Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 31 Séu sambærilegar upplýsingar um karlkyns lögmenn skoðaðar kemur í ljós að hlutfall karlkyns lögmanna sem eru sjálfstætt starfandi er 58% og hefur hækkað um tvö prósentustig frá árinu á undan þegar það var 56%. Hins vegar lækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem starfa sem fulltrúar um eitt prósentustig, fór úr 15% í 14%. Sama þróun átti sér stað meðal lögmanna sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasamtökum, þar sem hlutfallið lækkaði úr 17% í 16% á milli áranna 2018 og 2019. Hins vegar hækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum úr 6% í 7%. Loks lækkaði hlutfall karlkyns lögmanna sem eru hættir störfum sökum aldurs eða veikinda úr 6% í 5%. Sjálfstætt starfandi 56% Fulltrúar lögmanna 15% Ríki og sveitarfélög 6% Fyrirtæki og félagasamtök 17% Hættir störfum 6% Sjálfstætt starfandi 58% Fulltrúar lögmanna 14% Ríki og sveitarfélög 7% Fyrirtæki og félagasamtök 16% Hættir störfum 5% Skipting (%) karlkyns félagsmanna í LMFÍ 2018 eftir því hvar þeir starfa Skipting (%) karlkyns félagsmanna í LMFÍ 2019 eftir því hvar þeir starfa Sjálfstætt starfandi 35% Fulltrúar lögmanna 24% Ríki og sveitarfélög 11% Fyrirtæki og félagasamtök 30% Hættir störfum0% Skipting (%) kvenkyns félagsmanna í LMFÍ 2019 eftir því hvar þeir starfa Séu framangreindar upplýsingar dregnar saman má sjá að svipuð þróun hefur átt sér stað varð andi starfsvettvang karlkyns og kvenkyns lögmanna á milli ára, þ.e. hlutfall sjálfstætt starfandi lögmanna og lögmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hækkar á milli ára hjá báðum kynjum á sama tíma og hlutfall fulltrúa og lögmanna sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasam tökum hefur lækkað. Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.