Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 ✝ Björg Thorbergfæddist í Reykjavík 2. sept. 1946. Hún lést 28. október 2020 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Móðir henn- ar var Hulda Bergs- dóttir, fædd 31. júlí 1924, dáin 6. sept. 1996. Faðir hennar hét Jack Kingston. Foreldrar Huldu voru Sumarlína Þuríður Eiríks- dóttir, fædd 20. apríl 1898, dáin 7. júlí 1988, og Bergur Thorberg Þorbergsson vélstjóri, fæddur 30. sept. 1894, dáinn 29. ágúst 1953. Björg giftist Gunnari Þórð- arsyni 9. des. 1968 og voru þau gift í 10 ár. Börn Bjargar eru Hulda Berglind Gunnarsdóttir, fædd 4. júní 1967, Katrín Perla Gunnarsdóttir, fædd 17. okt. 1972 og Björg Thorberg Sigurð- ardóttir, fædd 9. feb. 1986, faðir Bjargar yngri er Sigurður Björns- son. Björg Thorberg ólst upp að mestu leyti hjá ömmu sinni og afa, Sum- arlínu og Bergi, á Bræðraborg- arstígnum þar sem hún gekk í Vest- urbæjarskóla. Hún hafði yndi af því að vera í sveit á Hofi á Skagaströnd sem barn. Hún var listakona mikil, sérstaklega þegar kom að heimilinu, Björg stundaði mikinn tréútskurð. Einnig var Björg hestkona um tíð. Hún vann við ýmis versl- unarstörf í gegnum ævina. Lengst af vann hún þó í Rafbúð Sambandsins í Ármúla 3 og síðar hjá bílaumboðinu Jötni. Útför fór fram í Fossvogs- kirkju 9. nóvember 2020. Elsku mamma, ég ætlaði að vera búin að rita þetta fyrir löngu, en það er mikið búið að ganga á – eins og þú veist. Nú langar mig að deila með fólkinu okkar, vinum og fleirum, hversu yndislega mann- eskju þú hafðir að geyma, reyndar var það löngu vitað og ekkert leyndarmál. Uppvaxtarárin mín voru yndis- leg. Eins og kunnugt var, þá var heimilið okkar eins og félagsmið- stöð, það var alltaf svo gaman heima. Þú leyfðir okkur vinunum að gista mikið heima, náttfatap- artíin voru ófá. Þegar við höfðum „aldur til“ tóku partíin við. Við héldum mörg partí heima, enda urðu þar aldrei vandamál, mamma passaði okkur. Ég vann í Bónus í 15 ár, staffapartíin urðu einnig all- mörg heima, þér til mikillar skemmtunar (ekki kaldhæðni). Oft kom það fyrir að þú laumaðist fram til okkar og drykkir með okk- ur. Mér fannst það yndislegt. Eftirminnilegustu tímarnir sem ég á með þér eru jólin, öll jól. Þú gerðir jólin svo hátíðleg. Þá var allt það fínasta dregið fram, hver gluggi var prýddur jólaljósum, jólakrans á útidyrahurðinni, jóla- sveinar stóðu úti um alla íbúð, stór- ir og smáir, í öllum gerðum. Jóla- tréð fór upp snemma, skreytingin á því var alltaf stórkostleg, sér- staklega þegar þú hengdir á þá jólastafina, ég át þá út í eitt. Oft kom það fyrir að þeir voru allir horfnir af trénu löngu fyrir jól, það var allt í lagi, þú hlóst bara. Hlát- urinn þinn var svo skemmtilegur, heyri hann ennþá og mun alltaf gera. Þú gerðir allt til að ég yrði glaðasta barnið á jólunum. Yfir pökkunum mínum ríkti mikill leyndardómur, þú náðir alltaf að plata mig, ég vissi aldrei hvað var í þeim þó að ég hristi úr þeim líftór- una. Ég reyndi oft að leita að gjöf- unum áður en þú pakkaðir þeim inn, það gekk ekki heldur, því þú þekktir mig vel. Maturinn, mamma, hann var alltaf svo góður, sérstaklega á jól- unum. Hefðin var svínabógur a la mamma á aðfangadag, og sósan, ólýsanleg, ég drakk hana með kjöt- inu, þvílíkur meistari sem þú varst í eldhúsinu. Eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem ég fékk frá þér var þeg- ar ég var 10 ára; pakkinn var stærri en ég. Þú gafst mér splunkunýjan bláan Stiga-sleða. Ég varð svo glöð og ánægð, titraði og skalf. Ég fékk bláan því þú viss- ir að ég vildi ekki stelpuliti. Þetta aðfangadagskvöld endaði ég úti í brekku með vinunum langt fram á kvöld. Ég var glaðasta barnið. Ég fór í jarðarförina þína, missti hundinn okkar og tók tvö lokapróf í háskólanum í sömu vikunni. Þessi tvö próf voru síðustu prófin mín til að fá að útskrifast sem tölvunar- fræðingur. Þessi vika var líklega sú erfiðasta á ævi minni. En mamma, veistu hvað, ég náði að út- skrifast, ég get ekki lýst því hvern- ig það er að geta ekki eytt þessari gleði með þér, fá að horfa í augun þín, segja þér frá, og sjá stoltið í augunum þínum. Ég á allt jóla- skrautið þitt, alla jólasveinana, allt saman. Helgina eftir að þú fórst setti ég það allt upp; húsið mitt er eins og jólaland, finn að þú ert hér. Gleðileg jól mamma, ég elska þig meira en allt, sjáumst seinna. P.s. er Snjalla ekki örugglega þarna hjá þér? Björg Thorberg Sigurðardóttir. Björg Thorberg Elsku tengda- móðir mín, þó svo það séu bara rúm tvö ár síðan við hittumst fyrst þá finnst mér eins og við höfum þekkst alla ævi. Þú tókst mér strax sem einu af börnunum þínum og vinátta okkar var ein- stök frá fyrsta degi, því mun ég aldrei gleyma og væntumþykju þína í minn garð mun ég geyma í hjarta mínu á meðan ég lifi. Öll trúnaðarsamtölin okkar mun ég geyma í hjarta mínu því þau voru jú bara á milli okkar, þannig varst þú, þú varst ekki allra en við sem náðum hjarta þínu áttum það alla þína ævi- daga. Við gerðum margt saman, fórum t.d. á marga tónleika, þú, ég og Halldór. Við fórum oft í ísbíltúr, síðast í Perluna, en oft fórum við í Ungó og þá gjarnan líka á rúntinn í Garð og Sand- gerði. Þú sýndir mér hvar tengdaforeldrar þínir bjuggu í Garðinum og ég sýndi þér hvar ég og mamma mín bjuggum í Sandgerði og ekki má gleyma því að þú vildir alltaf fara á bryggjuna enda reri Dóri þinn á Freyjunni og Halldór sonur þinn lengst af frá Sandgerði, mínum heimabæ. Elsku Hulda mín, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín tengdadóttir, Guðný Sigurbjörg. Elsku mamma kvaddi okkur hinn 11. desember síðastliðinn. Mamma var dásamleg móðir og á ég svo margar ljúfar og góðar minningar sem tengjast henni. Við mamma vorum svo góðir vinir og það var alltaf mjög gaman að heimsækja hana Bergþóra Hulda Ólafsdóttir ✝ BergþóraHulda Ólafs- dóttir fæddist 13. nóvember 1942. Hún lést 11. desem- ber 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. á Víkurbrautina. Hún tók alltaf svo vel á móti okkur þessi elska með sín- um einstaka kær- leik sem fylgdi henni alla tíð og alltaf var passað upp á það að við færum ekki svöng út því borðin svign- uðu undan kræs- ingunum. Við mamma fórum margar Reykjavíkurferðirnar og í þeim ferðum var mamma dugleg í tískubúðunum, hún var svo mikil skvísa þessi elska. Oftar en ekki enduðu þessar ferðir okkar á Askinum sem var uppáhaldsveit- ingastaðurinn hennar. Og ekki má gleyma öllum ut- anlandsferðunum okkar, bæði með fjölskyldunni og bara við tvö, hún og prinsinn hennar eins og hún kallaði mig svo oft. Já hún mamma elskaði sólina og hitann. Við ferðuðumst líka mikið saman innanlands og dáðist mamma að fallega landinu okkar í þessum ferðum okkar. Sagði hún gjarnan í upphafi ferðar: „Halldór minn, settu nú á Hún hring minn ber (sem var uppá- haldslagið hennar) og öll hin falllegu lögin hans Villa Vill.“ Eftirminnilegar eru t.d. ferðirn- ar til Jónu systur mömmu í Biskupstungunum. Þar tóku Jóna og Siggi alltaf vel á móti okkur með sinni glaðværð og góðum kræsingum. Á heimleið- inni var alltaf komið við á Geysi þar sem við fengum okkur kjöt- súpu. Hún mamma hélt sko fast í hefðirnar. Þegar elsku mamma lagðist inn á spítala í lok október datt mér ekki í hug að hún kæmi ekki heim aftur. Við Guðný mín erum þakklát fyrir að hafa getað verið hjá henni dag og nótt undir það síð- asta. Söknuðurinn er mikill en minningarnar ylja okkur. Þinn sonur, Halldór. Þá hefur hann Sverrir Oddur bróðir minn lagt upp í sína hinstu för. Fráfall hans kom okkur á óvart þótt við vissum að á und- anförnum árum hefði heilsu hans hrakað nokkuð. Sverrir fæddist með fötlun sem kom ekki í ljós strax við fæð- ingu. Fötlunin ágerðist með ár- unum og hafði veruleg áhrif á hreyfigetu hans og lífsgæði. Hann gat ekki talað en tjáði sig með svipbrigðum og hljóðum þegar hann taldi þörf á. Upp í hugann koma minningabrot úr æsku þegar Sverrir gat hlaupið og hjólað. Honum þótti gaman að stríða litlu systur en var alltaf góður við hana. Þegar við systk- inin eignuðumst okkar börn, var hann ekki hrifinn af þeim í fyrstu en þegar þau stækkuðu og voru Sverrir Oddur Gunnarsson ✝ Sverrir OddurGunnarsson fæddist 11. júlí 1953. Hann lést 19. desember 2020. Útför Sverris fór fram 30. desember 2020. Eftirfarandi grein er endurbirt þar sem hluti greinarinnar birtist ekki í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. komin á hreyfingu fannst honum þau skemmtilegri og þótti sérstaklega gaman að geta danglað með fótun- um í þau. Og þá hló hann hátt. Hann var sannkallaður gleði- gjafi allrar fjöl- skyldunnar með einlæga brosinu sínu og fallegu aug- unum. Börn og barnabörn í fjöl- skyldunni allri umvöfðu Sverri með hlýju og væntumþykju. Sverrir Oddur átti einstaklega sterk og hlý tengsl við pabba og mömmu sem sinntu honum af einstakri elju og hlýleika alla tíð. Mamma fylgir nú þriðja barni sínu til grafar. Slík lífsreynsla hlýtur að vera ótrúlega erfið en mamma er og hefur alltaf verið klettur í fjölskyldunni. Við fjölskyldan mín þökkum starfsfólki sambýlisins á Svö- luási, þar sem Sverrir bjó síðustu árin, fyrir einstaklega góða og faglega umönnun. Slíkt verður seint fullþakkað. Að leiðarlokum þökkum við Sverri fyrir alla gleðistundirnar sem við áttum með honum. Guð blessi minningu hans. Minningin um góðan dreng mun lifa. Valgerður (Vala) systir og fjölskylda. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA GRETA HALLDÓRSDÓTTIR húsmóðir og verkakona, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 23. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 4. janúar klukkan 10.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en beint streymi verður á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju-beinar útsendingar. Sigurveig Rósa Agnarsdóttir Þorgrímur Sverrisson Ævar Ingi Agnarsson Rakel Gunnþórsdóttir Jóhanna María Agnardóttir Unnsteinn Kárason Berglind Ósk Agnarsdóttir Hans Óli Rafnsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, barnabarn og frændi, VALGEIR ÞÓR ÓLASON, lést á heimili sínu sunnudaginn 27. desember. Útförin fer fram 7. janúar. Vegna takmarkana í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja styðja eiginkonu hans og börn á þessum erfiðu tímum er bent á söfnunarreikninginn: 0123-05-001155, kt. 141057-4649. Kristný María Hilmarsdóttir Hilmar Óli Valgeirsson Emilía Mist Valgeirsdóttir Logi Þór Valgeirsson Óli J. Kristjánsson Jóhanna Jónasdóttir Jónas Pétur Ólason Baldur Freyr Ólason Helga Sif Ólason fjölskylda og aðrir ástvinir Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR GUÐNADÓTTIR, Skrúð, Reykholtsdal, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 27. desember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigfús Kristinn Jónsson Einar Guðni Jónsson Josefina Morell og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 62, sem lengst af bjó á Laugarásvegi 61, Reykjavík, lést 26. desember. Útför hennar verður frá Áskirkju miðvikudaginn 6. janúar klukkan 15 að viðstöddum nánustu ættingjum. Streymt verður frá athöfninni. Sigríður Snæbjörnsdóttir Sigurður Guðmundsson Jónas Snæbjörnsson Þórdís Magnúsdóttir Herdís Snæbjörnsdóttir og fjölskyldur Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir, systir og amma, SIGFRÍÐ JÓNSDÓTTIR, varð bráðkvödd sunnudaginn 20. desember. Útför hennar fer fram frá Blönduósskirkju fimmtudaginn 7. janúar klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Erla Jóhannsdóttir Gísli Steingrímsson Erla Ísafold Sigurðardóttir Stefán Þórarinn Ólafsson Heba Gísladóttir Bernódus Alfreðsson Jón Helgi Gíslason Jóhann Friðrik Gíslason Anna María Birgisdóttir Halla Gísladóttir Ragnar Hólm Gíslason Svandís Bergsdóttir Rósalind Gísladóttir Gunnar Kristmannsson Stefán Örn Jónsson Björk Elíasdóttir Ragnheiður Lára Jónsdóttir Helena Jónsdóttir og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.