Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/19 15 dómi héraðsdóms væru rangar, alls 21 nýtt skjal í málinu. Í greinargerð sinni rökstuddu kærendur ítarlega hvers vegna ekki skyldi staðfesta héraðsdóminn í málinu og hvað kærendur hygðust sanna með nýjum gögnum og skýrslum fyrir Landsrétti. Barnaverndarnefnd mótmælti einfaldlega öllum málstæðum kærenda í heild sinni. Því var ljóst að ágreiningur var kominn upp um það hvort taka skyldi skýrslur fyrir Landsrétti og þar með tilefni fyrir Landsrétt að fjalla um þann ágreining á dómþingi. Í XXIV. kafla eml. er fjallað um málsmeðferð kærumála fyrir Landsrétti. Þar eru aðeins fyrirmæli um hvaða mál unnt sé að kæra til Landsréttar, hvert kæru skuli beint, hvað skuli koma fram í kæru og um fresti í kærumálum. Í 4. mgr. 150. gr. eml. segir, að reglum um áfrýjunarmál verði að öðru leyti beitt um kærumál eftir því sem átt getur við. Ekki verður það ákvæði skilið öðruvísi en þannig að þegar aðili í kærumáli fer fram á skýrslutökur fyrir Landsrétti skuli þá farið með það eftir reglum um áfrýjunarmál, enda ekkert fjallað um skýrslutökur í kaflanum um rekstur kærumála. Í 156. gr. eml., sem samkvæmt framangreindu á einnig eftir atvikum við um kærumál, er kveðið á um það að áfrýjandi skuli rökstyðja í greinargerð sinni til Landsréttar hverjir áfrýjandi telur nauðsynlegt að gefi aðila­ og vitnaskýrslur eða viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti ásamt rökstuðningi þar að lútandi. Í 3. mgr. 160. gr. kemur fram að sé tilefni til þess taki Landsréttur mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta atriðum varðandi rekstur þess, þ.m.t. gagnaöflun og framlagningu gagna, hvaða skýrslutökur verði heimilaðar fyrir Landsrétti og hvaða upptökur verði spilaðar við aðalmeðferð. Segir í 2. ml. ákvæðisins, að aðilar málsins skuli kvaddir fyrir dóm með hæfilegum fyrirvara í þessu skyni. Verður þetta ekki öðruvísi skilið en sem fortakslaus skylda Landsréttar til að boða aðila á dómþing, telji rétturinn yfirleitt tilefni til að taka mál fyrir á dómþingi til að ráða til lykta atriðum um rekstur þess. Tæpum tveimur vikum eftir að barnaverndarnefnd skilaði greinargerð sinni í málinu barst lögmanni kærenda tölvupóstur með tveimur viðhengjum. Annað viðhengið hafði að geyma endurrit af dómþingi Landsréttar í málinu. Á því dómþingi, sem þrír dómarar Landsréttar eru sagðir hafa verið mættir til, var því ráðið til lykta að hafna kröfum kærenda um skýrslutökur í héraði, þar sem þær teldust óþarfar. Þá var kröfu kærenda um munnlegan málflutning einnig hafnað. Á þessu dómþingi voru hvorki aðilar málsins né lögmenn þeirra viðstaddir. Ástæða þess er einfaldlega sú „Á ÞESSU DÓMÞINGI VORU HVORKI AÐILAR MÁLSINS NÉ LÖGMENN ÞEIRRA VIÐSTADDIR. ÁSTÆÐA ÞESS ER EINFALDLEGA SÚ AÐ ÞEIR VORU EKKI BOÐAÐIR ÞANGAÐ, ÞRÁTT FYRIR FYRIRMÆLI 160 GR. EINKAMÁLALAGA.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.