Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 gerður er skriflegur samningur, en það þýðir þá líka að ef ekki er staðið við samninginn verður einstaklingur að fara hina hefðbundnu leið til að knýja fram fullnustu. Sumir sjá þetta sem galla við sáttamiðlun, en mín reynsla er sú að það er óalgengt að aðilar standi ekki við gerða samninga í sáttamiðlun, þar sem þeir hafa sjálfir komist að niðurstöðu sem báðir eru sáttir við.““ Umgjörðina vantar Að mati Lilju vantar betri umgjörð utan um sáttamiðlun hér á landi til þess að fleiri geti nýtt sér úrræðið. Fólk veit ekki hvernig sáttamiðlun virkar eða hvernig það eigi að bera sig að. Einnig vanti reynsluna til þess að fólk sjái að sáttamiðlun virki. Lilja bendir á ákvæði í einkamálalögunum um að einstaklingur geti vísað máli til sýslumanns til sáttaumleitana, eins getur dómari tekið að sér að vera sáttamiðlari. Það er hins vegar eingöngu hægt eftir að búið er að skila inn öllum gögnum sem er mjög seint í ferlinu. „Mín reynsla er sú að það er alltaf auðveldara að sætta mál því fyrr sem það er gert og því getur verið hæpið að leita sátta þegar aðilar eru búnir að skila stefnu og greinargerð og málið er jafnvel tilbúið fyrir málflutning. Það er kannski búið að leggja út fyrir stærstum hluta af lögmannskostnaðinum, það á eingöngu eftir að flytja málið“. Innleiðingin er í okkar höndum „Ef við viljum sjá sáttamiðlun aukast þá verða lögmenn að hjálpa til við að innleiða sáttamiðlunarákvæði inn í samninga og þannig benda á sáttamiðlun sem raunhæfan valmöguleika“, segir Lilja. Þetta gæti t.d. verið tekið fram í samningi áður en komið er inn á varnarþing. Þá sé hægt að innleiða sáttamiðlun í stefnu fyrirtækja þannig að í tilteknum málum sem koma upp þá eigi að byrja á sáttamiðlun áður en farið er lengra. Það eru ótal tækifæri í að innleiða sáttamiðlun í auknum mæli. „Sáttamiðlun snýst ekki um að ákveða hver hefur rétt fyrir sér eða að staðfesta hverjar staðreyndirnar voru, hún snýst um að leysa úr flækjum og eiga fyrst og fremst samtal um framhaldið. Þannig getum við fengið lausnir í miklu fleiri málum en við getum fengið fyrir dómstólum. Við getum t.d. fengið afsökunarbeiðni í sáttamiðlun. Þú getur staðið upp sem sigurvegari og haldið virðingu þinni sem þú hefðir kannski ekki gert jafnvel með því að vinna dómsmál og vísa ég þar til dæmis til mála er snúa að ærumeiðingum.“ Arna Pálsdóttir. Andri Andrason hdl. Andri Árnason hrl. Bjarni Aðalgeirsson hdl. Edda Andradóttir hrl., LL.M. Finnur Magnússon hrl., LL.M. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl. Simon David Knight Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hrl., LL.M. Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.