Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 35

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 35 Lagadagurinn var haldinn í björtu og fallegu veðri þann 29. mars sl. og hefur líklega aldrei verið eins vel sóttur. Fjallað var um tjáningar­, fjölmiðla­ og upplýsingafrelsi og þær lagabreytingar sem fyrirhugaðar eru á því sviði og var forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir meðal þeirra sem þátt tóku í umræðum. Þá var haldin málstofa um úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla og þeirri spurningu velt upp hvort aðrir valkostir en dómstólaleiðin væru heppilegri við úrlausn deilumála, svo sem gerðadómar og sáttamiðlun enda hafa slíkar leiðir notið vinsælda erlendis. Yfirstjórnunar­ og eftirlitsheimildir stjórnvalda voru einnig ræddar á sérstakri málstofu og þau flóknu álitaefni sem geta risið um stöðu, samband og hlutverk ráðuneyta og úrskurðarnefnda. Alls tóku níu manns þátt sem fyrirlesarar eða í pallborði þegar fjallað var um rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála og hvað þar mætti betur fara. Málstofan var haldin í kjölfar skýrslu um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd og var m.a. rætt um hvernig hægt er að byggja upp réttarvörslukerfi sem getur mætt þörfum þolenda kynferðisbrota og stutt við bataferli þeirra. Á fjölmennri málstofu um ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna var m.a. rætt um fyrirsjáanleika refsiheimilda Anna Tryggvadóttir, varaformaður kærunefndar útlendingamála, fjallaði um yfirstjórnunar­ og eftirlitsheimildir stjórnvalda. Frá hádeginu í Hörpu. Stungið saman nefjum yfir máli málanna, hver situr til borðs með hverjum um kvöldið. Eiríkur Jónsson deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar­, fjölmiðla­ og upplýsingafrelsis fer yfir fyrirhugaðar breytingar. Stefán A. Svensson lögmaður og varaformaður í Lögmanna­ félagi Íslands greinir frá ályktun stjórnar LMFÍ í kjölfar dóms MDE.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.