Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 Sáttamiðlari er hlutlaus Ýmis mál má leysa með sáttamiðlun s.s. viðskiptadeilur, starfsmannamál, fjölskyldumál, erfðamál, nágrannadeilur o.fl. Mál þurfa hins vegar ekki að innihalda réttarágreining til þess að geta farið í sáttamiðlun. Það geta verið mál, sem aðilar hafa hagsmuni af því að leysa úr án þess að lausnin hafi tiltekin réttaráhrif t.d. samskiptaörðugleikar. Kostir sáttamiðlunar eru fjölmargir. Sáttamiðlun getur sparað gríðarlegan tíma í samanburði við dómsmál og að sama skapi verið ódýrari kostur. Sáttamiðlun er sveigjanleg og fullur trúnaður ríkir um það sem fer fram í sáttamiðlun. Lilja segir hlutverk sáttamiðlara sé meðal annars að kafa ofan í undirliggjandi ástæður ágreinings áður en farið er í að finna lausnirnar. Það gerir hann m.a. í gegnum spurningatækni, umorðun og speglun. Í samningaviðræðum fara aðilar gjarnan beint í það að ákveða hver lausnin eigi að vera án þess að skoða betur af hverju ágreiningurinn kom upp. Lilja segir það eðlilegt að lögmenn horfi fyrst og fremst til dómstóla þar sem þeir gæta alltaf tiltekinna hagsmuna. Hún bindur vonir við að aukin kennsla í sáttamiðlun í laganámi hér á landi muni skila árangri en í dag er hægt að velja áfanga í sáttamiðlun á meistarastigi við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann á Bifröst. Einnig er hægt að fara í diplómanám við Háskólann á Bifröst í samningatækni og sáttamiðlun. Þróunin síðustu ár Þegar Lilja fór að kynna fyrirtækið sitt, Sáttaleiðina, árið 2015, upplifði hún fljótlega að fáir vissu almennilega hvað sáttamiðlun var eða hvernig hún virkaði. Í upphafi þurfti því að útskýra grunnhugmyndina um sáttamiðlun fyrir verðandi viðskiptavinum. Síðan þá hefur hins vegar þónokkur vakning orðið m.a. vegna fræðslu um inntak sáttamiðlunar sl. ár. Þá hefur innleiðing á sáttamiðlun í barnalögunum haft gríðarleg áhrif á áhuga lögfræðinga og lögmanna á sáttamiðlun. Áhugi lögmanna á sáttamiðlun hefur því verið að aukast og þeir eru farnir að sjá tækifæri í sáttamiðlun sem þeir kannski sáu ekki áður. „Það er vissulega ólíkur þankagangur að baki því að reyna að sætta mál með þessum hætti en að útkljá þau fyrir dómstólum. Það getur verið viss togsteita í hagsmununum en þá er rétt að hafa í huga að siðareglur lögmanna segja að lögmaður verður fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni skjólstæðings. Þetta geta verið mun færri tímar í tímavinnu en að reka dómsmál. Margir lögmenn reyna að sætta mál sem þeir koma að t.d. með samningaviðræðum og með því að leggja fram sáttatilboð. Það er hins vegar ekki það sama og að fara í gegnum sáttamiðlunarferli þar sem aðilar setjast niður með hlutlausum aðila sem leiðir þá í gegnum ákveðið ferli“. Hjá fyrirtækjum er sáttamiðlun helst notuð í mannauðs­ málum en Lilja bendir á að tækifærin í sáttamiðlun séu mun víðtækari fyrir fyrirtæki en bara hvað varðar starfsmannamál. „Það eru mál sem koma upp innanhúss sem þarf að leysa en síðan er hægt að nota sáttamiðlun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.