Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Eftirlit með störfum lögmanna Stjórn Lögmannafélagsins sinnti hefðbundnu eftirliti með störfum lögmanna á starfsárinu sem leiddi til þess að 14 málum var beint til úrskurðarnefndar lögmanna vegna ætlaðs brots á lögum eða siðareglum. Fyrir dómstólum er einnig rekið mál til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna í máli sem stjórn Lögmannafélagsins beindi til nefndar innar og nefndin kvað upp úrskurð í á árinu 2018. Var lögmanni þar veitt áminning. Lögmannafélagið var sýknað í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeim dómi var hins vegar snúið við í Landsrétti í apríl 2019. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Lögmannafélaginu hefði skort lagaheimild til að leggja fram kvörtun til úrskurðarnefndar. Að mati stjórnar Lögmannafélagsins er nauð synlegt að fá niðurstöðu Hæstaréttar um það hvort Lögmanna félagið hafi á grundvelli 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn heimild til að beina málum til úrskurðar nefndarinnar. Lögmannafélagið hefur því sótt um áfrýjunar leyfi til Hæstaréttar til þess að fá skorið úr álitaefninu. Endurskoðun reiknings fyrir liðið reikningsár Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélagsins, gerði grein fyrir ársreikningi Lögmannafélagsins og félagsdeildar LMFÍ fyrir árið 2018. Afkoma félagsins og félagsdeildar á síðasta ári var í heild jákvæð. Samanlagður hagnaður allra rekstrareininga Lögmannafélagsins var tæplega 1,3 milljónir króna. Tap af rekstri lögbundna hluta félagsins nam kr. 1.173.364, en hins vegar var hagnaður af Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem tillögur lágu fyrir um breytingar á samþykktum félagsins, reglum félagsdeildar og siðareglum lögmanna. Breytingar á siðareglum voru þó ekki teknar fyrir á fundinum þar sem mistök urðu í útsendingu tillagnanna fyrir fundinn og þeim dagskrárlið frestað. Formaður félagsins, Berglind Svavarsdóttir lögmaður, gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og fjallaði stuttlega um þau mál sem hafa verið í brennidepli á liðnu starfsári. Kom fram að starfsemi félagsins er viðamikil og margvísleg en á vegum félagsins starfa m.a. laganefnd, siðareglunefnd og úrskurðarnefnd lögmanna. Umtalsverð aukning hefur verið í málafjölda hjá úrskurðarnefndinni en málin sem henni berast nú eru mun þyngri og alvarlegri en áður. Vinnuhópur um starfsumhverfi lögmanna hefur einnig verið að störfum en hlutverk vinnuhópsins hefur m.a. verið að kanna líðan félagsmanna á vinnustað og umfang eineltis og kynbundinnar mismununar innan stéttarinnar. Þá hefur vinnuhópur um heildarendurskoðun samþykkta félagsins einnig verið að störfum. AÐALFUNDUR LÖGMANNA FÉLAGS ÍSLANDS ELEONORA BERGÞÓRSDÓTTIR SKRIFAR AÐALFUNDIR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS OG FÉLAGSDEILDAR LMFÍ VORU HALDNIR FÖSTUDAGINN 10. MAÍ 2019 Í SAFNAHÚSINU, HVERFISGÖTU 15.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.