Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 55

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 ✝ Stefán Kjart-ansson, fyrr- verandi umdæm- isstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Rangárvallasýslu, fæddist 1. nóv. 1934 á Bjólu í Djúpárhreppi. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 17. des- ember 2020. For- eldrar hans voru hjónin Kjartan Jóhannsson (f. 24.10. 1903, d. 1.3. 1991) bóndi á Bjólu og síðar á Brekkum í Holtum og Guð- finna Stefánsdóttir (f. 4.3. 1905, d. 27.6. 1992) húsfreyja. Kjartan var frá Haga í Holtum í Rang- árvallasýslu. Guðfinna átti ættir sínar að rekja undir Eyjafjöll en var fædd á Bjólu í Djúp- árhreppi. Stefán var þriðji í röð fimm bræðra. Eldri bræður hans voru Björgvin Ottó (f. 10.3. 1932, d. 18.5. 2015), var kvæntur Þuríði Jónsdóttur (f. 23.9. 1932, d. 9.3. 2013) og Ásgeir (f. 24.3. 1933, d. 19.11. 2013), var kvæntur Pál- ínu Gunnmarsdóttur (f. 5.3. barnabörnin eru sjö. Guðfinna Stefánsdóttir (f. 31.10. 1957), gift Helga Harðarsyni (f. 18.3. 1957). Börn þeirra eru Stefán Davíð og Dröfn og barnabörnin eru sex. Hreinn Stefánsson (f. 18.6. 1964), kvæntur Svein- björgu Pálmarsdóttur (3.11. 1962). Börn þeirra eru Hinrik Már, Aðalheiður, Harpa Guðrún og Stefán Haukur og eiga þau eitt barnabarn. Hilmar Stef- ánsson (f. 8.9. 1967), kvæntur Írisi Dóru Unnsteinsdóttur (f. 26.3. 1966). Börn þeirra eru Hildur, Andri Steinn og Freyja Rún og barnabörnin eru tvö. Stefán og Guðrún kynntust árið 1955 þegar Guðrún fór ásamt vinkonu sinni frá Akra- nesi austur á Hvolsvöll í sum- arvinnu en þar felldu þau Stef- án og Guðrún hugi saman. Næsta vetur bjuggu þau hjá for- eldrum Stefáns að Brekkum í Holtum en færðu sig síðan um set til Akraness og bjuggu hjá foreldrum Guðrúnar á meðan Stefán lærði húsasmíði. Stefán lauk sveinsprófi 1960 og vann m.a. við uppbyggingu á hafn- armannvirkjum á Akranesi. Síð- ar starfaði hann sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Akra- nesi, á árunum 1963 til 1973 og sem umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar í Rangárvallasýslu frá 1973 til 1998. Útför hefur farið fram. 1939). Yngri bræð- ur hans eru Jóhann (f. 13.1. 1937), kvæntur Ingi- björgu Þorgils- dóttur (f. 28.4. 1937) og Sigurður Rúnar (f. 29.11. 1949), kvæntur Sól- veigu Smith (f. 2.12. 1950). Stefán kvæntist Guðrúnu Gunn- arsdóttur 4. júlí 1959. Guðrún fæddist 13. september 1937 að Hofgörðum í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Hún var næstelst fjög- urra systkina. Karl (f. 23.1. 1934) er þeirra elstur en Bjarndís (f. 30.3. 1943, d. 7.10. 2016) og Sigvaldi (f. 10.6. 1945) yngri en Guðrún. Foreldrar Guðrúnar voru Gunnar Ásgeirs- son (f. 6.10. 1910, d. 25.4. 1987) og Laufey Karlsdóttir (f. 9.6. 1912, d. 16.8. 2006). Börn Stefáns og Guðrúnar eru fjögur. Gunnar Leifur (f. 28.6. 1956), kvæntur Þórunni Ásgeirsdóttur (f. 6.10. 1958). Börn þeirra eru Samúel Jón, Rakel Björk og Guðrún og Hann pabbi hefur nú kvatt þessa jarðnesku vist og er margs að minnast. Pabbi vann hjá Vegagerðinni á Akranesi árin 1963-1973 og hafði umsjón með svæðinu frá Hval- fjarðarbotni að Hvanneyri. Þá gistu vegagerðarmenn oft í skúr- um og var mamma matráðskona þar í mörg sumur. Að vori var lagst út og flakkað um með skúrana, upp í Skorradal eða ann- að. Við vorum með í för og leið okkur eins og við værum í sum- arbústað sumarlangt. Þetta voru skemmtileg sumur. Pabbi var lærður húsasmiður og byggðu hann og starfsmenn Vegagerðarinnar marga vinnu- skúra á veturna. Grænu skúrarnir með hvítu listunum voru sendir um allt land. Okkur krökkunum var alltaf vel tekið þegar við kom- um í vegagerðarhúsnæðið enda starfsmennirnir eins og hluti af fjölskyldunni eftir útilegurnar. Árið 1973 fór pabbi austur á Hvolsvöll og tók þar við sem svæðisstjóri í Rangárvallasýslu og kom fjölskyldan í kjölfarið. Á þessum árum var mikil uppbygg- ing, s.s. malbikun Suðurlandsveg- ar. Þar kynntumst við góðum hópi fólks sem pabba líkaði vel að vinna með. Pabbi þurfti alltaf að hafa mikið fyrir stafni. Hann var góður smið- ur, verkmaður og mikill athafna- maður. Féll honum sjaldan verk úr hendi. Þegar við börnin fengum hesta að gjöf frá ömmu og afa á Fögru- brekku, þá byggði pabbi hesthús fyrir okkur. Hann sinnti líka hrossunum og hafði gaman af hestamennskunni. Hestarnir og pabbi urðu miklir mátar. Hann sótti kerrufarma af síld sem hann saltaði og gaf hrossunum en fékk sér ávallt bita þeim til samlætis. Hann kom að rekstri fyrir- tækja og var t.d. með skeifna- smiðju og síðar rennibekki þar sem hann renndi pinna í pönnur, skafla undir skeifur o.fl. Það var ósjaldan að hann nýtti tímann fyr- ir framan sjónvarpið við að reka karbít í skafla og oft var unnið að skeifnasmíðinni langt fram eftir kvöldum og um helgar. Pabbi fór á eftirlaun árið 1998 og þá fluttu foreldrar okkar í Kópavog. Pabbi keypti iðnaðar- húsnæði þar sem hann gat verið áfram með rennibekkina. Þrátt fyrir að hafa lokið fullri starfsævi hjá Vegagerðinni, þá var hann hvergi hættur. Foreldrar okkar hjálpuðu okk- ur systkinunum mikið þegar við vorum að byggja. Mamma mætti með kaffi og með því og hann með tól og tæki. Hann taldi ekki eftir sér að renna við um helgar til að aðstoða. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og afar hjálpsamur. Hús þeirra var oft þéttsetið börn- um og barnabörnum og þau mamma fylgdust vel með störfum og áhugamálum afkomendanna. Pabbi var mömmu stoð og stytta, ekki síst þegar hún missti heilsuna. Árið 2010 flutti hann í Árskóga og heimsótti hann mömmu daglega eftir að hún flutti inn á hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ og stytti henni stundir. Hann var einstaklega natinn og góður við hana. Mamma lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23.9. 2011. Pabbi var félagi í Kiwanis og í Frímúrarareglunni auk þess sem hann tók virkan þátt í sveitar- stjórnarmálum. Hann hafði gam- an af því að ferðast um á húsbíln- um og voru þau mamma dugleg að ferðast saman á meðan heilsa þeirra leyfði. Það var gaman að hitta þau þegar þau voru á ferð- inni, ávallt heitt á könnunni, bakk- elsi á borðum og glatt á hjalla Elsku pabbi og afi, hvíl í friði og guð varðveiti þig. Meira: mbl.is/andlat Gunnar, Guðfinna, Hreinn, Hilmar og barnabörn. Ég kom fyrst á bernskuheimili Stefáns tengdaföður á Brekkum í Rangárvallasýslu í ferð sem farin var í tilefni af áttræðisafmæli hans. Uppeldið í sveitinni fannst mér setja mark sitt á líf hans, helst átti að vera búið að koma kartöfluútsæði og gulrótarfræjum í mold á sumardaginn fyrsta og garðurinn hans og Lillu á Hvols- velli var það stór að góður sláttu- traktor hefði verið við hæfi við garðstörfin. Stefán var líka mikill dýravinur og var alltaf sá fyrsti sem leitað var til þegar stórfjöl- skylduna vantaði pössun fyrir hunda og ketti vegna ferðalaga. Það vantaði ekki að dýrin kæmu vel á sig komin til baka, Stefán leit ekki á hefðbundinn katta- og hundamat sem boðlega fæðu fyrir dýrin og bauð upp á annað og betra. Í þessari sömu afmælisferð fengum við að kíkja inn í Stóra- gerði 2A á Hvolsvelli, húsið sem Stefán byggði frá grunni á sínum tíma og var ættaróðal fjölskyld- unnar til fjölda ára. Húsið var enn glæsilegt og bar þess glöggt merki að Stefán kastaði ekki til höndunum þegar hann réðst í framkvæmdir. Stefán var mikill verkstjóri og vélar og tæki léku í höndunum á honum. Það kom sér vel á þeim starfsvettvangi sem hann valdi sér, fyrst sem verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins á Akranesi og síðar sem umdæmisstjóri Vegagerðar- innar í Rangárvallasýslu. Honum fórst vel úr hendi að samhæfa stóran hóp manna í flóknum verk- efnum. Margir vegir sem Stefán tók þátt í að leggja þjóna stóru hlutverki í samgöngum á Suður- landi og Vesturlandi. Í gegnum starf sitt eignaðist hann marga vini og kunningja og hann var greinilega sanngjarn og heiðar- legur í starfi sínu. Þegar heim var komið tóku við áhugamál Stefáns. Hann snaraði sér þá iðulega í vinnugallann því í bílskúrnum var nefnilega ávallt fjör og margt brallað í áranna rás. Þar voru framleiddir heitir pottar á færibandi, skeifur smíðaðar og skaflar renndir svo fátt eitt sé nefnt. Það var ómögulegt að geta sér til um hvaða framleiðslutæki birtust á bílaplaninu eftir ferðir hans til höfuðborgarinnar. Stefán hafði mikinn áhuga á sögu lands og þjóðar og oft mátti sjá hann glugga í bækur á efri ár- um. Hann var alla tíð mjög minn- ugur á fólk og staði og fram á hans síðustu daga stóð ekki á réttu svari þegar flett var upp í honum. Þrátt fyrir að Stefán væri ekki alltaf maður margra orða fylgdist hann af áhuga með sínu fólki. Allt- af var stutt í kímnina hjá honum og þurfti lítið til að gleðin og kát- ínan skini úr hlýlegu augnaráði hans. Heimili Stefáns og Lillu var alltaf öllum opið enda voru þau bæði gestrisin og greiðvikin. Það var oft þröng á þingi þegar húsið fylltist af börnum, tengdabörnum og barnabörnum, en þá mátti sjá að Stefán og Lilla nutu sín til fulln- ustu. Ég minnist tengdaföður míns með hlýhug og einnig tengdamóð- ur minnar, Lillu, sem kvaddi okk- ur fyrir nokkrum árum. Það sýndi vel innri mann Stefáns þegar hann annaðist Lillu af miklum kærleika í mörg ár í veikindum hennar. Nú hafa þau sameinast á ný og vaka yfir afkomendum sínum, sem voru þeim svo kær. Hvíl þú í friði. Sveinbjörg Pálmarsdóttir. Elsku Stebbi afi. Við þökkum fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman á Hvolsvelli, í Kópalindinni, í Skorradal, í Jör- falind og þegar þú komst nær dag- lega niður á bryggju til að fá þér kaffibolla og taka hús á okkur þar. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja ykkur Lillu ömmu, spjalla og fá kalda mjólk og ný- bakaðar kleinur. Við þökkum fyrir samfylgdina, elsku afi. Megi Guð blessa þig og þína minningu um alla framtíð. Hildur, Andri og Freyja. Stefán Kjartansson Ég man þegar Ási og Rúna, systir mín, fóru að vera saman. Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hann Ása er öðlingur. Stór, stæðilegur og flott- ur maður, maður sem mátti treysta og var alltaf gott að leita til. Ég man hvað mér þótti geggjað húsið í Logafold þar sem heitur pottur var hafður í húsinu. Ég Ásmundur Jóhannsson ✝ Ásmundur Jó-hannsson fæddist 17. apríl 1941. Hann lést 2. desember 2020. Út- för hans fór fram 11. desember 2020. hafði bara aldrei séð eða kynnst öðru eins og auðvitað hand- verk Ása. Þvílík snilld, enda fékk ég oft að njóta. Ég var einhleyp lengi vel en aldrei fann ég fyrir því að vera þriðja hjól undir vagni þótt ég fengi að fljóta með í hinu og þessu. Ég man þegar þau fluttu á Hraunteig og góðar stundir rifjast upp. Ási teiknaði og breytti íbúðinni og hún varð eins konar félagsheimili okkar Didrik- sena. Ég man eftir öllum stundunum sem Ási lagði í fyrirtækið okkar þar sem þurfti að teikna upp, smíða og breyta aftur og aftur. Við fengum hugmynd og Ási stökk til og framkvæmdi. Stundum þótti honum nóg um, en lét samt tilleið- ast. Ég man hvað hann var ótrúlega útsjónarsamur að leysa úr málum, því ekki var alltaf til svo mikill aur að vinna með en það var engin fyr- irstaða. Útkoman var alltaf flott og til fyrirmyndar. Ég man eftir ferðinni sem við fjögur fórum til Frakklands. Við Rúna þurftum að fara á sýningu og fengu eiginmennirnir að koma með. Æðisleg ferð sem seint líður úr minni. Ég man þegar við fórum að grennslast fyrir um teikningar af íbúðinni okkar í Kópavogi. Þá kom í ljós að Ási hafði teiknað hana. Íbúð sem við keyptum því okkur fannst plássið vera einstaklega vel nýtt. Skemmtileg tilviljun. Ég kveð hann Ása með virð- ingu og þakklæti. Hans er sárt saknað. Bjarma Didriksen. Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Þökkum innilega samkennd og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, JÓHÖNNU Ó. JÓNSDÓTTUR frá Hjörsey, sem lést mánudaginn 23. nóvember. Sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir alúð og umhyggju öll árin er hún dvaldi þar. Ólafur Jónsson Jóhanna K. Bruvik Ingigerður Jónsdóttir Guðrún Sigríður Jónsdóttir Særún Stefánsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ÓMARS M. WAAGE, Furulundi 6I, Akureyri, sem lést 12. desember. Kærar þakkir til allra á SAk sem komu að veikindum hans. Sérstakar þakkir fær Gunnar Þór hjartalæknir og starfsfólk heimahlynningar fyrir einstakt starf. Steinunn Ferdinandsdóttir Sylvía og Geir Ómarsbörn Andri og Valdemar Viðarssynir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar sambýliskonu minnar, dóttur, móður, systur og ömmu, HERDÍSAR HÓLMSTEINSDÓTTUR geðhjúkrunarfræðings, Aðalþingi 8. Sérstakar þakkir til allra á kvennadeild Landspítala og til Elísabetar Örnu Helgadóttur. Baldur Garðarsson Hólmsteinn Steingrímsson Ása Baldursdóttir Pétur Gunnarsson Davíð Arnar Baldursson Gestur Baldursson Helga Hólmsteinsdóttir Steingrímur Hólmsteinsson og barnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS INGVARSSONAR hagfræðings, sem lést þriðjudaginn 25. febrúar. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki bráðamóttöku og gjörgæsludeildar. Einnig sendum við þakkir og hlýhug til starfsmanna og íbúa á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Megi komandi ár verða öllum gott og hlökkum við til að umfaðma ykkur á nýju ári. Guð blessi ykkur. Karen, Sigríður, Ingvar og Ingibjörg Garðarsbörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.