Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 7 rekstri félagsdeildar kr. 1.714.579. Rekstrarafgangur varð í rekstri Námssjóðs en hann var rúmlega 700 þúsund krónur. Framkvæmdastjórinn fjallaði jafnframt um einstaka rekstrarliði sem höfðu tekið breytingum milli ára. Ekki var lögð til hækkun á félagsgjöldum en tekið fram að gæta þyrfti aðhalds í rekstri. Breytingar á samþykktum félagsins Stjórn Lögmannafélagsins lagði fram tillögu um breytingar á samþykktum félagsins og var hún samþykkt samhljóða. Fela breytingarnar m.a. í sér heimild til að halda félagsfundi með rafrænum hætti, að siðareglur séu háðar samþykki félagsfundar og að meirihluti stjórnar riti firma félagsins í stað formanns og eins stjórnarmanns sameiginlega. Ákvæði um skoðunarmenn voru tekin út þar sem félagið mun nú kjósa endurskoðanda og öðrum ákvæðum breytt til samræmis. Ákvæði um hlutverk stjórnar var einnig breytt en nú er tekið fram með ótvíræðum hætti að stjórn beri að hafa eftirlit samkvæmt lögmannalögum og siðareglum og geti þ.a.l. beint erindum til úrskurðarnefndar lögmanna. Þá var um að ræða breytingar til staðfestingar á venju­ bundinni framkvæmd, breytingar á skipulagi ákvæða eða orðalagsbreytingar. Að öðru leyti vísast til breyttra samþykkta félagsins. Breytingar á reglum félagsdeildar LMFÍ Tillaga um breytingar á reglum félagsdeildar LMFÍ var einnig samþykkt á fundinum. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér orðalagsbreytingar m.t.t. þess að um sé að ræða deild en ekki félag. Þá voru ákvæði uppfærð til samræmis við sambærileg ákvæði í samþykktum Lögmannafélagins, m.a. um firmaritun. Kosingar í stjórn og nefndir Sjálfkjörið var í stjórn Lögmannafélagsins. Berglind Svavars­ dóttir var endurkjörinn formaður félagsins. Sigurður Örn Hilmarsson og Viðar Lúðvíksson voru kjörnir í stjórn. Auk þeirra þriggja sitja áfram í stjórn Hjördís E. Harðardóttir og Stefán Andrew Svensson. Í varastjórn voru kjörin Birna Hlín Káradóttir, Jónína Lárusdóttir og Grímur Sigurðarson. Endurskoðandi félagsins var kosinn Þorvaldur Þorvaldsson, löggiltur endurskoðandi. Þá voru kjörin í laganefnd félagsins þau Grímur Sigurðarson, Einar Farestveit, Almar Þór Möller, Jón Gunnar Ásbjörns­ son, Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Geir Gestsson og Benedikt Egill Árnason.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.