Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 að það hafi verið mikil breyting í stjórnum á undanförum árum þar sem kynjakvótinn hefur meðal annars leitt af sér að það er verið að tefla fram fólki sem hefur ekki mikla reynslu af að sitja í stjórnum. Góðir stjórnarhættir krefjast óháðra stjórnarmanna til að breikka ákvarðanatöku mengið og fá fleiri sjónarmið og dýpka þannig þekkingu og reynslu stjórnarmanna. Breytingin á þessum hópi, frá því að vera einsleitir eigendur félaga í stjórnum, er sú að það er að koma fólk inn með aðra og fleiri hagsmuni til greina í ákvarðanatöku sinni heldur en hluthafar hafa gjarnan gert Hlutafélagalöggjöfin á Íslandi er sundurleit Helga Hlín telur tímabært að rýna í íslensku hlutafélaga­ löggjöfina þar sem umboð og hlutverk stjórnarmanna og stjórnenda verði að vera betur afmarkað í lögum. Til að mynda væri augljóst af hrunmálunum að það væri ekki rými fyrir grá svæði þegar kemur að því að axla ábyrgð: Ef ákvörðun fellur innan hlutverks og umboðs stjórnarmanns eða stjórnanda, þá verði hann ekki látinn axla ábyrgð vegna ákvörðunarinnar. Heimild stjórnarmanna til að taka viðskiptaákvörðun (e. „business judgment rule“) er svo útvíkkun á umboðinu, þar sem viðkomandi verður ekki gerður ábyrgur fyrir viðskiptaákvörðun sem reynist röng. Ef hlutverk og umboð eru ekki vel afmörkuð getur stjórnarmaður eða stjórnandi borið öfuga sönnunarbyrði og gert að sýna fram á að hann tók ákvörðun sem rúmaðist innan umboðs hans, þ.e. hafi verið í takt við væntingar sem umbjóðandi hans mátti gera til hans. Íslensk löggjöf standist ekki samanburð við önnur lönd sem við viljum oft bera okkur saman við. Hún tók írska löggjöf sem dæmi um skýra afmörkun í hlutafélagalögum. Helga Hlín sagði reglurnar og fræðin vera kunnugleg en munurinn væri þó sá að á Íslandi teljum við þessar reglur óskrifaðar frekar en lögfestar. Þar að auki fjallaði hún um HVENÆR BER STJÓRN ÁBYRGÐ? Umfjöllun um málstofuna „Ábyrgð og réttaröryggi stjórnenda og stjórnarmanna með hliðsjón af dómum um umboðssvik.” GUÐRÚN ÓLÖF OLSEN LÖGMAÐUR SKRIFAR I. HLUTI - HLUTVERK OG UMBOÐ HELGA HLÍN HÁKONARDÓTTIR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.