Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 25 Lilja útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist héraðsdómsréttindi árið 2012. Hún starfaði sem lögmaður til ársins 2014 þegar hún ákvað að fara í frekara nám. Hún fór í LL.M. nám í Dispute Resulution við University of Missouri í Bandaríkjunum en námið samanstendur af samningatækni, sáttamiðlun og gerðardómsrétti. Í upphafi lagði hún áherslu á að læra samningatækni en svo kynntist hún hugmyndafræði sáttamiðlunar og þá var ekki aftur snúið. Þegar Lilja kom til baka frá Bandaríkjunum árið 2015 fór hún að kanna vettvang sáttamiðlara hér heima. Hún sá fljótlega að ekki var mikil gróska á þeim vettvangi og komst í raun að því að sáttamiðlun væri mjög lítið notuð hér á landi. „Ég byrjaði á að fletta upp Sátt en ég hafði rekist á félagið þegar ég var að kynna mér hvar sáttamiðlun stæði á Íslandi og setti mig í samband við félagið þegar ég kom heim. Ég fór fljótlega að vinna með stjórninni að skipuleggja ráðstefnu um sáttamiðlun í atvinnulífinu sem við héldum árið 2015. Á aðalfundi félagsins árið 2016 stóð til hjá mér að bjóða mig fram í stjórn félagsins og fór það svo á fundinum að ég var kosinn formaður Sáttar. Síðan þá hef ég verið virk á sviði sáttamiðlunar og finn að áhuginn á sáttamiðlun er að aukast, þó við séum enn tiltölulega fá sem störfum á þessu sviði.“. Hvað er átt við þegar talað er um sáttamiðlun eða „alternative dispute resulusion“? „Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í, með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara. Þannig komast aðilar sjálfir að niðurstöðu sem þeir telja viðunandi. Sáttamiðlari kemst ekki að niðurstöðu í máli, hann kemur ekki með lausnina, heldur leiðir hann einstaklinga saman til að finna sínar eigin lausnir. Sáttamiðlari er þannig alltaf hlutlaus aðili. Þegar aðilar tala um ADR eða „alternative dispute resolution“ er verið að meina aðrar leiðir við úrlausn deilumála heldur en dómstóla, en kennararnir mínir vildu meina að það ætti frekar að kalla þær leiðir „appropriate dispute resolution“. SÁTTAMIÐLUN – RAUNHÆFUR VALKOSTUR VIÐ LAUSN ÁGREININGS? VIÐTAL VIÐ LILJU BJARNADÓTTUR:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.