Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 63

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 63
svipur hjá sjón um þessar mundir hvort sem er. Blaðamaður veltir fyr- ir sér hvernig tilfinningar fylgja því þegar stórt markmið næst eins og sigur í Meistaradeildinni. Hvort spennufall fylgi ef til vill slíkri nið- urstöðu? „Tilfinningin sem fylgdi þessu var vissulega skrítin vegna þess að ég hafði lengi farið inn í nýtt ár með það fyrir augum að vinna Meistaradeild- ina. Nú væri komið að því og þannig var það í mörg ár. Eftir að hafa tap- að úrslitaleiknum fyrir tveimur ár- um þá þráði ég svo rosalega að verða Evrópumeistari. Við höfðum verið svo nálægt því. Þegar titillinn vannst fylgdi því léttir en um leið tókst mér að njóta þess að hafa unnið. Nú þeg- ar líður frá úrslitaleiknum finn ég fyrir því að mig langar að vinna þennan titil aftur. Svo lengi sem maður er í þessu í þessum gæða- flokki vill maður vinna þá titla sem eru í boði. Þegar maður hefur afrek- að það áður veit maður að það er raunhæft.“ Er í frönskunámi Hvernig gengur Söru að koma sér fyrir í Frakklandi? „Það hefur gengið mjög vel en ég vissi að ég þyrfti að vera fljót að að- lagast. Franskan er erfið og er þriðja tungumálið sem ég læri í at- vinnumennskunni eftir að hafa verið í Svíþjóð og Þýskalandi. Ég er í frönskukennslu tvisvar í viku og hjá félaginu er lagt upp með að við er- lendu leikmennirnir lærum frönsku. Einnig eru frönsku leikmennir í enskukennslu og oft er töluð enska á æfingum. En því fylgir heilmikil lífs- stílsbreyting að fara frá Wolfsburg til Lyon. Borgin er frábær og þarna er gott að búa. Niðri í bæ er ekki töl- uð mikil enska og maður er á þann hátt þvingaður til að læra frönskuna. En maður vill læra hana hvort sem er til að komast betur inn í hlutina hjá félaginu og kynnast betur menn- ingunni,“ sagði Sara og á vinnu- staðnum er ekki undan neinu að kvarta enda ekki við því að búast hjá félagi sem einokað hefur Meistara- deild Evrópu síðustu ár. „Ég er í bestu aðstæðum sem hægt er að vera í en hjá Wolfsburg var aðstaðan einnig í hæsta gæða- flokki. Ég þrífst vel í svona að- stæðum.“ Tími sem gæti nýst vel Eins og íþróttaunnendur þekkja þá er landsliðið með keppnisrétt í lokakeppni EM en keppnin verður ekki fyrr en sumarið 2022. Var henni frestað vegna heimsfaraldursins en átti að fara fram sumarið 2021. Söru líst ágætlega á að íslenska liðið fái góðan tíma til að undirbúa sig. „Ef maður horfir á jákvæðu hlið- arnar á þessu þá fáum við góðan undirbúning fyrir EM. Við munum hafa nægan tíma til að slípa liðið saman fyrir stóru keppnina og ég held að við þurfum á því að halda. Við erum með nýja leikmenn. Unga leikmenn sem hafa komið sterkar inn og þessi tími ætti að nýtast vel með góðum æfingaleikjum. Við verð- um tilbúnar þegar keppnin hefst,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Ljósmynd/Bragi Valgeirsson Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir með verðlaunagripinn stóra frá Samtökum íþróttafréttamanna sem hún hefur nú veitt viðtöku tvisvar á síðustu þremur árum en hún er fyrst kvenna til að vinna kjörið tvisvar. ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Þótt árið 2020 hafi verið mörgum erfitt og margt hafi farið úr skorðum er eiginlega magnað hve mörg góð afrek voru unnin af íslensku íþróttafólki. Þetta sést best þegar listinn yfir það íþróttafólk sem varð of- arlega í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna á íþróttamanni árs- ins er skoðaður. Sigurvegarinn, Sara Björk, er Evrópumeistari, Þýskalands- meistari, þýskur bikarmeistari og franskur bikarmeistari og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ásamt alls konar tilnefningum sem sjá má í rammanum vinstra megin í þessari opnu. Í öðru sæti er Martin sem varð þýskur meistari í körfubolta og bikarmeistari, besti leikmaður þýska bikarúrslitaleiksins og spil- ar nú með einu af tíu bestu liðum Evrópu. Var einmitt stigahæstur í síðasta leik. Í þriðja sæti er Aron sem skoraði sex mörk í undanúrslita- leik Meistaradeildar Evrópu í handbolta, er spænskur meistari og bikarmeistari og í lykilhlutverki í einu besta liði heims. Í fjórða sæti er Anton Sveinn sem hefur skipað sér í hóp bestu bringusundmanna heims og vakið athygli fyrir frammistöðu sína í einu atvinnudeild íþróttarinnar. Fimmti er svo Bjarki Már sem varð markakóngur í bestu hand- boltadeild heims. Í næstu sætum eru ein besta knattspyrnukona Svíþjóðar, fimmti besti kringlukastari heims á árinu, besta knattspyrnukona Noregs, varafyrirliði liðsins sem er í þriðja sæti ensku úrvalsdeild- arinnar og einn efnilegasti mið- herjinn í evrópska körfuboltanum. Um leið og ég óska Söru sér- staklega til hamingju með glæsi- legan árangur og yfirburðakjör og öllum hinum með sín afrek óska ég íslensku þjóðinni til hamingju með allt þetta afreksfólk. Á erfiðu ári eins og 2020 er ómetanlegt fyrir æsku landsins að eiga allar þessar fyrirmyndir. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gaf til kynna í gær að hann væri klár í slaginn á ný eftir meiðsli þegar hann skorað þrennu í æfinga- leik með Burn- ley. Jóhann hef- ur ekki spilað síðustu sjö leiki Burnley vegna þrálátra meiðsla og var ekki með í 1:0 sigri á Sheffield United á þriðjudag. Hann lék hins vegar gegn nágrannaliðinu Accr- ington Stanley á æfingasvæði Burn- ley í gær, þar sem þeir leikmenn sem ekki voru með á þriðjudag fengu að spreyta sig, og Jóhann gerði sér lítið fyrir og skorað þrjú marka liðsins í 5:1 sigri. Hann lék allar 90 mínúturnar og ætti því að koma til greina í næsta leik Burnley sem er heimaleikur gegn Fulham á sunnudaginn. Burnley er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg minnti ræki- lega á sig Jóhann Berg Guðmundsson Liverpool tapaði óvænt stigum ann- an leikinn í röð í ensku úrvalsdeild- inni í fótbolta í gærkvöldi er liðið heimsótti Newcastle. Lokatölur urðu 0:0 þar sem Liverpool gekk illa að nýta góð færi. Meistararnir gerðu óvænt 1:1-jafntefli á heimavelli gegn West Brom í síðasta leik og hefur því aðeins fengið tvö stig úr tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri hluta deildarinnar. Ekki vantaði færin hjá Englands- meisturunum en Mo Salah og Ro- berto Firmino fengu báðir ákjós- anleg færi í seinni hálfleik sem þeir nýttu illa. Úrslitin þýða að Manchester United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á Aston Villa á heimavelli á nýársdag. Þá verður Everton aðeins einu stigi frá Liverpool með sigri í leik sem liðið á til góða og er forskot ríkjandi meist- aranna því afar naumt. Tottenham og Fulham áttu einnig að mætast í gær en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Fulham. Er leikurinn sá þriðji í des- ember sem er frestað vegna kór- ónuveirusmita. Einhverjir hafa kall- að eftir því að deildin fari í tveggja vikna frí vegna þessa og þar á meðal Sam Allardyce knattspyrnustjóri West Brom. Aftur tapaði Liverpool óvæntum stigum AFP Svekktur Mo Salah leikmaður Liverpool gengur svekktur af velli í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.