Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 11 Óttar hóf erindi sitt með að gera athugasemd við erindi Helgu um að eflaust þarfnist löggjöf í félagarétti endur­ skoðunar, en sagðist þó ekki viss um að það væri tilefni til að draga eins sterka mynd af ástandinu eins og Helga Hlín gerði í sínu erindi. Það væri einnig ástæða til að varast að fylgja fordæmum frá Bretlandi í þessu samhengi. Endurskoðun löggjafarinnar á Norðurlöndunum hefur átt sér stað fyrir ekki svo löngu síðan, þar sem hlutverk og skyldur stjórnenda séu afmörkuð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Skilyrði umboðssvika – misnotkun á aðstöðu og auðgunar­ ásetningur Óttar sagði í erindi sínu vilja varpa ljósi á tvö meginskilyrði umboðssvika: skilyrðið um misnotkun á aðstöðu og skilyrðið um auðgunarásetning. Slíkt myndi hann gera með hliðsjón af dómum sem gengið hafa á undanförnum árum um þetta efni og hélt því til haga að hann hefur komið að málsvörnum í nokkrum þessara mála. Misnotkun á aðstöðu Við afmörkun umboðs í störfum stjórnenda sagði Óttar að það þurfi að leita svara við því hverjum sé heimilt að taka ákvörðun um ráðstöfun þeirra hagsmuna sem um er að tefla og hversu langt heimildin nær. Í dómsmálum sem hafa verið rekin í tengslum við lán­ veitingar í rekstri fjármálafyrirtækja, þar sem tekist hefur verið á um heimildir stjórnenda til þeirra ráðstafana sem ákært var vegna, hefur gjarnan verið stuðst við innri reglur félaga, svo sem lána­ og áhættureglur bankanna, sem viðmið til að meta umboð stjórnarmanna. Hann fjallaði í því sam hengi um Imon­málið, þar sem stjórnarmenn voru ákærðir og síðar sakfelldir fyrir að veita félaginu Imon um 5 milljarða króna lán til að fjármagna kaup félagsins á hluta bréfum í Landsbankanum, þrátt fyrir að hafa ekki farið út fyrir heimild sína eftir eigin reglum Landsbankans. Þar hafi verið lagt til grundvallar að ákærðu hafi borið að líta til annarra reglna, jafnt skráðra og óskráðra regla, þegar þeir tóku þessa ákvörðun. Það hafi verið horft til þess að lánið hefði verið veitt gegn tryggingum, sem metnar höfðu verið til verðs á alls ónothæfum grunni, og hafi að auki verið langt frá því sem almennt skyldi miðað við samkvæmt útlánareglum Landsbankans. Með þessu hefðu hinir ákærðu því vikið á freklegan hátt frá því sem af þeim var krafist í störfum þeirra og misnotað aðstöðu sína hjá bankanum. Þá sagði Óttar að það væri ljóst að við mat á því hvort stjórnandi hafi farið út fyrir heimildir sínar í skilningi 249. gr. almennra hegningarlaga, sem fjallar um umboðssvik, verði ekki aðeins litið til skráðrar afmörkunar umboðsins, heldur einnig venja og óskráðra reglna, sem skírkota til starfshætti og verklag sem verður leitt út af því til að álykta megi um ábyrgð þeirra í stað þess að sönnunarbyrði sé öfug þegar reynir á ábyrgð stjórnarmanna með þessum hætti. Hitt meginskilyrði fyrir að háttsemi teljist refsiverð samkvæmt Imon málinu sé að fyrir hendi hafi verið auðgunarásetningur. Nægir í því sambandi að sýna fram á að háttsemin hafi valdið verulegri fjártjónshættu fyrir þann sem bundinn var af henni. Helga Hlín velti því upp hvort það þurfi ekki meira að koma til í samræmi við heimild stjórnar til að taka viðskiptalega ákvörðun og hvert svigrúmið sé fyrir mat stjórnar á öðrum raunhæfum leiðum. II. HLUTI - VIÐSKIPTAÁKVARÐANIR OG UMBOÐSSVIK ÓTTAR PÁLSSON

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.