Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Barnaverndarnefnd í tilteknu bæjarfélagi gerði í byrjun þessa árs kröfu fyrir héraðsdómi um að þrjú börn varnaraðila skyldu vistuð utan heimilis þeirra í tólf mánuði. Varnaraðilar mótmæltu kröfunni. Í héraðsdómi leiddi barnaverndarnefnd nokkur vitni fyrir dóminn, en ekki náðist í síma í tvö vitni sem varnaraðilar töldu þýðingarmikil. Niðurstaða héraðsdóms varð sex mánaða vistun barnanna utan heimilis. Varnaraðilar voru ósáttir og kærðu úrskurðinn til Landsréttar. Samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 hefur aðili tvær vikur til að leggja fram kæru á úrskurði héraðsdóms. Eftir það hefur kærandi aðrar tvær vikur til að leggja fram gögn og eftir atvikum greinargerð, sbr. 3. mgr. 147. gr. eml. Gagnaðili hefur eftir það eina viku til að leggja fram sín gögn og greinargerð. Nokkrum dögum eftir framlagningu kæru barst lögmönnum hins vegar tölvupóstur frá Landsrétti um að frestur kærenda til að leggja fram gögn og greinargerð í málinu skyldu vera tveir dagar og frestur gagnaðila tveir dagar þaðan í frá. Þannig hugðist Landsréttur stytta lögbundinn frest aðila um ríflega helming. Lögmaður kærenda svaraði skeytinu og kvaðst þrátt fyrir þetta áskilja kærendum rétt til að skila gögnum og greinargerð innan þess frests sem lög mæltu fyrir um. Undir það tók lögmaður gagnaðila. Svar Landsréttar til lögmanna barst um hæl og í því kom fram, efnislega, að rétturinn gæti svo sem samþykkt að veita aðilum þá fresti sem lög kveði á um, ef eftir því væri sérstaklega óskað. Kærendur gerðu kröfu um að tekin yrði skýrsla fyrir Landsrétti af þeim þýðingarmiklu vitnum sem ekki náðist í við aðalmeðferðina í héraði, sem og að málið yrði munnlega flutt í Landsrétti. Kærendur lögðu fram með kærunni fjölda nýrra skjala sem þeir töldu sýna fram á að ýmsar ályktanir í GUNNAR INGI JÓHANNSSON LÖGMAÐUR Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist áhugaverð grein um undirbúningsþinghöld í Landsrétti, þar sem m.a. var fjallað um þá staðreynd að ákvarðanir Landsréttar um rekstur mála séu hvorki rökstuddar né kæranlegar. Umfjöllunin varð tilefni til að birta þessa litlu sögu um málarekstur á þessu millidómstigi, sem sagt var m.a. stofnað til að auka réttaröryggi borgaranna. RÉTTAR­ ÓVISSU FERÐ Í LANDSRÉTT

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.