Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 23 Í þremur málanna var lögmönnum veitt áminning. Í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar var sérstaklega vísað til þess, að lögmennirnir hefðu ekki leitast við að sinna lögbundinni skyldu til skila á fjárvörsluyfirlýsingu, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og rekstur kærumálsins fyrir nefndinni. Taldi nefndin að slíkt sinnuleysi við rækslu þeirra mikilvægu skyldna sem á lögmönnum hvíla samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laga nr. 77/1998, væri í engu til þess fallið að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar. Gengi háttsemi lögmannanna því í berhögg við 2. gr. siðareglna lögmanna, sem kveður á um að lögmaður skuli gæta heiðurs lögmannastéttar í öllum athöfnum. Var niðurstaða nefndarinnar sú að með umræddri háttsemi hafi lögmennirnir brotið gróflega á þeim ákvæðum laga nr. 77/1998 og siðareglum lögmanna sem að framan eru rakin og hafi þannig sýnt af sér háttsemi sem telja verði ámælisverða auk þess sem hún sé ósamboðin lögmannsstéttinni. Sérstaka athygli vekur niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í einu framangreindra tilvika en þar er tekið fram að lögmaður hafi ítrekað hundsað tilmæli nefndarinnar um að hann gerði grein fyrir máli sínu, þrátt fyrir að hafa verið veittur rúmur frestur til þess. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar í umræddu máli segir að framferði lögmannsins að þessu leyti feli í sér brot á skyldum hans gagnvart nefndinni, sbr. 4. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna. Er það jafnframt álit nefndarinnar að brot lögmannsins á þeim skyldum sem kveðið er á um í lögum nr. 77/1998 og ákvæðum siðareglna lögmanna séu svo stórfelld að nefndin muni taka til skoðunar í rökstuddu áliti hvort lagt verði til við sýslumann að lögmaðurinn verði sviptur lögmannsréttindum, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 77/1998. Af þessu tilefni er vakin athygli á því að hafi lögmaður verið sviptur réttindum samkvæmt 14. gr. laga nr. 77/1998, getur „...STJÓRN LÖGMANNAFÉLAGSINS [...] TILNEYDD TIL ÞESS AÐ KREFJAST NIÐURFELLINGAR MÁLFLUTNINGSRÉTTINDA FIMM LÖGMANNA, Í KJÖLFAR VANRÆKSLU ÞEIRRA Á SKILUM YFIRLÝSINGAR UM STÖÐU FJÁRVÖRSLUREIKNINGS INNAN LÖGBUNDINS FRESTS.“ Reykjavík • London hann að fimm árum liðnum sótt um heimild til að gangast undir á ný prófraun og sækja í kjölfarið á ný um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 77/1998. Eru viðurlög vegna slíkrar réttindasviptingar því mun harðari en í því tilviki að stjórn lögmannafélagsins óski eftir því við sýslumann að réttindi lögmanns verði felld niður, sbr. 4. mgr. 13. gr. laganna. Í samræmi við 1. mgr. 16. gr. laganna verða réttindi lögmanns í slíku tilviki lýst virk að nýju eftir umsókn lögmannsins, án endurgjalds eða prófraunar, enda fullnægi lögmaðurinn öðrum skilyrðum til að njóta þeirra auk þess sem fyrir liggi staðfesting lögmannafélagsins á því að umsækjandi hafi skilað til félagsins fullgildri yfirlýsingu um stöðu fjárvörslureiknings. Af framangreindu er ljóst að nokkuð ber á því að sjálfstætt starfandi lögmenn láti undir höfuð leggjast að standa Lögmannafélaginu tímanlega skil á yfirlýsingum vegna fjárvörslureikninga. Slíkt brot getur haft í för með sér réttindamissi til skemmri eða lengri tíma. Hægt er að nálgast eyðublað fjárvörsluyfirlýsingar vegna ársins 2019 á heimasíðu lögmannafélagsins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.