Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 60

Morgunblaðið - 31.12.2020, Síða 60
Guðmundur er fæddur í Litlu-Sandvík 31. des. 1930. Foreldrar hans voru Aldís Guðmundsdóttir þar og Kristinn Vigfússon frá Eyr- arbakka, formaður í Þor- lákshöfn og á Eyrarbakka 1917-1929, og settust þau að á Selfossi 1931 og varð hann þar atkvæðamestur húsa- smiða næstu 30 árin. Guð- mundur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1951. Sigldi um vorið til Danmerkur og vann um sumarið á stórbýlinu Stövr- inggård við Randers-fjörð. Var „fo- dermestermedhjælper“ um veturinn á ættaróðalinu Melvanggård við As- kov. Fór um sumarið í 2 ½ mánaðar ferðalag á reiðhjóli um tíu lönd Evr- ópu og var síðan tvo mánuði á sveitabæ í Þýskalandi. Fór svo heim um haustið með togaranum Röðli frá Bremerhaven til Hafnarfjarðar. Reri síðan fjórar vetrarvertíðir í Þorlákshöfn. Guðmundur kynntist konu sinni Ásdísi Ingvarsdóttur á glöðum sum- ardegi 1956. Hún er fædd 10. janúar 1933, dóttir hjónanna á Skipum við Stokkseyri, Ingvars Hannessonar og Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Traðarholti. Kjörsonur Ásdísar og Guðmundar var Ingvar, f. 10. mars 1979 en lézt 8. mars 2002. Vorið 1957 réðst Guðmundur til útibús Landsbankans á Selfossi og var aðalféhirðir þess frá 1965 til 1993. Guðmundur hefur ritað um marg- vísleg efni í héraðsblöðin. Gaf sýn- ishorn þess í bókinni Herjað á sögu- minjar og náttúrudjásn 2019. Samdi og gaf út 1983 bókina Heim framlið- inna um 43ja ára miðilsstarf Bjargar Ólafsdóttur og 1987 endurminningar föður síns, Kristinn Vigfússon stað- arsmiður. Hann ritaði Sögu Selfoss I og II, sem kom út 1991 og 1995. Þá ritaði hann og gaf út bókina Styrj- aldarárin á Suðurlandi 1998 og 2. út- gáfu 2001. Árið 2004 gaf hann út Til æðri heima, þar sem framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handan. Svo gaf hann út Sumarlandið í nóv. 2010, sem naut fádæma vinsælda. Þá hefur hann ritað endurminn- ingar sínar, Á ævintýraleiðum. Nú síðast gaf hann út 7. prentun af Sumarlandinu á 90 ára afmæli sínu. Guðmundur Kristinsson rithöfundur - 90 ára 60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu hluta úr deginum til þess að taka til og bæta skipulagið á heimilinu. Veldu orð þín vel - þau búa yfir mætti til að bölva eða blessa. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur átt von á ýmsu í dag; láttu berast með straumnum, viðhorfið skiptir öllu máli. Vandamálin eru eftir sem áður til staðar og eina leiðin er að bretta upp erm- arnar og leysa þau. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í sviðsljósinu um þessar mundir svo mikið ríður á að þú sýnir þínar bestu hliðar. Ekkert getur haggað ró þinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert hugsi yfir einhverju í dag. Notaðu hrósið sem þú fékkst til að efla þig enn frekar. Nýttu þér námskeið og fyr- irlestra á komandi ári. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert með of mörg járn í eldinum og tekst þess vegna ekki að ljúka við neitt. Í huga þér kraumar spurning um hvað gefur hentar þér best að gera. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Er á brattann að sækja? Það þýðir ekki að þú eigir að gefast upp. Líttu á þetta sem tækifæri fyrir þig til að æfa þig í þolinmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er komið að því að þú njótir ávaxta erfiðis þíns í vinnunni. Eitthvað er að í einkalífinu, reyndu að vinna í því og laga hlutina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kannt að njóta lífsins. Verndaðu börnin sem best þú getur. Láttu það eftir þér að slaka á og gera ekki neitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samræður við vini og nána fé- laga koma á óvart í dag. Einhver hefur samband við þig sem hefur ekki verið í þínum innsta hring lengi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finnst þér þú þurfa smá klapp á bakið frá öðrum? Í raun þarftu það frá þér. Einhver ruglingur liggur í loftinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sambönd einkennast af óleyst- um verkefnum og opnum loforðum. Kynntu þér alla málavöxtu áður en þú grípur til aðgerða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu þig fram um að eiga góð samskipti við alla í kringum þig í dag. Sökktu þér ofan í það sem vekur áhuga þinn. E dda Erlendsdóttir fæddist á gamlársdag 1950 í Reykjavík og ólst upp í Laugarnes- hverfinu. „Flestir í hverfinu voru að byggja sína fyrstu húseign og mikið af krökkum í hverfinu. Það var líf og fjör að alast upp í stórum vinahópi að leikjum langt fram á kvöld.“ Edda var í sveit í Seglbúðum, Landbroti þar sem móðir hennar var fædd og uppalin og urðu sterk tengsl við sveitina til þess að hún stofnaði tónlistarhátíðina Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri árið 1991 sem hún stjórnaði í 15 ár. Hún komst að því að það væri ekkert nothæft píanó til á Kirkjubæjarklaustri og ákvað að hrinda af stað söfnun. Það tók 1-2 ár og var safnað í sveitinni og svo gaf Erró mjög myndarlega peningagjöf. Edda hélt svo einleikstónleika í Gamla bíói til styrktar verkefninu og það var fenginn mjög góður flygill í sveitina. „Hátíðin fór vel af stað. Ég fékk landslið tónlistarmanna með mér og svo hélt þetta áfram og margir þátt- takendur komu ár eftir ár. Eftir 15 ár fannst mér þetta orðið gott, enda fóru öll mín sumarfrí í að undirbúa hátíðina og Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir tók við og stjórnaði þessu myndarlega næstu tíu árin.“ Þegar Edda var lítil stúlka sagði faðir hennar að hún hefði fæðst með píanófingur. „Við systurnar, ég og Helga, fengum að byrja mjög ungar í píanónámi og fljótlega fórum við í Tónlistarskólann í Reykjavík. Píanóið hefur fylgt mér eins og tryggur vinur allt frá sex ára aldri og á unglingsárunum fannst mér gott að hafa hljóðfærið til að fá útrás fyrir tilfinningasveiflurnar sem fylgja gelgjunni. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1970 ásamt píanókenn- ara- og einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík lá leiðin til Frakklands þar sem Edda stundaði nám við Tónlistarháskólann í París. „Ég hafði verið á sumarnámskeiði í Frakklandi og hitt þar kennara sem hvatti mig til að sækja um Tónlist- arháskólann í París og ég skil ekki enn í dag hvernig ég komst inn, því svo fáir eru teknir inn á hverju ári.“ Edda hafði strax sem unglingur áhuga á franskri tungu og um leið og hún hóf námið í París fann hún hvað fáguð framkoma og menningarlegt viðmót Frakka höfðuðu sterkt til hennar. „Ég var heppin að kynnast manninum mínum, Olivier, fljótlega eftir að ég hóf nám í París og tóku foreldrar hans mér opnum örmum. Þau voru einstakt fólk, afar listræn og fínir kokkar og það fengu ófáir Ís- lendingar að njóta góðs af gestrisni þeirra. Síðan er svo margt sem ég elska við París og franska menn- ingu. Það er gaman að ganga um göturnar og fylgjast með mannlíf- inu. Svo gefa Frakkar sér góðan tíma til að lifa lífinu, borða saman með fjölskyldunni og hreinlega njóta lífsins.“ Fljótlega eftir að Edda lauk nám- inu í París fékk hún stöðu við Tón- listarháskólann í Lyon þar sem hún starfaði í 11 ár. Í framhaldi þess kenndi hún síðan píanóleik við Tón- listarskólann í Versölum allt þangað til hún fór á eftirlaun árið 2016. „Ég var mjög heppin að fá svona fínar stöður í Frakklandi og er mjög þakklát fyrir það. Síðan byrjaði nýr kafli hjá mér þegar ég fór á eftirlaun í Frakklandi því þá bauðst mér staða sem gestakennari við Listaháskóla Íslands og er virkilega gaman að geta dvalið á Íslandi í lengri tíma í senn. Mér finnst stundum að ég sé komin aftur heim í heiðardalinn.“ Edda hefur starfað sem píanóleik- ari allt frá árinu 1981 en þá hélt hún sína fyrstu einleikstónleika á Kjar- valsstöðum 3. janúar. Hún fagnar því einnig 40 ára tónleikaferli á þess- um tímamótum. Edda hefur öll þessi ár haldið fjölda einleiks- og kamm- ertónleika víða um heim og gefið reglulega út geisladiska. Síðasti diskurinn, þar sem hún leikur 3 són- ötur eftir Schubert frá 1817, kom út í október síðastliðnum. Edda segist eiga margar mjög góðar minningar frá ferlinum og tal- ar sérstaklega um hvað það hafi allt- af verið gaman að fara með tónleika út á land á litlum stöðum og þakk- læti íbúanna hafi snert hana mikið. Síðan hafi hún líka haft gaman af því að ferðast til framandi landa og nefnir þar bæði Kína og Sovétríkin. „Ég fór í tvær ferðir til Sovétríkj- anna 1985 og 1990 og það var alveg stórkostleg upplifun. Ég spilaði í Pétursborg, Riga, Kiev og Odessa og líka á minni stöðum. Ég þvældist um í lest með túlkinum mínum og Edda Erlendsdóttir píanóleikari – 70 ára Píanóleikarinn Edda hefur haldið tónleika út um allan heim og segir að m.a. hafi tónleikaröð í Sovétríkjunum verið alveg mögnuð lífsreynsla. „Píanóið hefur fylgt mér eins og tryggur vinur“ Hjónin Edda með eiginmanni sín- um, Olivier, sem hún kynntist fljót- lega eftir komuna til Parísar. Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.