Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 29 Fjöldi félagsmanna í byrjun maí sl. var 1055 samanborðið við 1077 á sama tíma árið 2018 og nam fækkunin á milli ára um 2%. Er fjöldi félagsmanna nú sambærilegur við fjölda lögmanna á árinu 2015. Þá vekur það athygli að hlutfall kvenkyns félagsmanna lækkar annað árið í röð en það er nú 30,6% borið saman við 30,7% á síðasta ári, en hæst náði hlutfallið 31,5% árið 2016. Hvort þessi þróun á fjölda félagsmanna í átt til fækkunar heldur áfram á næstu misserum skal ósagt látið, enda fjölmargir áhrifaþættir sem ráða því, svo sem þróun nemendafjölda í lögfræði og staða efnahagsmála. ENN FÆKKAR FÉLAGSMÖNNUM Í LÖGMANNAFÉLAGINU ÁRLEGA RÝNIR LÖGMANNABLAÐIÐ Í TÖLFRÆÐIUPPLÝSINGAR UM FÉLAGSMENN LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS OG VIÐ SKOÐUN ÞESSARA UPPLÝSINGA Í MAÍBYRJUN 2019 KEMUR Í LJÓS AÐ SÚ ÞRÓUN SEM HÓFST Á ÁRINU 2017 VARÐANDI FÆKKUN FÉLAGS- MANNA HELDUR ÁFRAM, AUK ÞESS SEM HLUTFALL KVENKYNS LÖGMANNA HEFUR LÆKKAÐ. Frá útskrift vorið 2019.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.