Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 sem hafa umboð til að koma fram fyrir hönd félags mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Helga Hlín velti upp ýmsum álitaefnum í tengslum við orðalag trúnaðarskyldunnar: Hvaða hagsmuni er um að ræða þegar vísað er til öflunar ótilhlýðilegra hagsmuna? Hvernig á að fara með hugsanlega hagsmunaárekstra á milli félags og hluthafa? Hver er réttarstaða skuggastjórnenda? Með tilliti til ofangreinds vísaði hún til þess að hlutafélagalöggjöfin hefði ekki þróast á Íslandi hvað trúnaðarskylduna varðar. Helga Hlín telur að heimildin til að taka viðskiptalega ákvörðun feli í sér reglu sem afmarkar og takmarkar trúnaðarskylduna. Þessi regla sé hálfgerð „bonus pater“ regla sem felur í sér, með öllum fyrirvörum, að ef stjórn sýnir fram á að ákvarðanataka sé tekin í góðri trú og með tilliti til hagsmuna félagsins má almennt álykta að stjórnarmenn séu ekki ábyrgir þrátt fyrir að ákvörðunin reynist röng. Máli sínu til stuðnings nefndi Helga Hlín Straumsmálið. Í því máli er fjallað um viðskiptaákvarðanir stjórnar sem leiddu til taps fyrir bankann, þar sem reglan um heimild stjórnar til að taka viðskiptalega ákvörðun hafi verið staðfest. Dómarar leggi ekki mat á það hvort að ákvörðun hafi verið óþörf eða hvort félag hefði átt að eiga ákveðin viðskipti eða ekki, heldur meti dómari hvort ákvörðun eða viðskipti hafi farið gegn hagsmunum félagsins. Í máli þessu var ekki sýnt fram á að ákvörðunin hafi farið gegn hagsmunum félagsins. Það þurfi að sanna að slæma ákvörðunin hafi verið verri en önnur sem var einnig í boði og að aðrir möguleikar hafi verið raunhæfir eða leitt til betri niðurstöðu. Stjórnarmenn þurfi því við ákvörðunartöku að velta fyrir sér hvort það séu aðrar leiðir til boða og hvort þær séu þá raunhæfar eða geti leitt til minna tjóns. Til að skoða mörkin á umboðinu og trúnaðarskyldunni með tilliti til Hæstaréttardóma fjallaði Helga Hlín um dóm Hæstaréttar frá 8. október 2015, hið svokallaða Imon mál. Í dómnum segir að annað meginskilyrði þess að háttsemi sé talin refsiverð er að aðili hafi misnotað aðstöðu sína til athæfis sem annar aðili er bundinn við. Skilyrðið hafi meðal annars verið skýrt á þann veg að þegar heimild þess sem hefur slíka aðstöðu er ekki svo skýr sem skyldi, nægir til að hann baki sér refsiábyrgð að það séu færðar sönnur á að hann hafi vikið verulega frá starfsháttum sem honum hlaut að vera ljóst að af honum væri ætlast. Hér hefur verið talað um að sönnunarbyrðin sé öfug og maður þurfi að sýna fram á að maður hafi tekið ákvörðun sem „bonus pater“ stjórnarmaður. Það er því nauðsynlegt að afmarka hlutverk og umboð stjórnarmanna og þar að leiðandi líka Frá málstofunni „Ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna með hliðsjón af dómum um umboðssvik“. Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður hjá Strategía ehf. í pontu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.