Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 „ÉG VARÐ LÍKA ALLTAF VEIKUR AF AÐ HLUSTA Á SJÚKRASÖGUR ANNARRA.” „ANDAÐU DJÚPT AÐ ÞÉR OG LÍTTU SVO ELDSNÖGGT Á REIKNINGINN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera ófullkominn en fullkominn fyrir þig. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN”… „HVERS VEGNA HEFUR HUNDUR ALDREI GENGIÐ Á TUNGLINU?” VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! ENGIN TRÉ HVER SAGÐIRÐU AÐ BYGGI HÉR? SEIFUR STUÐNINGSSAMTÖK ÍMYNDUNARVEIKRA það var ævintýralegt að kynnast fólkinu og spila. Maður fann það á tónleikunum að fólkið skynjaði og skildi tónlistina svo vel. Ég man líka eftir að fólk kom að sviðinu og færði mér blóm persónulega og sumir fóru með ljóð. Þetta var ótrúlega fallegt.“ Edda minnist líka á ferð til Kína árið 2009. „Þar var ég að spila í söl- um þar sem voru 2.500 manns og í eitt skipti kíkti ég út í salinn og sá mjög mikið af börnum og hugsaði með mér að það yrði nú örugglega kliður í salnum. Það varð ekki raun- in, því það var alveg dauðaþögn á meðan ég spilaði. Það var alveg ótrú- legt að kynnast Kína og þar er gífur- legur áhugi á klassískri tónlist.“ Fjölskylda Eiginmaður Eddu er franski tón- listarmaðurinn Olivier Manoury, f. 13.7. 1953. Foreldrar hans eru Rol- and Manoury, f. 10.6. 1928, d. 22.12. 2015, ljósmyndari og Raymonde Ma- noury, f. 20.11. 1928, d. 21.6. 2008, húsfreyja. Sonur Eddu og Olivers er Tómas Manoury, f. 23.8. 1979, tón- listarmaður, búsettur í Reykjavík, maki Christine Heirbaut, f. 20.1. 1984, sérkennari. Þau eiga Lúkas, f. 22.8. 2017. Tómas á soninn Tristan, f. 11.3. 2004, með Valdísi Guðmunds- dóttur, f. 2.3. 1978, eðlisfræðingi í Reykjavík. Systkini Eddu eru Helga Erlendsdóttir, f. 5.12. 1949, lífeinda- fræðingur og klínískur prófessor í Reykjavík, og Einar Erlendsson, f. 15.5. 1954, ljósmyndafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Eddu eru hjónin Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, f. 30.3. 1921, d. 18.3. 2002 og Margrét Helgadóttir húsfreyja, f. 13.8. 1922, d. 2.8. 2010. Edda Erlendsdóttir Margrét Elíasdóttir húsfr. í Þykkvabæ í Landbroti Páll Sigurðsson bóndi í Þykkvabæ I í Prestbakkasókn, Skaft. Gyðríður Pálsdóttir húsfr. í Seglbúðum í Landbroti Helgi Jónsson bóndi í Seglbúðum í Landbroti Margrét Helgadóttir skrifstofumaður og síðar húsfreyja í Reykjavík Ólöf Jónsdóttir húsfr. í Seglbúðum í Landbroti Jón Þorkelsson b. í Seglbúðum í Landbroti Rannveig Einarsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal Jón Brynjólfsson bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal, síðar trésmiður og vegaverkstjóri í Vík Þorgerður Jónsdóttir vinnustúlka í Vík í Mýrdal Einar Sigurgísli Erlendsson skrifstofum., skrifari og afgr.m. í Víkurkauptúni, V-Skaft. Ragnhildur Gísladóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal Erlendur Bjarnarson trésmiður og járnsmiður í Vík í Mýrdal Úr frændgarði Eddu Erlendsdóttur Erlendur Einarsson forstjóri í Reykjavík Guðmundur á Sandi orti nýjárs-vísur 1930: Ótta kemur með uppsett hár austan land og sæinn, góðan dag og gleði-ár getur flutt í bæinn. Mikils háttar morgunbrún mundi nefnd, ef veitir: fisk á bryggjur, flekk í tún, fagurviðri um sveitir. Hræsni og skreytni hljóti gröft, hrökkvi af sannleik tundur. Öfugsnúin helsi og höft höggvist öll í sundur. Káinn sendi nýjársvísu til Jón- asar Hall.: Flúði ég kenndur fyrst til þín, fullur enn af gríni. Byrja og enda árin mín öll á brennivíni. En hann orti líka: Aldrei brenni- bragða eg –vín né bragi nenni að tóna. Fellt hefur enn þá ást til mín engin kvenpersóna. Eftirlætisljóð Japana er staka af þeirri gerð, sem nefnd er tanka. Hún er 5 ljóðlínur, 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í línu. „Í árslok“ nefnist þessi tanka. Helgi Hálfdánarson þýddi: Hvern dag hugsa ég: víst getur þessi dagur orðið síðastur. Og sjá, einnig þetta ár hef ég lifað til enda! Þessi tanka er ort á nýjársdag: Nú er upp runninn morgunn fyrsta nýjársdags, og með snjódrífu vaknandi vors mun berast blessun á blessun ofan. Á síðari öldum hafa komið fram japönsk skáld, sem fellt hafa aftan af tönkuforminu tvær línur, svo að eftir standa 17 atkvæði, 5, 7 og 5 atkvæði í línu. Sá háttur kallast hæka og hljómar svo í þýðingu Helga: Nýjárs-drauminn minn geymi ég sem leyndarmál og bara kími. Enn er liðið ár, ennþá ber ég hatt og skó pílagríms á jörð. Þennan nýjársdag skal sá vera velkominn sem treður snjóinn. Ég óska lesendum Vísnahorns árs og friðar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nýjársvísur og gleðilegt ár Gleðilegt Nýtt Ár! Við þökkum viðskipt in á árinu sem er að l íða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.