhyggjur laða bara að sér fleiri og eru algjör tímasóun. Þú munt aldrei trúa hvað þetta ár mun gefa þér, þetta er eins og stór jólapakki með alls konar nýjungum sem eru reistar á gömlum grunni. Og elsku hjartað mitt, þú skalt hemja pirring og reiði því í öllum þessum tilfinningum geturðu látið svo tilgangslausa hluti fara í taugarnar á þér og þú þolir það allra síst sjálf þegar þú missir út úr þér röng orð. Það eru margir í þessu merki sem gifta sig eða trúlofa, því þetta er ár sameiningar fyrir þig. Ár sem gefur VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Elsku Meyjan mín, janúar er þinn tími og fer svo dásamlega vel af stað þetta ár sem gefur tóninn fyrir uppskeru þessa árs. Þú ert ekki að láta litlu hlutina bíta á þig eins og oft áður, heldur segir við sjálfa þig: ég er ekkert excel, þetta má bara vera svona eða pínulítið því fullkomið er ekki endilega það sem ég er að sækjast eftir. Þetta er tíminn sem þú setur út stóru vængina þína, flýgur hátt og verður ekkert að pirra þig á hvar eða hvernig aðr- ir fuglar eru að fljúga. Sköpunargáfa þín eykst með hverjum mánuði, þú sérð hjá þér nýja þætti og sköpunin á sér engin takmörk. Skoðaðu það í byrjun árs hvert þú vilt að árið ferðist með þig, því lífið er svolítið eins og að panta leigubíl, þú verður að segja bílstjóranum hvert þú ætlar til að komast á leiðarenda. Svo teiknaðu á nokkur (eða mörg) blöð þá upplifun sem þú elskar að komi til þín. Þú ert undir óskastjörnu í janúar og að sigla inn í Vatnsberaölduna er sko ekki amalegt fyrir þig. Þín blessaða tala fimm er tengd hjá þér og hún segir að þú munir alltaf finna nýja og réttari leið. Hún boðar líka að þú munir finna öðruvísi og aðra upplifun, fara víða og tengjast húmornum og skemmtilegheitunum sem aldrei fyrr. Þetta er ár hreiðurgerðar og upphaf hjá mörgum að stofna nýtt heimili. Það er frjósem- isorka yfir þér, hvort sem það telst frjósemi hugans eða að fæða af sér barn, þetta á samt ekki við ykkur allar, Meyjurnar mínar. Jafnvægi þitt eykst og eykst með hverjum mánuði sem líður og sjálfstraustið brosir við þér í sumar. Þú hefur það dálítið fyrir mottó að segja falleg orð við aðra og þannig setningar bergmála endalaust. Það stendur í biblíunnni að í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið er guð, svo allt er í orðunum þínum fólgið. Notaðu orðið ég er á undan lýsingarorðum eins og heppinn um það hvernig þú vilt að þér líði. Orðið Yahu þýðir á hebresku Guð og Guð þýðir ég er. Svo alveg sama hvernig þér líður skaltu breyta orðunum og segja ég er heppin, ég er hamingjusöm og allt sem þú vilt segja skaltu endurtaka því þú hefur hið guðlega afl og getur stjórnað líðan þinni með orðum og hugsunum. Þér finnst erfitt að taka mikilvæga ákvörðun þegar líða tekur á haustið og allar mikilvægar ákvarðanir eru erfiðar. En um leið og þú finnur hjá þér hvernig þú ætlar að taka þessa ákvörðun og að framfylgja því sem þú vilt og óskar eftir, þá leysist allt. Til þess að hjálpa þér aðeins er ofsalega gott að biðja lífið að leysa ráðgátuna fyrir þig, slaka á og sleppa, því þá kemur svarið til þín. Ég bið oft og mörgum sinnum lífið að leysa fyrir mig daginn um leið og ég vakna og það er alveg órúlegt hvað allt gengur upp þegar maður er ekki alltaf að reyna að stjórna öllu sjálfur. Í upphafi var orðið MEYJAN | 24. ÁGÚST 22. SEPTEMBER MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Elsku hjartans Krabbinn minn, smá tilfinningatitringur og sviti angrar þig í upphafi árs. Þú finnur ekki alveg taktinn þinn, en ert samt með hann alveg á hreinu. Gefðu þér tíma til að hvíla þig áður en þú byrjar þetta nýársball, því þér er svo sannarlega boðið. Þetta ár gefur þér töluna þrjá, sem sýnir að þú hafir svo miklu miklu meiri hæfileika en þú hélst, en eru svolítið geymdir inni í skáp. En þú munt opna þennan skáp og sjá úr hve miklu þú hefur að moða og strax í febrúar sést hver aðaldansarinn á þessu balli er. Þú elskar svo mikið og svo kært er þér lífið að það geislar af þér og þar af leiðandi vilja allir bjóða þér upp í dans. Vandaðu því vel valið í því við hvern þú vilt dansa á þessu ári. Ég segi þetta vegna þess að þú átt það til að vera ekki nógu mannglöggur. Farðu alltaf eftir þinni fyrstu tilfinningu, því þegar þú finnur fyrir fiðrildum í maganum er dansfélaginn réttur og þetta á við allt sem þú vilt njóta í lífinu. Mars gefur þér fjölskyldu, fegurð, traust og gott karma sem þú ert búinn að safna upp. Og þú átt sko heilmikið inni hjá karmanu og þetta er árið sem er útborgað. Þér mun kannski finnast sumarið ekkert vera rosalega auðvelt, en það er vegna þess að breytingar eru boðaðar þá og það breytist eitthvað sem virðist frekar létt- vægt. En sú breyting verður eins og dómínókubbaáhrif og gefur þér meira og meira og í því muntu fram- kvæma meira en þú þorir. Því að áfram skaltu fara og þú munt hafa það sem mottó að þú gerðir það bara. Þú elskar að gera allt í skorpum og verður svo úrvinda á eftir, en verður samt þakklátur fyrir að hafa gert gott dagsverk því í þessu felst líka að þú ert fæddur til að gera góðverk. Og í hverju góðverki sem þú gerir felst lítill lottóvinningur sem stækkar og stækkar með hverju góðu verki sem þú gerir. Haustið sýnir þér að þú ert með hlaðborð af tækifærum, tilfinningum og ást. Merkilegir hlutir fyrir þá sem eru að leita að ástinni munu gerast yfir sumartímann og staðfesting á því verður seinnipartinn á árinu. Þeir Krabbar sem eru í sambandi munu meta það mikils og efla ástina með góðsemi og gleði. Apríl, maí, júní, júlí og ágúst verða sterkustu mánuðir þessa árs og ég vil sérstaklega tala um ágústmánuð því þá verð- urðu búinn að ganga frá svo mörgu sem þú ætlaðir þér og sjá til þess að nýtt tímabil hefjist. Talan þrír er aðlögunartala og þú átt auðvelt með að aðlaga þig að öllum aðstæðum sem birtast þér og líka alls- konar fólki sem er ólíkt innbyrðis. Þér verður boðið upp á margt og þó þú þiggir ekki allt, þá muntu velja vel og þetta ár gefur þér ótrúlegan styrkleika til að mæta næstu árum. Aðaldansarinn á ballinu KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Ljónið mitt, árið þitt byrjar með yndislegum hugsunum, kraftmiklum fyrirætlunum og orðið þrjóska er ritað á enni þitt. Þú passar svo upp á alla í kringum þig, fjölskylduna og nánustu vini og þess vegna er eins gott að pirra ekki hópinn þinn. Það býr í þér svolítill mafíósi, en þú skalt alls ekki láta alla vita hug þinn, segðu frekar minna og gerðu meira. Þú verður mjög sterkur á andlega sviðinu og það opnast fyrir þér nýjar víddir og nýr skilningur. Öld Vatnsberans fer þér svo einstaklega vel og þú tengir þig við lífið á svo frábæran hátt. Það er mikilvægt fyrir þig á þessu ári að vera alveg á tánum. Og þótt þú sért búinn að ná árangri skaltu ekki slaka á, heldur vertu viðbúinn og varkár eins og ljón eyðimerkurinnar. Ef þér finnst eitthvað vera að dala skaltu bara hífa upp um þig buxurnar og gera betur, því þú hefur máttinn og dýrðina til að betrum- bæta. Þú hefur töluna fjóra með þér í orkunni og er hún skilaboð um að vinna betur grunnvinnuna að því sem þú ert að framkvæma því hún merkir grunninn að traustu lífi. Þú sérð kannski ekki höllina sem þú ert að reisa en grunnurinn er núna svo þú þarft bara að sjá fyrir þér og ímynda þér hversu vel þú getur byggt ef grunnurinn er góður. Þú skalt ekki vera feiminn á þessu ári fyrir því að þú fáir vind- inn á móti þér, þú ert nógu sterkur til að blása hann í burtu og sjá að þetta var bara gola. Þú átt oft erf- itt með að hlusta á ráð annarra, því þér finnst þú alltaf vera ráðagóði róbótinn. Hlustaðu á þá sem hafa reynslu í einhverju sem þér finnst þú ekki hafa reynslu í og taktu sérstaklega vel eftir skilaboðum og ráðum frá öðrum í janúar. Þú gefur þig svo mikið að fólkinu þínu og sýnir mikla samhygð sem eflir ást- ina, fjölskyldubönd og traust. Þú ert tryggur og traustur í eðli þínu svo það er við þitt hæfi að hafa helst bara einn maka, er allt of tilfinningaríkur til þess að dansa á milli í ástinni. Seinnipart sumars eru hátíðahöld, þú ert að fagna, þú ættir reyndar að fagna í hverjum mánuði þeim árangri sem þú nærð, því þá færðu meira af honum. Sálin sendir þér fyrstu hugsun og ef þú bíður of lengi fer heilinn að kryfja skilaboðin frá sálinni og þá kemur „á ég, á ég ekki“ og þá gengur þetta ekki upp. Þú ert forstjóri sálarinnar, því þú ert sálin. Þetta er svo sannarlega þitt ár, því þú færð svo margfalt orkuna til þess að ljóma og skína. Segðu já við því sem þú þorir ekki, því þá eflist lífsbókin þín og þú hefur meira að skrifa og segja frá í ævisögunni þinni. Orka til að ljóma og skína LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 23. ÁGÚST Segðu já í stað þess að segja nei. Knús og kossar STJÖRNUSPÁ 51

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.