Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 64
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta orð kom til mín þegar ég
vann að sýningunni. Ég man eftir
því úr æsku, úr sveitinni: Viltu
kveikja á ljósavélinni?“ segir Har-
aldur Jónsson myndlistarmaður og
brosir þegar hann er spurður út í
heitið á sýningu hans í BERG Con-
temporary á Klapparstíg 16, Ljósa-
vél. Apertures á ensku. „Orðið teng-
ist líka kvikmyndagerð, þar sem
stundum þarf að kveikja á ljósavél,
og mér finnst ekki bara fegurð í orð-
inu og samsetningu þess, heldur líka
svo skemmtileg tvíræðni í því. Það
er viss fegurð í íslenskunni sem þýð-
ir orðið maskínu sem vél – vél merk-
ir að vera svikull og blekkja, að vera
vélráður, að véla um. Er ljósið gert
með blekkingum? Mér finnst svo
gaman að slíkum skúlptúrum í
orðum.
Svo koma allskonar samlegðar-
áhrif inn í heitið, eins og hvað varðar
opnun sýningarinnar. Hana átti
fyrst að opna í október, þá í nóv-
ember, en veiran frestaði þessu sí-
fellt og svo var farið að nálgast vetr-
arsólstöður og mér fannst fallegt að
opna þá, í miðjunni á myrkrinu.“
– Og það er enn opið, hér erum
við, og daginn er tekið að lengja.
„Og það tengist líka ensku þýðing-
unni á heiti sýningarinnar, Aper-
ture, þar er opnað fyrir ljósið; orðið
þýðir ljósop en líka sprunga, glufa
og sár,“ segir Haraldur.
– Og í verkunum hér á sýningunni
ertu með sár og opnanir inn í líkam-
ann, á þinn hátt.
„Já, ég hef lengi verið hugfanginn
af samspili líkama og umhverfis, lík-
ama og arkitektúrs. Hér er ég að
vissu leyti kominn aftur í innviðina
og þetta er á sinn hátt frekar líkam-
leg sýning.“
– Það er tekið á móti gestum með
verkinu „Tungu“, svartri og flenni-
stórri gúmmítungu, og svo er komið
hér að þessum rauðmálaða fleti,
verkinu „Gátt“.
„Þetta eru fimm lítrar af rauðri
málningu! Ég fór í málningar-
vöruverslun, stakk mig þar til blóðs
með sótthreinsaðri nál og lét renna í
þerripappír. Síðan var blóðið skann-
að og þetta er litur fersks blóðs úr
mér. Ég tók fimm lítra af málningu,
sem er magn blóðs í líkamanum, og
lagði svo nótt við dag við að mála alla
málninguna á þennan flöt hér, búa til
þennan blóðskerm hér úr innimáln-
ingunni, sem er blóðið sem rennur
um æðar okkar. Umfang verksins er
breiddin á gáttinni upp á efri hæð
gallerísins og hæðin á dyrunum að
vinnustofunni minni.
Ef einhver vill eignast svona verk,
þá mun það sama eiga sér stað,
kaupandinn leggur leið sína í máln-
ingarverslun og fær blóðlitinn sinn.“
Vissi ekki hvað kæmi út
Haraldur, sem er fæddur árið
1961, er meðal fremstu myndlistar-
manna sinnar kynslóðar hér. Ferill
hans hefur verið fjölbreytilegur,
hann hefur sýnt víða og unnið í ýmsa
miðla. Í þessu verki út frá blóðinu
sem við stöndum við, eins og svo
mörgum frá ferli Haraldar, skiptir
gjörningurinn við að gera verkið
miklu máli og verður mikilvægur
hluti af útkomunni. En hann notar
ólíkar aðferðir við gerð verkanna.
Haraldur bendir á að við gerð raðar
af tíu stórum silkiþrykksmyndum
sem hann kallar „Sónar“ og eru á
lengsta vegg gallerísins, hafi hann
einnig framkvæmt gjörning sem
kallaði á vissar tilviljanir. Grunn-
form allra verkanna er það sem sést
á sónarmyndum eins og foreldrar fá
af fóstrum í móðurkviði. Þar sem
Haraldur á 14 mánaða gamlan son
er líklegt að sú reynsla hafi verið
kveikja að þeim verkum.
„Verkin vísa vissulega til sónars
eins og mæður fara í á meðgöngunni
en sónar er líka notaður við að taka
djúpsjávarmyndir og fleiri tegundir
bergmálsmynda. Ég nota format
sónarsins og ber svertuna á auðan
silkirammann og skef; þetta eru 15
myndir í allt, engar tvær eins og all-
ar einstakar,“ segir hann.
„Þetta var mjög performatíf iðja,
ég vissi ekki fyrirfram hvað kæmi
út. Þetta tengist líka á sinn hátt hug-
myndinni um ljósavél og ljósop, ljós-
myndaframköllun og skuggaspil; ég
byrjaði með auðar arkir, auðan flöt,
og þetta er óvæntur afraksturinn.“
– Og minnir líka á hið óvænta sem
mætir væntanlegum foreldrum sem
fara í sónar, eins og kyn barns.
„Algjörlega! Og eftir á, þegar
þessi verk voru komin hér upp, fór
ég að sjá hvernig þau vísa beint og
óbeint í önnur sem ég hef gert, eins
og teikningar sem ég geri blindandi,
og í „Blindnur“ sem eru verk sem ég
mótaði úr keramikleir í lófunum með
lokuð augu og lét alltaf dýpt snert-
ingarinnar ráða útkomunni.“
Þögn á frönskum rennilás
Fyrir enda salarins er svört lág-
mynd, geómetrísk í formi. „Svimi“
kallar Haraldur hana og er verkið úr
hljóðeinangrandi teppi sem fest er
upp með frönskum rennilás. Hann
hefur áður gert svipuð verk, meðal
annars á áhrifaríkri samsýningu í
Verksmiðjunni á Hjalteyri í sumar.
„Hluti af hugsuninni að baki þessu
verki er þögn sem skúlptúr, nokkuð
sem ég hef lengi unnið með,“ segir
hann. „Að gera hið ósýnilega sýni-
legt. Þetta er líka ákveðið framhald
af verkinu „Breiðtjald“ sem var á
yfirlitssýningunni minni á Kjarvals-
stöðum fyrir tveimur árum. Samt er
eitthvað nýtt hér, leikur með mynd-
málið og mörk jafnvægisins.“
Þetta er þögn sem hangir bara
uppi á frönskum rennilás.“ Haraldur
þagnar, horfir á verkið og bætir svo
við að það megi líta á formið sem
arkitektúr eða náttúru, enda lítum
við gjarnan á náttúruna sem ákveð-
inn arkitektúr, „og fjöllin sem okkar
kirkjur. Gamla góða öræfaþögnin er
mætt hingað inn í hvíta kubbinn,
upplýst sýningarrýmið.“
Listaverk sem roðnar
Við göngum að verkinu „Mið“ sem
er fyrir miðjum sal, bleikt plexí-
glerverk með götum á þar sem sést í
rauðan bakgrunn en út úr fletinum
standa líka tréstautar. Í lýsingu er
það sagt úr plexí, tréstautum og
andlitsfarða.
„Þetta vísar í mörg verka minna,
þar sem opnanir og göt rjúfa yfir-
borðið,“ segir hann til skýringar.
„Það kallast líka á við blóðverkið og
sónarverkin andspænis, sem spegl-
ast í því. Mig langaði að gera á þenn-
an vegg verk sem væri eins og upp-
lýsingatafla og sjáðu,“ hann kallar
mig til hliðar við verkið og segir: „Ef
þú gengur meðfram verkinu þá
breytir það um lit!“ Og sú staðreynd
gleður listamanninn sem hlær og
bætir við: „Hér verður gamall
draumur óvænt að veruleika, mig
hefur lengi langað að gera verk um
roðnun.“ Og víst er að verkið roðnar
þegar gengið er með því.
Haraldur samsinnir þeim orðum
mínum að verkið sé líka mjög líkam-
legt, með þessum bleika lit, stautum
sem standa út og rauðum holum – og
það roðnar. Það er líka lúmsk tónlist
í þessu, leikur með eitthvað sem
passar og passar ekki saman.
Í innri sal gallerísins er síðan titil-
verkið „Ljósavél“. Á vegg er varpað
myndbandi sem sýnir gjörning lista-
mannsins og aðstoðarfólks þar í
salnum – með grímur, „myrkrið í
andlitinu“ eins og Haraldur orðar
það þar sem við horfum; gulum
gúmmídúk er rennt af kefli og
strengdur á milli fjögurra mann-
eskja. Þá kemur listamaðurinn að
við annan mann, sker rauf í brún
dúksins og þeir rista hann sundur
með háu rifhljóði sem berst um
salarkynnin. Renningarnir tveir
liggja eftir á gólfi salarins.
„Þetta verk vekur ólík hughrif en
kveikjan er einhver frum-minning,
um móður mína að rífa lök og búa til
tuskur,“ segir Haraldur um það að
rífa dúkinn með þessum hætti.
„Við opnun síðustu sýningar
minnar hér í gallerínu var ég með
gjörning þar sem áhorfendur urðu
órofa þáttur í verkinu. Þetta leitar á
mig. Ég er líka að skrásetja litla
vídeógjörninga á Instagram, alla
þessa örgjörninga í lífinu sjálfu. Þeir
eru gott dæmi um eitthvað sem sæk-
ir æ oftar á mig og ég finn þörf til að
halda til haga. Þar eru þessar
grunneigindir, okkar daglegu at-
hafnir og performansinn í þeim sem
kveikja stöðugt í mér. Gott dæmi er
þegar fyrsti skammturinn af bólu-
efninu kom nú til landsins og allir
sátu límdir yfir í sjónvarpinu. Það
minnti mig á það þegar fyrstu hand-
ritin komu heim á sínum tíma! Og öll
þjóðin fylgdist með. Ég komst ekki
heldur hjá því að hugsa til verksins
míns „Blóðnám“, þar sem sýningar-
gestum var tekið blóð í opinberu
rými og þeir fengu það síðan til varð-
veislu. Nú sjáum við fólk sprautað í
beinni útsendingu.
Þegar handritin komu voru þau
eins og tákn fyrir genetík Íslendinga
og svo kom bóluefnið með jafn upp-
höfnum hætti til bjargar. Afhent í
nafnlausu vöruhúsi. Lífið er eins og
listin – eða er það öfugt?“
Morgunblaðið/Einar Falur
Blóð Haraldur við verkið „Gátt“. „Þetta er litur fersks blóðs úr mér,“ segir
hann. Málað úr fimm lítrum af málningu, sem er magn blóðs í líkamanum.
„Að gera hið ósýnilega sýnilegt“
Sýning á nýjum verkum Haraldar Jónssonar hefur verið opnuð í BERG Contemporary „Hef
lengi verið hugfanginn af samspili líkama og umhverfis“ Verk um blóð, roðnun, tungu og þögn
Morgunblaðið/Einar Falur
Salurinn Verkin „Sónar“, „Svimi“ og „Mið“ á sýningu Haraldar í BERG
Contemporary. Í „Svima“ vinnur hann með þögn sem skúlptúr.
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Ryðfrítt vinnsluborð
og bandsagarblað
Vinnsluhæð: 240 mm
Vinnslubreidd: 250 mm
Færanlegt vinnsluborð 47
Mótor: 550 w
Hæð: 1.470 mm
Þyngd: 58 kg
Verð aðeins87
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE
DYNAMIX
Frábær k
með hakk
ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
0x6
.9
YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN
jö
a
s
00 mm
00 kr.
tsög
fs.i