Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 13 fyrir. Erfiðara væri að setja skýrt viðmið um þær kröfur sem gerðar eru til síðara atriðisins. Matið réðist af eðli og umfangi þess rekstrar sem um er að tefla hverju sinni og þeirrar áhættustefnu sem mörkuð hefur verið. Vísaði hann til dóms Hæstaréttar frá 13. febrúar 2014 í máli nr. 88/2013 þar sem rekið var, í tengslum við mat á fjártjónsáhættu, að í reglum Glitnis banka um útlán og áhættumat sem samþykktar höfðu verið í stjórn bankans, hefði falist mat bankans á því hvaða útlánamörk væru viðunandi án þess að of mikil áhætta væri tekin. Þar sem sú lánveiting sem um var deilt í málinu rúmaðist innan þess ramma sem þar hafði verið markaður var talið ósannað að farið hefði verið umfram þá áhættu sem bankinn hefði talið viðunandi. Því hafi verið sýknað. Þá taldi Óttar að í nokkur skipti hafi við fjártjónshættumatið verið litið til þeirrar áhættu sem fyrir var þegar ráðstöfun var gerð og hún dregin frá endanlegri áhættu sem af ráðstöfun hlaust. Matið væri því einhvers konar „nettópróf“ þar sem fyrri áhætta kemur til frádráttar hinni síðari og að einvörðungu mismunurinn skuli teljast til hættueiginleika ráðstöfunar. Sem dæmi var í dómi Hæstaréttar frá 10. mars 2016 í máli nr. 781/2014 talið ósannað að sjálfskuldarábyrgð sem Landsbankinn stofnaði hafi falið í sér aukna áhættu Landsbankans miðað við þá stöðu sem áður var uppi. Það var því metið hvernig hinar viðskiptalegu forsendur horfðu við sakborningum er hin umdeilda ákvörðun var tekin. Að lokum ítrekaði Óttar að umboðssvik væru í eðli sínu trúnaðarbrot. Því geta ráðstafanir, sem í huga stjórnandans miða beinlínis að því að þjóna hagsmunum umbjóðandans, varla komið til álita sem umboðssvik, nema í algjörum undantekningartilfellum. Nefndi hann sem dæmi aðstöðu þar sem fjármunum er veitt, umfram hinar formlegu heimildir, til flugfélags sem stendur höllum fæti í þeirri von að þannig takist að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins og með því tryggja endurgreiðslu annarra lána sem því höfðu áður verið veitt. Í tilvikum sem þessum er það hans skoðun að skilyrðið um auðgunarásetning geti varla talist uppfyllt. Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.