Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 trúnaðarskyldu viðkomandi stjórnanda. Að mati Óttars ber þó að fara varlega þegar stuðst er við óskrifaðar reglur í refsimálum. Séu heimildir rúmar ber ákæruvaldi að sýna fram á verulegt eða gróft frávik frá venjum eða þeim starfsháttum sem stjórnandanum bar að fylgja. Í Imon­ málinu var svo talið verið. Varðandi sérstaka stöðu félagsstjórnar og þær víðtæku valdheimildir sem félagsstjórnir fara með í umboði hluthafa nefndi Óttar dóm Hæstaréttar frá 19. janúar 2017 í máli nr. 525/2015, hið svokallaða SPRON­mál, þar sem stjórnarmenn og framkvæmdastjóri voru ákærð fyrir umboðssvik vegna lánveitingar sem þau höfðu tekið ákvörðun um á stjórnarfundi. Tekist var á um hvort og að hvaða marki útlánareglur sparisjóðsins, sem stjórnin hafði samþykkt, hafi átt við um lánveitingar sem teknar voru á vettvangi stjórnar. Hæstiréttur taldi stjórnina vera bundna af lánareglunum. Óttar sagði nálgun Hæstaréttar umdeilanlega í ljósi stöðu félagsstjórnarinnar og þeirra ríku valdheimilda sem stjórnin hefur og það hefði því að hans mati verið réttara að leggja til grundvallar að stjórnin væri ekki bundin af reglunum, enda hefði stjórnin með meirihlutaákvörðun getað breytt þessum reglum. Það væri þó ekki útilokað að hafa hefði mátt reglurnar til hliðsjónar við mat á því hvað teldist hæfileg áhætta fyrir sparisjóðinn án þess þó að fela í sér formlega takmörkun á víðtæku umboði félagsstjórnarinnar. Þá tók Óttar fram að ákærðu í málinu voru sýknuð þar sem ósannað þótti að þau hafi af ásetningi misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum. Óttar taldi að dómstólar myndu almennt ekki endurskoða viðskiptaákvarðanir stjórnenda að því gefnu að stjórnendur hafi ekki haft hagsmuni andstæða við félagið sem þeir gegna trúnaðarstörfum fyrir, og að ákvörðunin hafi verið tekin á upplýstum grunni og í góðri trú. Vísaði hann til dóms Hæstaréttar í máli nr. 350/2009 þar sem tekið var fram að stjórnendur félags taki ákvarðanir um fjárhagslegar ráðstafanir og dómstólar geti ekki fjallað um hvort þær hafi verið nauðsynlegar eða ekki. Auðgunarásetningur (veruleg fjártjónshætta) Aðeins verður refsað fyrir umboðssvik þegar brotið hefur verið framið í auðgunarskyni. Orðin „í auðgunarskyni“ hafa verið skýrð þannig að með þeim sé átt við að ásetningur brotamanns hafi verið sá, að afla sér eða öðrum fjárvinnings á þann hátt, að annar maður biði ólöglega fjártjón að sama skapi. Sagði Óttar að í fæstum tilvikum væri það þó svo þegar um umboðssvik er að tefla að tjón raungerist samstundis, því að stjórnandi tekur ákvörðun um tiltekna ráðstöfun. Það sé þó sá tímapunktur sem miða verður við þegar lagt er mat á refsinæmi háttseminnar. Þess vegna hafi í framkvæmd og fræðum talið nóg að sýna fram á að ásetningur hafi staðið til þess að valda „verulegri fjártjónshættu“. Merking hugtaksins „veruleg fjártjónshætta“ hafi því mikla þýðingu í umboðssvikamálum sem hluti af skilyrðinu um auðgunarásetning. Sagði Óttar í kjölfarið að það væri lögfræðilegt mat hvort af ráðstöfun hafi stafað veruleg fjártjónshætta og vísaði í dóm Hæstaréttar frá 8. desember 2014 í máli nr. 739/2014, hið svokallaða Stím­mál, þar sem Hæstiréttur hafnaði ósk verjanda um að dómkveðja matsmenn til að leggja mat á fjárhagslega áhættu sem stafaði af þeirri ráðstöfun sem ákært var með þeim rökum að matið væri lögfræðilegt úrlausnarefni sem dómara bæri að leggja sjálfstætt mat á. Kom þessi niðurstaða Hæstaréttar Óttari á óvart þar sem fjármálafræðin segja okkur hvort takmörkuð eða engin fjárhagsleg áhætta hafi hlotist af ráðstöfun og það sé varla hægt að komast að þeirri niðurstöðu eftir aðferðum lögfræðinnar. Hann sagðist þó taka undir með Hæstarétti að mat á því hvort skilyrðið um verulega fjártjónshættu sé uppfyllt sé á endanum lögfræðilegt. Við mat á fjártjónsáhættu sagði Óttar að það þurfi að taka tillit til tveggja atriða: annars vegar hvaða líkur voru á fjártjóni; hins vegar, ef til þess kæmi, hversu mikið tjón var líklegt að af hlytist. Hvað fyrra atriðið varðar telur hann að dómstólar hafi gert lágmarkskröfu um að helmingslíkur hafi verið á fjártjóni vegna þeirrar háttsemi sem ákært er

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.