Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 umbjóðanda hans sætti flýtimeðferð í dómskerfinu. Sendi hann erindi á viðkomandi héraðsdómstól með beiðni um flýtimeðferð. Þáverandi dómstjóri viðkomandi héraðsdóms synjaði þeirri beiðni. Lögmaðurinn sendi dómstjóranum í kjölfarið tölvuskeyti þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með meðferð hans á flýtimeðferðarbeiðninni. Urðu svo nokkur rafræn samskipti milli lögmannsins og dómstjórans. Dómstjórinn sendi í kjölfar þeirra erindi til LMFÍ og tiltók að orðalag tölvuskeyta lögmannsins væri þess efnis að hann teldi að færi í bága við siðareglur lögmanna. Hann léti „sig [þó] ekki varða hvernig eða hvort félagið kysi að aðhafast“. Með öðrum orðum þá kvartaði dómstjórinn ekki sjálfur undan háttseminni við úrskurðarnefndina. Í framhaldi þessa beindi stjórn LMFÍ, í nafni félagsins, kvörtun vegna háttsemi lögmannsins til úrskurðarnefndar lögmanna og varð félagið þannig aðili að málinu fyrir nefndinni. Úrskurðarnefndin lauk málinu með úrskurði þess efnis að lögmaðurinn sætti áminningu. Lögmaðurinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu, fór með málið fyrir dómstóla og krafðist ógildingar á áminningunni. Landsréttur kvað í framhaldinu upp framangreindan dóm í málinu í apríl sl. þar sem áminningin var felld úr gildi. Var það niðurstaða Landsréttar að LMFÍ brysti heimild til að gerast aðili að málinu fyrir úrskurðarnefndinni. Tók Landsréttur fram að í ákvæðum lögmannalaga væru tæmandi talin þau tilvik sem borin yrðu undir úrskurðarnefndina. Höfundur telur þessa niðurstöðu Landsréttar efnislega rétta. Aðild að máli samkvæmt framangreindu ákvæði 1. mgr. 27. gr. lögmannalaga er bundin við þann sem telur að lögmaður hafi „gert á sinn hlut“. Í siðareglum er vikið að skyldum lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum, dómstólum, öðrum lögmönnum og gagnaðilum. Aðild að kvörtun yfir lögmanni er þannig bundin við þann sem telur lögmanninn hafa brotið gegn sér. LMFÍ er ekki falið sérstakt hlutverk í þeim efnum samkvæmt gildandi lögum. Í öðru lagi hefur LMFÍ litið svo á að félaginu sé heimilt að skjóta málum til úrskurðarnefndarinnar þegar lögmenn sinna ekki þeirri skyldu sinni að skila félaginu yfirlýsingu um fjárvörslureikninga og verðbréfaskrá. Hefur úrskurðarnefndin kveðið upp úrskurði þar sem fundið er að slíkri háttsemi (sem dæmi má nefna mál nr. 33/2018). Í lögmannalögum er sérstaklega vikið að þessari skyldu lögmanna, um að senda LMFÍ, fyrir tiltekinn tíma ár hvert, yfirlýsingu um að staða vörslufjárreiknings sé ekki lægri en staða vörslufjár samkvæmt bókhaldi lögmannsins, sbr. 2. mgr. 23. gr. lögmannalaga. Enn fremur er í sama ákvæði fjallað um þá skyldu lögmanna að senda félaginu upplýsingar um verðbréf í þeirra vörslu. Um afleiðingar af brotum gegn framangreindum skyldum er sérstaklega fjallað um í 4. mgr. 13. gr. lögmannalaga. Þar segir að brjóti lögmaður gegn 2. mgr. 23. gr. lögmannalaga þá „beri“ LMFÍ að leggja til við sýslumann að réttindi hans verði felld niður. Með öðrum orðum er um að ræða skyldu félagsins að grípa til þeirra tilteknu ráðstafana sem fjallað er um í ákvæðinu. Við mat á því hvort að stjórn félagsins geti með réttu átt aðild að máli fyrir úrskurðarnefndinni er rétt að líta til þess að í framangreindu ákvæði 4. mgr. 13. gr. lögmannalaga er sérstaklega vikið að afleiðingum brota gegn 2. mgr. 23. gr. Verður því að telja að þar sé tæmandi talið hvaða úrræðum er unnt að beita undir þessum kringumstæðum. Skylda LMFÍ í þeim tilvikum stendur þannig einungis til þess að leggja til við sýslumann að fella niður réttindi viðkomandi lögmanns. „AÐILD AÐ KVÖRTUN YFIR LÖGMANNI ER ÞANNIG BUNDIN VIÐ ÞANN SEM TELUR LÖGMANNINN HAFA BROTIÐ GEGN SÉR.“ Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.