Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 að þeir voru ekki boðaðir þangað, þrátt fyrir fyrirmæli 160 gr. eml. Í hinu viðhenginu var að finna úrskurð Landsréttar í málinu, uppkveðinn degi eftir framangreint dómþing, þar sem hinn kærði úrskurður héraðsdóms var staðfestur með vísan til forsendna hans. Svo sem áður segir lögðu kærendur fram 21 nýtt skjal fyrir Landsrétt, merkt A­U. Í málinu sem hér er um fjallað er hins vegar bókað í þingbók, bæði í undirbúningsþinghaldi og í hinum kærða úrskurði, að aðeins hafi verið lögð fram skjöl málsins A­D, þ.e.a.s. úrskurðinn, kæra og greinargerðir aðila. Virðist því sem Landsréttur hafi hundsað öll hin nýju skjöl merkt E­U, alls 17 skjöl, þegar rétturinn lauk úrskurði á málið. Er engar skýringar að finna í þingbók eða niðurstöðu réttarins á því. Nú skyldi kannski einhver telja að það breytti ekki öllu þótt Landsréttur reki mál þannig að hann stytti lögbundna fresti án heimildar, ráði til lykta kröfum aðila er varða rekstur málsins án þess að boða aðilana á dómþing þrátt fyrir lagaskyldu og leysi svo úr málinu án tillits til skjala sem aðilarnir hafa haft fyrir því að senda réttinum, allt í einu og sama málinu, þar sem fjallað er um afar þýðingarmikla hagsmuni. Það sé jú eitt dómstig til, einn öryggisventill, sem geti undið ofan af svona uppákomum. En svo er ekki, því dómsúrlausnir um það hvort skilyrði séu til að taka börn af heimilum sínum í skjóli opinbers valds og vista þau mánuðum eða jafnvel árum saman utan síns heimilis og fjarri foreldrum, er einn fárra flokka mála sem ekki er kæranlegur til Hæstaréttar. Í lögskýringargögnum segir, að vegna sjónarmiða um málshraða og að réttaröryggi verði nægilega tryggt með málskoti til Landsréttar hafi niðurstaðan orðið sú að Landsréttur kveði upp úrskurði í kærumálum vegna þvingunarráðstafana og þeir verði ekki kæranlegir til Hæstaréttar. Landsréttur fær vissulega fullt hús fyrir málshraða í málinu, en undirritaður leyfir sér að efast um að málsmeðferðin sem boðið er upp á auki réttaröryggi borgaranna. „VIRÐIST ÞVÍ SEM LANDSRÉTTUR HAFI HUNDSAÐ ÖLL HIN NÝJU SKJÖL MERKT E-U, ALLS 17 SKJÖL, ÞEGAR RÉTTURINN LAUK ÚRSKURÐI Á MÁLIÐ.“ Til leigu er aðstaða fyrir lögmann á lögmannsstofunni Löggarði ehf., Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík. Bílastæði með hliðopnun fylgir. Um er að ræða bjart og nýlega innréttað húsnæði miðsvæðis í Reykjavík þar sem fyrir eru 3 starfandi lögmenn. Nánari upplýsingar veitir Guðni Á. Haraldsson, hrl. í síma 694 8575. Löggarður ehf. LÖGGARÐUR EHF.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.