Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 ÓRÖKSTUDDAR MÁLSKOSTNAÐAR­ ÁKVARÐANIR Þegar vísað er til þess að málskostnaðarákvarðanir séu ekki rökstuddar þá er átt við að ekki sé gerð grein fyrir hvaða kostnað aðila er verið að bæta og á hvaða grundvelli og svo að sama skapi hvaða kostnaður fæst ekki bættur. Órökstuddar niðurstöður um málskostnað ganga gegn meginsjónarmiðum varðandi efni og framsetningu nútíma dómsniðurstaðna, þ.e.a.s. að þær niðurstöður eigi að vera rökstuddar þannig að ekki sé um ógegnsæjar og handahófskenndar ákvarðanir dómenda að ræða. Jafnframt eru slíkar niðurstöður ekki í samræmi við gildandi lög og rétt, svo sem skyldu dómenda til að rökstyðja niðurstöður sínar, sbr. m.a. f­lið 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Ákvarðanir um málskostnað eru jafnframt að meginstefnu til dæmdar að álitum, sem má sjá á því að niðurstöður hlaupa yfirleitt á tugum eða hundruðum þúsunda. Niðurstöður eru því ekki grundvallaðar á nákvæmri krónutölu þess kostnaðar sem fallið hefur til og talinn er að aðili eigi rétt á að fá bættan. Þessi nálgun dómenda á niðurstöðu er einnig SKÚLI SVEINSSON, LÖGMAÐUR Sögulega og enn í dag eru niðurstöður dómstóla varðandi málskostnað í einkamálum að meginstefnu til órökstuddar og dæmdar að álitum. Afar sjaldgæft er að um efnislegar og rökstuddar niðurstöður sé að ræða en það hefur þó helst komið fyrir í sérstökum úrskurðum um málskostnað. ekki í samræmi við meginsjónarmið um dómsniðurstöður, þ.e.a.s. að ekki skuli dæma að álitum ef unnt er að leiða mál til lykta með efnislegum og rökstuddum hætti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Að ráða niðurstöðu máls til lykta að álitum er aðeins neyðarúrræði sem dómendur geta gripið til þegar ekki er unnt að komast að efnislegri og rökstuddri niðurstöðu. Einungis á að dæma mál að álitum ef ekki er yfir höfuð unnt að leiða fram niðurstöðu með efnislegum hætti og í dag er það aðeins gert í algerum undantekningartilfellum nema varðandi málskostnað. Til að varpa frekara ljósi á þetta má benda á nýfallinn dóm Landsréttar þar sem komist var að efnislegri niðurstöðu varðandi málskostnað, sbr. Lrd. nr. 276/2019. Einnig má benda á niðurstöðu Hæstaréttar í Hrd. nr. 341/2017, en þar var efnislegri úrlausn héraðsdóms snúið og málskostnaður dæmdur að álitum. Í báðum þessum málum var ákvörðun um málskostnað skotið til æðri dóms á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Af hverju? Skýringin er fyrst og fremst sú að engin efnisleg umfjöllum er í raun um kostnað aðila við málarekstur fyrir dómstólum þegar niðurstöðu málskostnaðar er ráðið með dómi. Eins og þessu er hagað í dag þá leggja aðilar fram máls­ kostnaðarreikning samhliða því að þeir flytja málflutnings­ ræðu sína við aðalmeðferð. Lögmaður stefnanda fær því oftast nær málflutningsreikning stefnda í hendur fyrst eftir að hafa flutt fyrri málflutningsræðu sína. Aðilar fá því í raun lítið sem ekkert tækifæri til að skoða þessa málskostnaðarreikninga og þau gögn sem liggja þeim til grundvallar og ekkert raunhæft tækifæri til að andmæla þeim kostnaði sem gagnaðili gerir kröfu um að fá bættan.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.