Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 9 Örugg eyðing trúnaðarskjala Við hjá Efnamóttökunni höfum yfir 10 ára reynslu af eyðingu trúnaðarskjala. Við höfum stórbætt aðstöðu okkar til eyðingar gagna og bjóðum upp á mjög örugga eyðingu á hagstæðu verði. Einnig bjóðum við upp á örugga söfnunarþjónustu. TRÚ NA ÐA RM ÁL Efnamóttakan hf • Berghella 1 • 221 Hafnarfjörður Sími: 559-2200 • www.efnamottakan.is og þar að leiðandi enn brýnni ástæða til þess að skilgreina umboð og hlutverk stjórnarmanna. „Hver má, eða á, að gera hvað?“ Grundvallar útgangspunktur á því að rýna hvernig ákvarðanataka og stjórnun á sér stað er að meta umboð þeirra sem um ræðir. Til þess þurfi að hafa hugtökin á hreinu, sem og það hlutverk, sem er afmarkað af lögum, reglum, samþykktum félaga, samningum og góðum stjórnarháttum. Áður en umboð stjórnenda liggur fyrir er útilokað að álykta hver ber ábyrgð. Helga Hlín benti í þessu samhengi á umræðu undanfarið um opinberar framkvæmdir sem hafa farið fram úr áætlunum og erfitt virðist vera að finna þann ábyrga. Hún bendir á að það sé vegna þess að skilgreining á hlutverki og umboði sé ekki nægilega skýr. Samþykktir félaga á Íslandi Um samþykktir á Íslandi sagði Helga Hlín að þær væru því miður óáhugaverðar og endurnotaðar. Tilhneigingin væri sú að stjórnendum væri veitt breitt umboð án þess að það væri gert með ávinning félaga að leiðarljósi til lengri tíma. Lögfræðingar og ráðgjafar ættu því að vinna nánar með stofnendum eða kaupendum félaga til að ákveða og útlista raunverulegan tilgang félags og hlutverk og umboð stjórnar. Til samanburðar fjallaði Helga Hlín um samþykktir nýsköpunarfyrirtækja og sagði að þar væri óspart skilgreint hvað stjórn og framkvæmdastjóri eigi að gera og hvaða takmarkanir liggja fyrir. Stofnendur hafi sterkar og mismunandi skoðanir á því hvaða tilgang fyrirtækið eigi að hafa sem og mismunandi hagsmuna að gæta, til að mynda hagsmunir upphaflegra fjárfesta og þeirra sem síðar koma. Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti Helga Hlín sagði að þó íslenskar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti fjalli mikið um hlutverk stjórnar eigi slíkt að vera skilgreint í lögum og samþykktum frekar en í leiðbeiningum. Til að mynda kemur fram í leiðbein­ ingunum að meginhlutverk stjórnar sé að bera endanlega ábyrgð á rekstri félagsins. Hún sagðist vera ósammála þessari yfirlýsingu án þess að reyna skorast undan ábyrgð, en taldi þó það hljóta að vera takmarkanir á því hvort stjórn beri alltaf endanlega ábyrgð. Endurspegli þetta enn fremur mikilvægi þess að stjórn skýrlega skilgreini sitt meginhlutverk og ákveði síðan stefnuna og verkefnin sem stjórnin taki að sér. Trúnaðarskylda stjórnarmanna Regluna um trúnaðarskyldu stjórnarmanna má finna í 1. mgr. 76. gr. hlutafélagalaganna sem felur í sér að aðilar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.