Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 21 að fá skorið úr framangreindu álitaefni fyrir æðsta dómstóli þjóðarinnar, ásamt því að álitamál vakna um réttaráhrif þeirra úrskurða sem þegar hafa gengið í málum fyrir úrskurðarnefndinni sem Lögmannafélagið hefur átt aðild að til sóknar. Þegar þetta er ritað liggur afstaða Hæstaréttar til beiðninnar ekki fyrir. Um seinna atriðið, þ.e. hvort rétt og æskilegt sé yfir höfuð að Lögmannafélagið geti beint kvörtunum til úrskurðarnefndar, og þá án tillits til gildandi laga og þess máls sem áður er vikið að, þá er það viðurkennt sjónarmið að lögmannafélög hafi hlutverki að gegna þegar kemur að eftirliti og framfylgni með störfum lögmanna. Í aðfaraorðum (e. commentary) í kjarnareglum samtaka evrópskra lögmannafélaga (CCBE) frá 2006, segir meðal annars að „[t]he CCBE trusts that judges, legislators, governments and international organisations will strive, along with bar associations, to uphold the principles set out in the Charter“ (áherslubr. höfunda). Í kjarnareglunum er einnig vikið að mikilvægi sjálfstæðrar lögmannsstéttar og að veigamikill liður í því sé „sjálfseftirlit“ (e. self regulation): „A lawyer needs to be free - politically, economically and intellectually - in pursuing his or her activities of advising and representing the client. [...] The lawyer’s membership of a liberal profession and the authority deriving from that membership helps to maintain independence, and bar associations must play an important role in helping to guarantee lawyers’ independence. Self-regulation of the profession is seen as vital in buttressing the independence of the individual lawyer.“ Lögmannafélagið hefur á undanförnum árum og misserum, þ.á m. á vettvangi laganefndar félagsins, lagt aukna áherslu á „sjálfseftirlit“ í samskiptum við hið opinbera. Sem dæmi um það má nefna nýlega breytingu á lögmannalögum þar sem kveðið er á um lögbundna álitsumleitan til Lögmannafélags Íslands áður en sýslumaður tekur ákvörðun um veitingu málflutningsréttinda til þeirra sem hlotið hafa fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Færa má rök fyrir því, að liður í virku „sjálfseftirliti“ lögmannafélaga með félagsmönnum, og þá að einhverju leyti í stað opinbers eftirlits, sé að lögmannafélög geti beint kvörtunum til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar. Þannig eru vonandi flestir félagsmenn sammála um að fullnægi lögmaður ekki skyldum, svo sem um að hafa skrifstofu opna almenningi, sérstakan vörslufjárreikning í viðurkenndri bankastofnun og gilda starfsábyrgðartryggingu, auk lögbundinna hæfisskilyrða, geti slíkt ekki verið látið átölulaust af hálfu félagsins. Önnur atriði eru sum hver þess eðlis, að skoðanir kunna að vera skiptari meðal félagsmanna. Er sjálfsagt að umræða um þetta, eins og önnur almenn málefni félagsmanna, eigi sér stað á vettvangi félagsins. „...MEÐ LÖGUM MEGI ÞÓ KVEÐA Á UM SLÍKA SKYLDU EF ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT TIL AÐ FÉLAG GETI SINNT LÖGMÆLTU HLUTVERKI VEGNA ALMANNAHAGSMUNA EÐA RÉTTINDA ANNARRA.“ Lögmannafélagið er til húsa að Álftamýri 9 í Reykjavík.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.