Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 36
36 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 vegna umboðs og ábyrgðar stjórnarmanna og hvaða úrbóta kann að vera þörf í íslenskri löggjöf þar að lútandi með sérstakri hliðsjón til svokallaðra „hrunmála“. Boðið var uppá fjórar áhugaverðar örmálstofur og var komið víða við, fjallað um peningaþvætti, höfundarétt og gervigreind, græn skuldabréf sem hafa verið að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum og að lokum Brexit en áætlað hafði verið að 29. mars, á Lagadaginn, myndu Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Eins og venjulega var mikið um dýrðir að kvöldi Lagadagsins þegar lögfræðingar landsins skörtuðu sínu fínasta pússi og héldu í Hörpuna til að njóta samveru, matar, drykkjar og skemmtidagskrár undir frábærri stjórn lögmannanna Víðir Smári Petersen lögmaður og málstofustjóri í örmálstofum og Anna Ragnhildur Halldórs dóttir lögfræðingur á regluvörslusviði hjá Íslands­ banka sem fór yfir ný lög um aðgerð ir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn fjölluðu um höfundarétt og gervigreind og þær lagaflækjur sem geta komið upp t.a.m. þegar hugbúnaður lærir að þróa og búa til nýja og áður óþekkta hluti, sem jafnvel hönnuði hans óraði ekki fyrir. Benedikt Bogason hæstaréttardómari og formaður stjórnar Dómstóla­ sýslunnar, fer yfir nýja stöðu Landsréttar eftir dóm MDE. Frá málstofunni „Tjáningar­, fjölmiðla­ og upplýsingafrelsi“. Þórir Guðmundsson fréttastjóri Stöðvar 2, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hjá Rétti, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Halldóra Þorsteinsdóttir lektor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, Páll Hreinsson forseti EFTA dómstólsins og rannsóknaprófessor við Lagadeild Háskóla Ísland og Eiríkur Jónsson deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar­, fjölmiðla­ og upplýsingafrelsis. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fræddi gesti Lagadags um Brexit. Frá málstofu um Tjáningar­, fjölmiðla­ og upplýsingafrelsi. Reimar Pétursson lögmaður að spyrja fyrirlesara.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.