Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Líkt og lögmönnum flestum er vel kunnugt hefur Lögmannafélag Íslands (stjórn félagsins) á undanförnum árum beint ýmsum kvörtunum til úrskurðarnefndarinnar vegna ætlaðra brota gegn siðareglum og lögum eftir atvikum. Eru málin af ýmsum toga, svo sem vanhöld á skilum yfirlýsinga um stöðu fjárvörsluyfirlýsinga, eignarhald lögmannsstofu, meintir hagsmunaárekstrar og samskipti lögmanns og dómara. Svo sem er e.t.v. óhjákvæmilegt í málum sem þessum, þá sýnist sitt hverjum. Í sem stystu máli má segja að helstu ásteytingarsteinarnir séu tveir. Annars vegar, hvort viðhlítandi lagagrundvöllur sé fyrir því að Lögmannafélagið geti lagt fram kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Hins vegar, hvort rétt eða æskilegt sé yfir höfuð að Lögmannafélagið geti átt aðild til sóknar. Um fyrra atriðið er þess að gæta að Landsréttur taldi, með dómi sínum 5. apríl 2019 í máli nr. 511/2018, að Lögmannafélagið hafi skort viðhlítandi lagaheimild til að leggja fram kvörtun til úrskurðarnefndar í máli sem laut að samskiptum lögmanns og dómara, en Lögmannafélagið taldi lögmann hafa brotið gegn 2., 19. og 22. gr. siða­ reglnanna. Bæði úrskurðarnefndin og héraðsdómur töldu að Lögmannafélaginu hefði verið stætt að leggja fram kvörtun fyrir úrskurðarnefndina og eiga aðild að málinu. Landsréttur á hinn bóginn komst að gagnstæðri niðurstöðu. Í forsendum dóms Landsréttar, var meðal annars vísað til 27. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, þar sem segir að telji einhver að lögmaður hafi í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríði gegn lögum eða reglum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. geti hann lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum. Sagði meðal annars í forsendunum að samkvæmt orðanna hljóðan væri kæru heimildin víðtæk, en á hinn bóginn „verður ráðið af lögskýringargögnum að undir 27. gr. falli fyrst og fremst mál sem byggjast á kvörtun umbjóðanda á hendur lögmanni fyrir háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siða reglum lögmanna“. Yrði ekki talið að „fyrir hendi [væri] nægilega traust lagaheimild fyrir stjórn stefnda til að koma fram viðurlögum gegn félagsmanni með því að leggja fram kvörtun fyrir úrskurðarnefndina“. Í forsendunum var skylduaðild lögmanna einnig gerð að umtalsefni, þ.á m. í samhengi við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár um að engan megi skylda til aðildar að félagi, en með lögum megi þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Sagði í niðurstöðu Landsréttar að „[m]eginrökin fyrir skylduaðild að stefnda [væru] reist á ákvæðum laganna um eftirlitshlutverk úrskurðarnefndar lögmanna samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þeirra, sbr. og 26. og 27. gr. laganna“, og „[leiddu] af ákvæði stjórnarskrárinnar sem og 3. mgr. 3. gr. laganna að heimildir stjórnar stefnda til að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum [þyrftu] að styðjast við skýra lagaheimild“. Lögmannafélagið hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar, meðal annars þar sem það telur mikilvægt BERGLIND SVAVARSDÓTTIR OG STEFÁN A. SVENSSON HÖFUNDAR ERU FORMAÐUR OG VARAFORMAÐUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS EFTIRLITS­ HEIMILDIR LÖGMANNA- FÉLAGA

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.